Fjöldi launagreiðenda og launþega


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Fjöldi launagreiðenda og launþega

0.2 Efnisflokkur

Fyrirtæki

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Hagstofa Íslands
Fyrirtækjatölfræði
Sigrún Halldórsdóttir
Sími 528-1275

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Samkvæmt lögum um Hagstofu Íslands 163/2007 skal birta tölfræðilegar upplýsingar um landshagi Íslands. Einn liður í því er að birta tölur um fjölda launagreiðanda og launþega.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Tölum um fjölda launagreiðenda og launþega er ætlað að gefa grófa mynd af þróun atvinnulífs til skamms tíma og árstíðasveiflum í einstökum atvinnugreinum.

Allar tölur eru bráðabirgðatölur. Við birtingu nýrra talna eru eldri tölur endurskoðaðar, yfirleitt til hækkunar vegna síðbúinna gagna. Sjá nánar í kafla 3 Áreiðanleiki og öryggismörk.

0.6 Heimildir

Fyrirtækjaskrá Hagstofu Íslands og staðgreiðslugögn. Staðgreiðslugögn koma frá ríkisskattstjóra en öllum þeim sem teljast launagreiðendur samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, þ.e. þeir sem inna af hendi eða reikna greiðslur sem teljast vera laun, ber að útfylla og skila sundurliðun launatekna mánaðarlega til ríkisskattstjóra.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um Hagstofu Íslands nr. 163/2007.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun

Engin.

0.9 Ákvæði vegna EES og ESB

Á ekki við.

1. Efni


1.1 Efnislýsing

Mánaðarlegar tölur um fjölda launagreiðenda og launþega á Íslandi.

1.2 Tölfræðileg hugtök

Launagreiðandi: Sá sem skilar sundurliðun launatekna fyrir a.m.k. einn launþega í gegnum staðgreiðslukerfi ríkisskattstjóra.

Launþegi: Sá sem fær launagreiðslur gegnum staðgreiðslukerfi ríkisskattstjóra, óháð aldri, búsetu og ríkisfangi. (Ekki talið með: Greiðslur úr fæðingarorlofssjóði, lífeyris- og örorkugreiðslur, atvinnuleysisbætur, félagsaðstoð sveitarfélaga, greiðslur frá Tryggingastofnun, styrkir frá stéttarfélögum, bætur frá tryggingafélögum og greiðslur úr Ábyrgðarsjóði launa).

Launþegar sem fá greitt frá fleiri en einum launagreiðanda: Ef launagreiðendurnir eru í sömu atvinnugrein er launþeginn aðeins talinn einu sinni í þeim flokki. Ef launagreiðendur þeirra eru ekki í sömu atvinnugrein, þá eru þeir taldir með á báðum stöðum en bara einu sinni í samtölu yfir allar atvinnugreinar.

Atvinnugreinaflokkar: Notað er flokkunarkerfið ÍSAT2008. Launagreiðendur eru flokkaðir eftir aðalatvinnugrein þeirra. Launþegar eru flokkaðir eftir aðalatvinnugrein launagreiðenda.

Atvinnugreinaflokkar í veftöflum:
http://hagstofa.is/talnaefni/atvinnuvegir/fyrirtaeki/fyrirtaeki/
  • Allar atvinnugreinar
  • Viðskiptahagkerfið (ÍSAT nr. 03-82, 95-96)
  • Landbúnaður og skógrækt (ÍSAT nr. 01-02)
  • Sjávarútvegur (ÍSAT nr. 031, 102)
  • Framleiðsla án fiskvinnslu (ÍSAT nr. 10-33 án 102)
  • Framleiðsla málma (ÍSAT nr. 24)
  • Framleiðsla á málmvörum, að undanskildum vélum og búnaði (ÍSAT nr. 25)
  • Rafmagns-, gas- og hitaveitur (ÍSAT nr. 35)
  • Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (ÍSAT nr. 41-43)
  • Bygging húsnæðis; þróun byggingarverkefna (ÍSAT nr. 41)
  • Mannvirkjagerð (ÍSAT nr. 42)
  • Sérhæfð byggingarstarfsemi (ÍSAT nr. 43)
  • Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum (ÍSAT nr. 45-47)
  • Sala, viðgerðir og viðhald á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum (ÍSAT nr. 45)
  • Heildverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum (ÍSAT nr. 46)
  • Smásöluverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum (ÍSAT nr. 47)
  • Flutningar og geymsla (ÍSAT nr. 49-53)
  • Farþegaflutningar með flugi (ÍSAT nr. 511)
  • Þjónustustarfsemi tengd flutningum með flugi (ÍSAT nr. 5223)
  • Rekstur gististaða og veitingarekstur (ÍSAT nr. 55-56)
  • Rekstur gististaða (ÍSAT nr. 55)
  • Veitingasala og -þjónusta (ÍSAT nr. 56)
  • Upplýsingar og fjarskipti (ÍSAT nr. 58-63)
  • Fjármála- og vátryggingastarfsemi (ÍSAT nr. 64-66)
  • Fasteignaviðskipti (ÍSAT nr. 68)
  • Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi (ÍSAT nr. 69-75)
  • Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta (ÍSAT nr. 77-82)
  • Starfsmannaleigur (ÍSAT nr. 782)
  • Ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og önnur bókunarþjónusta (ÍSAT nr. 79)
  • Fræðslustarfsemi og opinber stjórnsýsla (ÍSAT nr. 84-85)
  • Heilbrigðis- og umönnunarþjónusta (ÍSAT nr. 86-88)
  • Menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi (ÍSAT nr. 90-93)
  • Félagasamtök og önnur þjónustustarfsemi (ÍSAT nr. 94-96 án 942)
  • Önnur þjónustustarfsemi (ÍSAT nr. 95-96)
  • Einkennandi greinar ferðaþjónustu (ÍSAT nr. 491, 4932, 4939, 501, 503, 511, 551-553, 561, 563, 771, 7721, 79)
  • Meðal- og hátækniframleiðsla (ÍSAT nr. 20, 254, 26-30, 325)
  • Hátækniþjónusta (ÍSAT nr. 53, 58, 60-63, 72)
  • Upplýsingatækni og fjarskipti (ÍSAT nr. 261-264, 268, 465, 582, 61-62, 631, 951)
  • Upplýsinga- og dagskrármiðlun (ÍSAT nr. 581, 59-60, 639)
  • Tækni- og hugverkaiðnaður (ÍSAT nr. 20, 254, 26-30, 325, 53, 58, 60-63, 72)
  • Skapandi greinar (ÍSAT nr. 3212, 58-60, 6201-6202, 7021, 7111, 731, 741-743, 8552, 90, 9101-9102)

Veftafla um fjölda launþega í einkennandi greinum ferðaþjónustu:
https://hagstofa.is/talnaefni/atvinnuvegir/ferdathjonusta/hagvisar-i-ferdathjonustu/
  • Einkennandi greinar ferðaþjónustu (ÍSAT nr. 491, 4932, 4939, 501, 503, 511, 551-553, 561, 563, 771, 7721, 79)
  • Farþegaflutningar með flugi (ÍSAT nr. 511)
  • Rekstur gististaða (ÍSAT nr. 55)
  • Veitingasala og -þjónusta (ÍSAT nr. 56)
  • Ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og bókunarþjónusta (ÍSAT nr. 79)
  • Aðrar atvinnugreinar tengdar ferðaþjónustu (ÍSAT nr. 4932, 4939, 771, 7721)

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Almanaksmánuður.

2.2 Vinnslutími

Fyrstu tölur eru gefnar út rúmum mánuði eftir að viðmiðunartímabili lýkur. Þær tölur eru endurskoðaðar mánuði seinna, um leið og fyrstu tölur eru birtar fyrir næsta mánuð.

2.3 Stundvísi birtingar

Í samræmi við birtingaráætlun sem er á vef Hagstofu Íslands.

2.4 Tíðni birtinga

Mánaðarlega.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Fjöldi launþega er áætlaður út frá staðgreiðslugögnum og byggir nákvæmni gagna á þeim upplýsingum sem berast frá launagreiðanda til ríkisskattstjóra. Þeir sem eru með rekstur á eigin kennitölu og greiða sjálfum sér laun eru ekki taldir með. Reiknaður er fjöldi einstaklinga sem fengu launagreiðslur í hverjum mánuði. Reynt hefur verið að útiloka greiðslur vegna orlofs- og desemberuppbótar til fyrrvarandi starfsmanna en þó gætu þess háttar greiðslur hafa slæðst með og valdið oftalningu. Sömuleiðis er illmögulegt að leiðrétta fyrir afturvirkum greiðslum til fyrrverandi starfsmanna, t.d. í sambandi við afturvirka kjarasamninga.

Atvinnugreinaflokkun er skv. ÍSAT2008 og byggir á Fyrirtækjaskrá Hagstofu Íslands. Flest fyrirtæki falla innan skilgreiningar einnar atvinnugreinar samkvæmt ÍSAT 2008 staðlinum en sum stærri fyrirtæki eru í fleiri en einni atvinnustarfsemi. Í þeim tilvikum ræður sú atvinnugrein sem færir fyrirtækinu hærri rekstrartekjur. Dæmi um fyrirtæki í einni eða fleiri starfsemi eru sjávarútvegsfyrirtæki sem eru bæði í veiðum og vinnslu. Fiskveiðar tilheyra deild 03, fiskveiðar og fiskeldi, en fiskvinnsla tilheyrir deild 10, matvælaframleiðslu. Í þessu talnaefni og í eru flokkar "031 Fiskveiðar" og "102 Fiskvinnsla". teknir saman.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum

Launagreiðendur skila ekki alltaf gögnum í tæka tíð. Röng atvinnugreinaskráning fyrirtækja getur einnig valdið skekkju.

3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar

Ekki verða áætluð skekkjumörk fyrir þessar hagtölur. Þó eru birtar upplýsingar um samband milli fyrstu talna og endurskoðaðra talna. Sjá nánar í kafla 4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna.

4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Tölur eru samanburðarhæf milli mánaða. Það getur verið smávægilegt misræmi milli ára ef margir launagreiðendur, eða stórir launagreiðendur, skipta um atvinnugrein. Í Fyrirtækjaskrá Hagstofu miðast atvinnugreinaflokkun við almanaksár og ef fyrirtæki skiptir um atvinnugrein þá er það talið vera í þeirri atvinnugrein frá upphafi ársins sem skiptin eiga sér stað.

Fjöldi launagreiðenda og launþega er oft aðeins vanmetinn á nýliðnum tímabilum. (Sjá kafla 4.3.) Nauðsynlegt er að hafa það í huga þegar verið er að bera saman seinustu tímabil við fyrri tímabil.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur

Hér eru taldir allir sem fá laun gegnum staðgreiðslukerfi ríkisskattstjóra, óháð aldri, búsetu og þjóðerni. Þannig teljast með börn í unglingavinnu og fólk sem hefur aldrei haft fasta búsetu á Íslandi. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar borið er saman við aðrar hagtölur. Hér að neðan eru taldar upp nokkrar hagtölur sem Hagstofa reiknar og hvað skilur þær að hagtölum um fjölda launþega og launagreiðenda.

Skammtímavísitölur um fjölda starfsmanna (STS), birtar á vef hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat:
  • http://ec.europa.eu/eurostat/web/short-term-business-statistics/overview/sts-in-brief
  • STS-vísitölur ná ekki yfir allar atvinnugreinar.
  • Fólk sem er í fæðingarorlofi, án þess að fá greiðslur frá atvinnurekanda, er talið með í STS.

Rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja (R&E)
, birt á heimasíðu Hagstofu Íslands:
  • https://hagstofa.is/talnaefni/atvinnuvegir/fyrirtaeki/
  • Aðeins fyrirtæki sem skila skattskýrslu eru í R&E, t.d. fæst opinber fyrirtæki => lægri tölur í R&E
  • Í R&E eru tölur á ársgrundvelli.
  • Í R&E er meðalfjöldi launþega í hverju fyrirtæki reiknaður sem meðaltal yfir þá mánuði sem fyrirtækið greiddi laun en ekki sem ársmeðaltal. => Ef fyrirtækið greiddi bara laun hluta árs þá eru tölur í R&E.

Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands (VMR), birt á heimasíðu Hagstofu Íslands:
  • VMR er úrtakskönnun, ekki heildartalning.
  • Í þýði VMR eru allir 16-74 ára með lögheimili á Íslandi. Þeir sem eru eldri, yngri eða hafa lögheimili erlendis lenda ekki í úrtaki.
  • VMR telur alla starfandi, einnig eigin atvinnurekendur og þá sem vinna launalaust.
  • Í VMR er atvinnugreinaflokkun eftir einstaklingum, þannig að aunþegar flokkast ekki í alltaf aðalatvinnugrein launagreiðenda.

4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Allar tölur eru bráðabirgðatölur. Tölur geta breyst eftir fyrstu birtingu vegna síðbúinna skila launagreiðenda. Slíkar breytingar leiða yfirleitt til hækkunar. Tölur geta einnig breyst afturvirkt ef fyrirtæki skiptir um atvinnugrein, en slíkar breytingar gilda alltaf afturvirkt í Fyrirtækjaskrá Hagstofu, a.m.k. aftur til seinustu áramóta og stundum lengra aftur í tíma.

Að jafnaði hækka tölur frá fyrstu til annarrar birtingar. Þetta er þó breytilegt og eftir því sem atvinnugreinar eru minni er meiri hætta á miklum sveiflum.

Tölur um fjölda launagreiðenda breytast yfirleitt hlutfallslega meira við endurskoðun en en tölur um fjölda launþega. Helsta ástæðan er að þeir sem skila gögnum seint eru yfirleitt launagreiðendur með fáa launþega.

Tölulegar upplýsingar um endurskoðun birtra hagtalna má finna í skjalinu "Fjöldi launagreiðenda og launþega - endurskoðun talna" sem er birt í flokkinum "Lýsigögn" (https://hagstofa.is/talnaefni/atvinnuvegir/fyrirtaeki/).

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

  • Fréttir birtar á vef Hagstofunnar
  • Hagtölur, efnisflokkaðar veftöflur

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Grunngögn eru varðveitt sem trúnaðarupplýsingar á Hagstofunni. Aðgangur að grunngögnum er bundin við þá starfsmenn Hagstofunnar sem vinna með gögnin. Sjá nánar á: https://hagstofa.is/thjonusta/

5.3 Skýrslur

Sjá ofan.

5.4 Aðrar upplýsingar

Frekari upplýsingar má fá hjá Fyrirtækjasviði Hagstofu.

© Hagstofa �slands, �ann 9-2-2017