Frétt

miðvikudagur 4. janúar 2012
Nr. 2/2012

Nýskráningar og gjaldþrot hlutafélaga og einkahlutafélaga í nóvember 2011

Í nóvember 2011 voru skráð 166 ný einkahlutafélög (ehf) samanborið við 117 einkahlutafélög í nóvember 2010. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest einkahlutafélög skráð í Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum. Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga er 1.568 fyrstu 11 mánuði ársins.

Í nóvember 2011 voru 115 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 101 fyrirtæki í nóvember 2010. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot í Fjármála- og vátryggingastarfsemi. Fyrstu 11 mánuði ársins 2011 er fjöldi gjaldþrota 1.432 sem er um 63% aukning frá sama tímabili árið 2010 þegar 877 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

TalnaefniÖllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260, netfang fof[hja]hagstofa.is

 

Leita Leit

Byggir á LiSA CMS. Eskill -LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi