Lífskjararannsókn Hagstofu Íslands


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Lífskjararannsókn Hagstofu Íslands

0.2 Efnisflokkur

Laun og tekjur

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Deild: Atvinna, lífskjör og mannfjöldi
lifskjararannsokn@hagstofa.is

Anton Örn Karlsson
Sími 528 1281

Gu�r�n Berta Stef�nsd�ttir
Sími 528 1034

Margherita Zuppardo
Sími 528 1283

��rd�s Birna Borgarsd�ttir
Sími 528 1286

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Lífskjararannsóknin hófst árið 2004 að frumkvæði Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Markmið rannsóknarinnar er að afla greinagóðra sambærilegra upplýsinga um tekjur og lífskjör almennings í aðildarríkjum Evrópusambandsins og evrópska efnahagssvæðisins, sem og þeim ríkjum sem eru í aðildarviðræðum við sambandið. Lífskjararannsóknin uppfyllir skuldbindingar gagnvart Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Rannsóknin er framkvæmd árlega og fór fyrsta rannsóknin fór fram árið 2004.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Helstu notendur lífskjararannsókna eru stofnanir í hagrannsóknum, rannsóknarstofnanir og fræðifólk í háskólasamfélaginu, stjórnvöld og erlendar stofnanir.

0.6 Heimildir

Lífskjararannsóknin er úrtakskönnun þar sem gagna er aflað með viðtölum við þátttakendur í síma. Auk þess er aflað upplýsinga um tekjur þátttakenda og heimilismeðlima með tengingu við skattskrá. Grunneiningin er heimili fremur en einstaklingar. Úrtakið er fengið á þann hátt að einstaklingar eru valdir með slembni úr þjóðskrá og þar með heimilið sem þeir tilheyra. Sá einstaklingur sem er valinn í úrtakið kallast valinn svarandi" og veitir hann allar upplýsingar um aðstæður heimilis, sínar eigin og allra annarra heimilismeðlima.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun

Þátttakendum í úrtaki er frjálst að neita að taka þátt í rannsókninni. Meðalviðtalstími tæplega hálf klukkustund.

0.9 Ákvæði vegna EES og ESB

EES-samningurinn, XXI. viðauki (19. viðauki við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/94)

1. Efni


1.1 Efnislýsing

Rannsóknin gefur nákvæmar og sundurgreindar upplýsingar tekjur og lífskjör einstaklinga og heimila. Eftirtalin megin efnisflokka má greina með aðstoð lífskjararannsóknarinnar:

Launatekjur
Ráðstöfunartekjur
Skort á efnislegum lífsgæðum
Fjárhagsþrengingar og greiðsluerfiðleika
Heimilisgerð
Aldurssamsetning heimila
Menntun sem svarendur hafa lokið
Menntun sem svarendur eru að sækja sér
Atvinnustöðu
Heilsufar
Gæði húsnæðis og umhverfis
Vinnutími
Að auki eru viðbótarspurningar sem eru breytilegar frá einu ári til annars sem eru ætlaðir til að gefa ítarlegri upplýsingar um tiltekna þætti lífskjara.

2021: Heimilisst�rf, heilsa og l�fskj�r barna (Health and access to health of the children, children material deprivation, living arrangements and conditions of children)
2020: Skuldsetning heimila og atvinna (Over-indebtedness, consumption and wealth as well as labour)
2019: Tengsl efnahagsst��u � milli kynsl��a, samsetning heimila og �r�un tekna (Intergenerational transmission of disadvantages, household composition and evolution of income)
2018: Skortur á efnislegum lífsgæðum, velferð og húsnæðisvandkvæði (Material deprivation, well-being and housing difficulties)
2017: Heilsufar barna og fullorðinna (Health and children's health)
2016: Aðgengi að þjónustu (Access to services)
2015: Félagsleg tengsl og samfélagsþátttaka (social/cultural participation and material depriviation)
2014: Skortur á efnislegum lífsgæðum (Material deprivation)
2013: Velferðar (Well-being)
2012: Gæði húsnæðis (Housing conditions)
2011: Tengsl efnahagsstöðu á milli kynslóða (Intergenerational transmission of disadvantage)
2010: Úthlutun bjarga innan heimila (Intra-household sharing of resources)
2009: Skortur á efnislegum lífsgæðum (Material deprivation)
2008: Skuldsetning heimila (Over-indebtedness and financial exclusion)
2007: Gæði húsnæðis (Housing conditions)
2006: Félagsleg tengls (Social participation)
2005: Tengsl efnahagsstöðu á milli kynslóða (Intergenerational transmission of poverty)

1.2 Tölfræðileg hugtök

Heimilið er grunneining lífskjararannsóknarinnar.

Launatekjur eru brúttó tekjur einstaklinga frá öllum vinnuveitendum, þ.m.t. launagreiðslur, greiðsla vegna yfirvinnu, álagsgreiðslur, bónusgreiðslur, óunnin yfirvinna, samningsbundnar eingreiðslur (s.s. desemberuppbót), greiðslur vegna ferðakostnaðar, aukagreiðslur vegna fjarveru frá heimili (ekki þó dagpeningar) og framlög í lífeyrissjóði, séreignarsparnað og annað því um líkt.

Ráðstöfunartekjur. Ráðstöfunartekjur (e. disposable income) eru heildartekjur heimilisins eftir skatta að meðtöldum greiðslum úr félagslega kerfinu. Samkvæmt skilgreiningu Evrópusambandsins telst hagnaður af sölu hlutabréfa og verðbréfa ekki til ráðstöfunartekna í þessari rannsókn. Aðrar fjármagnstekjur, svo sem vaxtatekjur og arður af hlutabréfum, teljast hins vegar til ráðstöfunartekna.

Ráðstöfunartekjur á neyslueiningu. Ráðstöfunartekjur á neyslueiningu (e. equivalised disposable income) eru skilgreindar sem ráðstöfunartekjur eftir að tillit hefur verið tekið til heimilisstærðar og þeirrar hagkvæmni í rekstri heimilisins sem fæst við það að fleiri en einn búa undir sama þaki. Einnig er gert ráð fyrir því að útgjöld vegna barna séu lægri en útgjöld vegna fullorðinna. Til að taka mið af þessu er notaður hinn svokallaði Breytti OECD kvarði" (Modified OECD equivalence scale) sem gefur fyrsta fullorðna einstaklingnum á heimilinu vogina 1,0. Aðrir einstaklingar 14 ára og eldri fá vogina 0,5 og einstaklingar yngri en 14 ára fá vogina 0,3. Þannig má segja að hjón með tvö börn, yngri en 14 ára, sem hafa 500 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur alls á mánuði hafi (500 / (1 + 0,5 + 0,3 + 0,3)) = 500 / 2,1 = 238 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á neyslueiningu.

Skortur á efnislegum lífsgæðum. Þeir sem teljast búa við skort á efnislegum gæðum skilgreinast af því að búa á heimili sem þrennt af eftirfarandi á við um. Að búa við verulegan skort skilgreinist af því að búa á heimili sem fernt af eftirfarandi á við um:

1: Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á
síðastliðnum 12 mánuðum
2: Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni
3: Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að
minnsta kosti annan hvern dag
4: Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum (sem voru að upphæð 160 þúsund
árið 2011)
5: Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma
6: Hefur ekki efni á sjónvarpstæki
7: Hefur ekki efni á þvottavél
8: Hefur ekki efni á bíl
9: Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu

Heimili. Heimili er ekki það sama og fjölskylda. Til heimilis teljast allir þeir sem deila húsnæði, þ.e. íbúð, óháð tengslum þeirra á milli. Þannig teljast t.d. þrír námsmenn sem leigja saman íbúð vera heimili en teldust ekki fjölskylda samkvæmt algengum skilgreiningum.

Til barna á heimili (e. dependent children) heyra allir þeir sem eru undir 18 ára aldri og þeir sem eru 18-24 ára, eru án vinnu og búa hjá að minnsta kosti öðru foreldri. Fullorðnir teljast þeir sem ekki falla undir skilgreininguna um börn.

Gini-stuðull (e. Gini-coefficient) mælir í einni tölu milli 0 og 100 hvernig samanlagðar ráðstöfunartekjur á neyslueiningu allra einstaklinga í landinu dreifast. Hann væri 100 ef sami einstaklingur hefði allar tekjurnar en 0 ef allir hefðu jafnar tekjur.

Fimmtungamörk (e. income quintile share ratio) mælir hlutfallið milli heildarsummu þeirra ráðstöfunartekna á neyslueiningu sem 20% tekjuhæstu einstaklingarnir fá og sambærilegra tekna þeirra 20% tekjulægstu.

Lágtekjumörk í hverju landi eru skilgreind af Evrópusambandinu sem 60% af miðgildi ráðstöfunartekna á neyslueiningu í landinu. Þannig eru þeir einstaklingar undir lágtekjumörkum sem hafa lægri ráðstöfunartekjur á neyslueiningu en 60% af miðgildi ráðstöfunartekna á neyslueiningu á Íslandi.

Könnunarár og tekjuár. Upplýsingum fyrir lífskjararannsóknina er aflað á tvennan hátt, með könnun og með tengingum við skattskrá. Í samræmi við vinnubrögð Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins miðast ártal í myndum og töflum við könnunarár, það ár sem lífskjararannsóknin er framkvæmd. Upplýsingar um tekjur eru úr skattskrá ársins á undan.

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Gögnum er á fyrrihluta ársins. Gagnasöfnun hefst í febrúar ár hvert og lýkur í maí. Þátttakendur eru spurðir um ýmsa þætti er lúta að lífskjörum á þeim tímapunkti sem viðtalið er tekið. Tekjuupplýsingar eiga hinsvegar við árið á undan. Því er mikilvægt að greina á milli könnunarárs og tekjuárs þegar unnið er með tekjuupplýsingar í gögnunum.

2.2 Vinnslutími

Gögn fyrir hvert ár eru tilbúin í janúar/febrúar árið eftir að þeim er safnað.

2.3 Stundvísi birtingar

Niðurstöður úr rannsókninni eru birtar árlega en ólíkir efnisþættir dreifast yfir árið.

2.4 Tíðni birtinga

Niðurstöður úr rannsókninni eru birtar árlega en ólíkir efnisþættir dreifast yfir árið.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Lífskjararannsóknin er úrtakskönnun. Niðurstöðurnar eru því háðar óvissu sem er því meiri sem sundurliðun talnaefnis er meiri.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum

Úrtökuskekkja. Úrtaksrannsóknir hafa ávallt ákveðna óvissu í för með sér þar sem úrtakið er ekki nákvæm eftirmynd af heildarskránni eða þýðinu. Þar sem þessi óvissa ræðst af hendingu er unnt að reikna út öryggismörk fyrir þær stærðir sem metnar eru.

Þekjuskekkjur. Þekjuskekkjur stafa annars vegar af því að sú skrá sem lögð er til grundvallar vali á úrtakinu, þ.e. úrtökuramminn, er ekki tæmandi og hins vegar af því að í rammanum eru einstaklingar eða einingar sem ekki eiga þar heima. Þetta kallast annars vegar vanþekja og hins vegar ofþekja.

Brottfallsskekkjur. Í öllum rannsóknum geta niðurstöður skekkst vegna þess að brottfall í úrtakinu dreifist misjafnt eftir hópum. Helstu ástæður brottfalls eru neitanir, hindranir vegna veikinda eða fötlunar, fjarvera frá heimili meðan á rannsókn stendur eða að ekki tekst að finna aðsetur eða símanúmer þeirra sem eru í úrtakinu.

Panel-skekkjur. Valdir svarendur eru hluti af úrtakinu í fjögur ár samfleytt. Þar sem þátttaka á fyrri árum skuldbindur ekki svarendur ekki til þátttöku á seinni árum er eitthvað um svokallað panel-brottfall, þ.e. að svarendur taki aðeins þátt sum árin. Því er mikilvægt að nota réttar vogir þegar unnið er með langsniðsupplýsingar, þ.e. upplýsingar um svarendur sem spanna tvö ár eða fleiri.

Skekkjur í upplýsingum um aðra heimilismeðlimi en valinn svaranda. Rannsóknin er framkvæmd þannig að svarendur eru valdir úr þjóðskrá. Valdir svarendur veita svo upplýsingar um sjálfa sig og aðra heimilismeðlimi. Ýmsar villur kunna að slæðast inn ef þekking valdra svarenda á högum annarra heimilismeðlima er ónákvæm eða takmörkuð.

Skráningarskekkjur. Spyrlar geta skráð svör viðmælenda sinna ranglega, hlaupið yfir spurningar, ruglast í röð þeirra eða umorðað þær þannig að spurt verði um annað en til stóð.

Úrvinnsluskekkjur. Skekkjur geta slæðst inn vegna flokkunar einstakra opinna spurninga þar sem svörin eru flokkuð eftir að viðtali lýkur. Slíkar skekkjur geta stafað af ófullnægjandi upplýsingum í frumgögnum, óljósum leiðbeiningum í flokkunarkerfum og mistökum flokkunarfólks.

Sniðskekkjur. Ófullnægjandi skipulagning og hönnun rannsóknar getur leitt til niðurstaðna sem eru ekki í samræmi við raunveruleikann. Orðalag spurninga getur valdið misskilningi, mismunandi röð spurninga getur leitt til ólíkra svara og reynsla svarenda af fyrri rannsóknum getur haft áhrif á svör þeirra.

3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar

Gögnunum er ætlað að meta þróun yfir tíma og því er mikil áhersla lögð á samræmi frá einu ári til annars. Engu að síður gerist það stundum að skilgreiningum er breytt, t.d. í kjölfar þess að viðurkenndar alþjóðlegar skilgreiningar eru uppfærðar. Þetta á t.d. við um alþjóðlegu starfsstéttaflokkunina ISCO, atvinnugreinaflokkunina NACE og menntunarflokkunina ISCED. Þá hendir það að svarkostum við tilteknar spurningar er breytt enda hafi aðrar rannsóknir sýnt fram að það leiði til nákvæmari upplýsinga. Þegar slíkar breytingar eru gerðar safnar Hagstofan upplýsingum eftir bæði gamla og nýja laginu í allt að tvö ár áður en hætt er af safna upplýsingum upp á gamla mátann. Það þýðir að hægt er að meta áhrif breytinganna á svörin og tryggja þannig samræmi í túlkun niðurstaða þrátt fyrir breytingar á mælingum.

4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila


4.2 Samanburður við aðrar hagtölur

Þó lífskjararannsóknin innihaldi ýmsar upplýsingar um stöðu fólks á vinnumarkaði eru þær fyrst og fremst notaðar sem bakgrunnsupplýsingar þegar megin viðfangsefni rannsóknarinnar eru greind. Hvað varðar upplýsingar um atvinnustöðu og aðra þætti vinnunnar verður Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar að teljast áreiðanlegri mæling enda er hún hönnuð sérstaklega með það fyrir augum að veita haldgóðar upplýsingar um vinnuna í lífi Íslendinga. Að auki veitir valinn svarandi í Lífskjararannsókninni upplýsingar um atvinnumál annarra heimilismeðlima, en það getur leitt af sér vissar skekkjur sem ekki eru til staðar í vinnumarkaðsrannsókninni þar sem svarendur veita aðeins upplýsingar um sjálfa sig.

Lífskjararannsókn Hagstofunnar eru hluti af lífskjararannsókn Hagstofu Evrópusambandsins, European Statistics on Incomes and Living Conditions (EU-SILC). Sú rannsókn leysi af hólmi fyrri lífskjararannsókn Evrópusambandsins, European Community Household Panel (ECHP). Eldri rannsóknin byggði á samræmdum spurningalistum sem voru lagðir fyrir aðildarríkjum Evrópusambandsins. EU-SILC er annar eðlis. Um er að ræða sameiginlegan ramma um tilteknar mælingar sem þátttökuríkjum ber að skila af sér til Eurostat á hverju ári. Spurningalistarnir eru ekki staðlaðir á sama hátt og spurningalistar ECHP, heldur er fremur um að ræða sameiginleg viðmið sem og samræmingu í hugtakanotkun og skilgreiningum til að tryggja sem bestan sambærileika á milli landa. Eurostat leggur til spurningar og svarmöguleika. Löndum er hinsvegar í sjálfsvald sett hvernig upplýsinganna er aflað, t.d. hvort þær eru fengnar með könnun eða úr opinberum gögnum. Þá hafa þátttökuríkin umtalsvert sjálfræði í framkvæmt kannana, þ.e. hvort kannanirnar eru síma- eða heimsóknarkannanir og hvort það eru tekin viðtöl við alla heimilismeðlimi eða bara valda svarendur. Slíkt getur haft áhrif á sambærileika tiltekinna breyta í gögnunum og er notendum bent á að kynna sér vandlega skýrslur og úttektir Eurostat á sambærileika einstakra efnisþátta.

4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

�ar sem br��abirg�at�lur hafa almennt ekki veri� birtar fyrir l�fskjararanns�knina er samband �eirra vi� lokat�lur ekki �ekkt.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

· Frétt birt á vef Hagstofunnar samkvæmt birtingaráætlun.
· Fréttatilkynning send til fjölmiðla og áskrifenda um leið og frétt birtist á vef Hagstofunnar.
· Hagtíðindi.
· Landshagir.
· Vefur Hagstofunnar, jafnskjótt og töflur eru tilbúnar.
· Þversniðsgögn eru send til Eurostat í síðasta lagi 31. nóvember ári eftir að gagnasöfnun lýkur
· Langsniðusgögn eru send til Eurostat í síðasta lagi 31. mars tveimur árum eftir að gagnasöfnun lýkur

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Gögn geymd á tölvutæku formi á Hagstofunni. Hægt er að sækja um aðgang að grunngögnum til trúnaðargagnanefndar Hagstofu Íslands til tiltekinna, skýrt afmarkaðra verkefna. Einnig er hægt að fá aðgang að gögnunum í gegnum Eurostat á sömu forsendum.

5.3 Skýrslur


5.4 Aðrar upplýsingar

Langsniðsþáttur. Lífskjararannsóknin inniheldur langsniðsþátt. Þeir svarendur sem eru valdir inn í rannsóknina haldast í úrtakinu í fjögur ár samfleytt. Heildarúrtakið á hverju ári eru um 4 þúsund heimili. Þar af eru um þrjúþúsund heimili sem voru valin á fyrra ári og um þúsund heimili sem er bætt við úrtakið það árið í stað þeirra sem luku þátttöku árið áður. Helstu kostir þessa fyrirkomulags eru að það er hægt að fylgja einstaklingum eftir yfir tíma og skoða tengsl á milli breytinga á ólíkum þáttum sem lúta að lífskjörum þeirra. Hér verður þó að hafa í huga að það eru í raun valdir einstaklingar sem haldast í úrtakinu frá ári til árs. Í sumum tilfellum þýðir það að ekki er um sama heimilið að ræða öll árin sem téður einstaklingur er hluti af úrtakinu, t.d. ef hann eða hún endar hjúskap og hefur annan á milli kannanna.

Frekari upplýsingar má fá hjá Hagstofu Íslands, deild Atvinnu, lífskjara og mannfjölda.

© Hagstofa �slands, �ann 25-9-2018