Fréttir og tilkynningar

19 Maí
19. maí 2022

Vöruviðskipti óhagstæð um 231,8 milljarða árið 2021

Fluttar voru út vörur fyrir 762,4 milljarða króna árið 2021 og inn fyrir 994,3 milljarða króna cif (926,5 milljarða króna fob). Vöruviðskiptin 2021, reiknuð á cif verðmæti, voru því óhagstæð um 231,8 milljarða króna. Vöruskiptahallinn 2021 var 86,6 milljörðum króna meiri en árið 2020 þegar vöruviðskiptin voru óhagstæð um 145,3 milljarða á gengi hvors árs.

19 Maí
19. maí 2022

Skammtímahagvísar ferðaþjónustu í maí

Tekjur af erlendum ferðamönnum á fyrsta ársfjórðungi 2022 námu rúmlega 52 milljörðum króna samanborið við 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021. Á tólf mánaða tímabili frá apríl 2021 til mars 2022 voru tekjur af erlendum ferðamönnum rúmlega 248 milljarðar króna samanborið við tæplega 57 milljarða fyrir sama tímabil ári fyrr.

19 Maí
19. maí 2022

Samræmd vísitala neysluverðs í apríl

Samræmd vísitala neysluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu í apríl 2022 hækkaði um 0,8% frá fyrri mánuði. Á einu ári hefur vísitalan hækkað um 8,1%. Talnaefni hefur verið uppfært.

18 Maí
18. maí 2022

Rúmlega 2.500 manns á aldrinum 16-24 ára ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun

Árið 2021 er áætlað að 6,3% ungs fólks á aldrinum 16-24 ára hafi ekki verið í vinnu, námi eða starfsþjálfun (e. Not in Employment, Education or Training, NEET). Þetta hlutfall jafngildir því að þetta hafi átt við um rúmlega 2.500 ungmenni það árið. Á síðustu tíu árum var hlutfallið lægst 4,9% árið 2017 en hæst 7,4% árið 2020.

Lykiltölur

-

Vísitala neysluverðs í og til verðtryggingar í Sæki vísitölu neysluverðs og vísitölu neysluverðs til verðtryggingar...

-

Launavísitala í Sæki launavísitölu...

-

Byggingarvísitala (á útreikningstíma, desember 2021=100) í Sæki byggingarvísitölu...

-

Vísitala framleiðsluverðs í Sæki vísitölu framleiðsluverðs...

-

Mannfjöldi 1. janúar Sæki mannfjölda...

- %

Hagvöxtur Sæki hagvöxt...

- %

Atvinnuleysi í Sæki atvinnuleysi...

- %

Verðbólga í , 12 mánaða breyting vísitölu neysluverðs Sæki verðbólgu, 12 mánaða breytingu vísitölu neysluverðs...

Myndrit

Birtingaráætlun

  • 23. maí 2022 Mánaðarleg launavísitala í apríl 2022 og tengdar vísitölur
  • 24. maí 2022 Gistinætur 2021
  • 25. maí 2022 Vöru- og þjónustuviðskipti á 1. ársfjórðungi 2022, bráðabirgðatölur
  • 25. maí 2022 Vinnumarkaðurinn í apríl 2022
  • 25. maí 2022 Vísitala framleiðsluverðs í apríl 2022
  • 25. maí 2022 Vísitala byggingarkostnaðar, mæling í maí 2022
  • 27. maí 2022 Gjaldþrot og fyrri virkni fyrirtækja í apríl 2022
  • 30. maí 2022 Vísitala neysluverðs í maí 2022
  • 30. maí 2022 Vinnumarkaðurinn á 1. ársfjórðungi 2022