Íbúar

Manntalið veitir upplýsingar um kyn, aldur, hjúskaparstétt, uppruna, lengd dvalar, búsetu, menntun, atvinnustöðu, atvinnugrein, starfsstétt, fjölskyldur og heimili. Að auki eru í manntalinu upplýsingar um fjölda fólks á stofnanaheimilum og fjölda heimilislauss fólks og fólks í húsnæðishraki. Manntalið nær einnig til húsnæðis, svo sem eignar- eða leigubúsetu, stærðar húsnæðis og fleira. Hinn 31. desember 2011 tók Hagstofa Ísland fyrsta rafræna manntalið á Íslandi. Manntalið er að öllu leyti sambærilegt við manntal sem tekið hefur verið í öllum Evrópulöndum og var gerð þess styrkt af Evrópusambandinu.