Frétt

föstudagur 10. september 2004
Nr. 122/2004

Vísitala neysluverðs í september 2004

Vísitala neysluverðs í september 2004 er 235,6 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,43% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 228,2 stig, 0,40% hærri en í ágúst.
       Sumarútsölum er nú víða lokið og hækkaði verð á fatnaði og skóm um 7,5% (vísitöluáhrif 0,38%).
       Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,4% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,04% sem jafngildir 0,2% verðhjöðnun á ári (án húsnæðis lækkað um 0,9%).
       Vísitala neysluverðs í september 2004, sem er 235,6 stig, gildir til verðtryggingar í október 2004. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 4.652 stig fyrir október 2004.

TalnaefniÖllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.

Nánari upplýsingar veitir Finnbogi Gunnarsson í síma 528 1209.

 

Leita Leit

Byggir á LiSA CMS. Eskill -LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi