Áætlað er að 204.700 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í nóvember 2018, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, en það jafngildir 81,0% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 198.800 starfandi (±5.700) og 5.900 án vinnu og í atvinnuleit (±2.400). Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,7% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,9%.

Samanburður mælinga fyrir nóvember 2017 og 2018 sýnir að vinnuaflið jókst um 6.900 manns og hlutfall þess af mannfjölda hækkaði um 0,6 prósentustig. Starfandi fólki fjölgaði um 4.500 manns, en hlutfall starfandi af mannfjölda lækkaði um 0,3 prósentustig. Atvinnulausir í nóvember 2018 mældust 2.400 fleiri en í sama mánuði árið 2017 þegar þeir voru 3.500 eða 1,8% af vinnuaflinu. Alls voru 47.900 utan vinnumarkaðar í nóvember 2018 sem er örlítil lækkun frá því í nóvember 2017 þegar þeir voru 48.200.

Flæðirit — Vinnumarkaður 16–74 ára, nóvember 2018

Vinnumarkaður 16-74 ára nóvember 2018

Samtala undirliða þarf ekki að koma heim við heildartölur vegna námundunar. Öryggisbil (95%), atvinnuleysi: Alls ±1,2; karlar ±1,9; konur ±1,3.

Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var 3,6% í nóvember 2018
Íslenskur vinnumarkaður sveiflast reglulega milli mánaða vegna árstíðabundinna þátta. Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum var fjöldi fólks á vinnumarkaði 208.400 í nóvember 2018. Atvinnuþáttaka var 82,4% í nóvember, sem er hálfu prósentustigi meira en í október. Samkvæmt árstíðaleiðréttingunni voru atvinnulausir 7.400 í nóvember eða 3,6%, sem er aukning um hálft prósentustig síðan í október. Fyrir sama tímabil var leiðrétt hlutfall starfandi fólks 79,5%, sem er 0,2 prósentustigum hærra en það var í október. Þrátt fyrir nokkrar sveiflur í mælingum á vinnuafli þá stendur leitni vinnaflstalna síðustu mánaða og árs nánast alveg í stað, eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

Mynd 1 Mánaðarlegt atvinnuleysi 16-74 ára

Mynd 2 Mánaðarlegt hlutfall starfandi 16-74 ára

Mynd 3 Mánaðarlegt hlutfall utan vinnumarkaðar 16-74 ára

Mynd 4 Mánaðarlegt atvinnuleysi ungs fólks 16-24 ára

Um gögnin
Vinnumarkaðsrannsóknin í nóvember 2018 nær til fimm vikna, frá 29. október til og með 2. desember. Í úrtak völdust af handahófi 1.916 einstaklingar á aldrinum 16–74 ára sem höfðu lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða reyndust búsettir erlendis var nettóúrtakið 1.872 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 1.224 einstaklingum og jafngildir það 65,4% svarhlutfalli.

Allar tölur hafa verið vegnar eftir kyni og aldri. Vikmörk mánaðarlegra mælinga fyrir nóvember 2018 um atvinnuþátttöku eru ±2,1 prósentustig, hlutfall starfandi ±2,3 prósentustig og atvinnuleysi ±1,2 prósentustig. Allar fjöldatölur eru námundaðar að næsta hundraði. Tölur fyrir fyrstu tvo mánuði fjórða ársfjórðungs 2018 ársfjórðungs eru bráðabirgðatölur þar til ársfjórðungnum lýkur.

Tafla 1. Vinnumarkaður í nóvember — mæling
Öryggisbil Öryggisbil Öryggisbil
 2016 (±95%)2017 (±95%)2018 (±95%)
Alls 1674 ára
Atvinnuþátttaka 84,1 2,4 80,4 2,4 81,0 2,1
Hlutfall starfandi 82,1 2,5 79,0 2,5 78,7 2,3
Atvinnuleysi 2,3 1,1 1,8 1,2 2,9 1,2
Vinnustundir 39,8 1,2 39,2 1,1 38,7 1
Vinnuafl 199.100 5.700 197.800 6.000 204.700 5.400
Starfandi 194.500 6.000 194.300 6.200 198.800 5.700
Atvinnulausir 4.600 2.300 3.500 1.800 5.900 2.400
Utan vinnumarkaðar 37.800 5.700 48.200 6.000 47.900 5.400
Áætlaður mannfjöldi 236.900 . 245.900 . 252.600 .

Tafla 2. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði árstíðaleiðrétting
 jún.18júl.18ágú.18sep.18okt.18nóv.18
Alls 1674 ára
Atvinnuþátttaka 80,9 81,7 81,7 81,6 81,9 82,4
Hlutfall starfandi 78,1 78,7 79,5 80,2 79,3 79,5
Atvinnuleysi 3,4 3,6 2,7 1,8 3,1 3,6
Vinnustundir 39,4 39,8 40,9 38,6 39,6 38,7
Vinnuafl 201.400 204.600 204.500 205.000 206.700 208.400
Starfandi 194.500 197.200 199.000 201.300 200.200 201.000
Atvinnulausir 6.800 7.400 5.500 3.700 6.500 7.400
Utan vinnumarkaðar 47.600 46.000 45.900 46.200 45.600 44.400
Áætlaður mannfjöldi 249.000 250.600 250.400 251.200 252.300 252.800

Tafla 3. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði árstíðaleiðrétt leitni
 jún.18júl.18ágú.18sep.18okt.18nóv.18
Alls 1674 ára
Atvinnuþátttaka 81,9 81,9 81,9 81,9 81,9 81,9
Hlutfall starfandi 79,5 79,6 79,6 79,6 79,6 79,6
Atvinnuleysi 2,8 2,8 2,8 2,8 2,8 2,8
Vinnustundir 39,7 39,8 39,8 39,6 39,5 39,5
Vinnuafl 203.600 204.000 204.500 204.900 205.300 205.600
Starfandi 197.800 198.300 198.800 199.200 199.600 199.800
Atvinnulausir 5.800 5.800 5.700 5.700 5.700 5.800
Utan vinnumarkaðar 45.100 45.100 45.200 45.200 45.300 45.300
Áætlaður mannfjöldi 248.700 249.200 249.700 250.200 250.600 250.900

Talnaefni