Gistiskýrslur 2012


  • Hagtíðindi
  • 12. apríl 2013
  • ISSN: 1670-4584


Sækja pdf skjal
Gistinætur voru rúmar 3,7 milljónir hér á landi árið 2012 og fjölgaði um 15,1% frá fyrra ári. Gistinætur erlendra gesta voru um 77% af heildarfjölda gistinátta á árinu. Þeim fjölgaði um 18% frá árinu 2011 en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 6%. Mikil aukning hefur orðið á seldum gistinóttum á undanförum árum. Þannig hefur heildarfjöldi gistinátta aukist um ríflega eina milljón eða um 36,7% á síðastliðnum 5 árum. Eins og mörg undanfarin ár gistu Þjóðverjar flestar nætur, þá Bretar og svo Bandaríkjamenn. Gistinóttum Kínverja fjölgaði þó hlutfallslega mest í samanburði við árið 2011 eða um 72%.

Til baka