Frétt

þriðjudagur 22. desember 2009
Nr. 238/2009

Birting greiðslujöfnunarvísitölu 2010

Hagstofa Íslands hefur í dag birt greiðslujöfnunarvísitölu sem gildir í janúar 2010. Frá og með janúar 2010 verður vísitalan uppfærð á vef Hagstofu Íslands samhliða útgáfu mánaðarlegrar launavísitölu og eru útgáfudagar hennar á birtingaráætlun. Ekki verður gefin út mánaðarleg frétt um greiðslujöfnunarvísitöluna.

Greiðslujöfnunarvísitalan er reiknuð samkvæmt lögum nr. 133/2008, „um breytingu á lögum nr. 63/1985, um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga, með síðari breytingum“, sem samþykkt voru á Alþingi 17. nóvember 2008. Samkvæmt 6. gr. laganna skal greiðslujöfnunarvísitalan vera „samsett af launavísitölu, sbr. lög um launavísitölu, sem vegin er með atvinnustigi“, en með atvinnustigi er átt við „hlutfall sem miðast við 100% að frádregnu atvinnuleysi í hlutfalli af vinnuafli í viðkomandi mánuði samkvæmt uppgjöri Vinnumálastofnunar“.

Útreikningsaðferðir við greiðslujöfnunarvísitölu eru ákvarðaðar í lögunum en ekki af    Hagstofu Íslands og jafnframt hvaða gögn skuli notuð við útreikninginn. Grunntími nýrrar greiðslujöfnunarvísitölu var nóvember 2008 og vísitalan reiknuð aftur til janúar 2008.

Til dæmis var við útreikning vísitölunnar í nóvember 2008 notuð launavísitala í september 2008, sem var 352,2 stig og atvinnustig september 2008, 98,7%.  Margfeldi þessara liða var sett sem greiðslujöfnunarvísitala miðað við 100 í nóvember 2008. Í desember 2008 var notuð launavísitalan í október, 353,3 stig og atvinnustig í október, 98,1%. Margfeldi þessara liða gaf greiðslujöfnunarvísitöluna  99,7 stig (samanber dæmið hér fyrir neðan) og þannig koll af kolli.

Greiðslujöfnunarvísitala í desember 2008:   Greiðslujöfnunarvísitala sem birt er í einum mánuði gildir til greiðslujöfnunar frá og með fyrsta degi næsta mánaðar. Eldri launavísitala til greiðslujöfnunar (grunnur 1979) hefur frá nóvember 2008 tekið sömu breytingum og hin nýja greiðslujöfnunarvísitala.

Talnaefni

 Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.

Nánari upplýsingar veitir Finnbogi Gunnarsson í síma 528 1209.

 

Leita Leit

Byggir á LiSA CMS. Eskill -LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi