Frétt

fimmtudagur 21. nóvember 2013
Nr. 227/2013

Útgáfa OECD-ritsins Health at a Glance 2013

Efnahags- og framfarastofnunin í París (OECD) hefur gefiđ út ritiđ „Health at a Glance 2013, OECD indicators“. Í ritinu má finna margvíslegar upplýsingar um heilbrigđismál í ađildarríkjum stofnunarinnar sem nú eru 34 talsins. Ritiđ skiptist í átta kafla sem fjalla um heilbrigđisástand, áhrifaţćtti heilbrigđis ađra en lćknisfrćđilega, mannafla, starfsemi heilbrigđisţjónustunnar, gćđi, ađgengi, heilbrigđisútgjöld og fjármögnun og ţjónustu viđ aldrađa og langveika.

Fréttatilkynningu OECD á ensku er hćgt ađ nálgast á heimasíđu OECD.

Ísland í samanburđi viđ önnur ríki OECD

Útgjöld til heilbrigđismála

Heildarútgjöld til heilbrigđismála á mann drógust saman í einu af hverjum ţremur ríkja OECD milli áranna 2009 og 2011, mest í ţeim ríkjum sem urđu verst fyrir efnahagskreppunni. Ísland er ţar á međal međ 3,8% samdrátt ađ međaltali á ári. Er ţetta viđsnúningur frá aukningu útgjalda sem einkenndi árin fram ađ kreppunni. Útgjöld til heilbrigđismála í heild í ríkjum OECD voru ađ međaltali 9,3% af vergri landsframleiđslu (VLF) ríkjanna áriđ 2011. Í Bandaríkjunum var hlutfalliđ langhćst eđa 17,7% en nćsthćst í Hollandi, 11,9%. Ísland var í 19. sćti ríkja OECD á ţennan mćlikvarđa ásamt Finnlandi međ 9,0%.

Ađ međaltali vörđu ríki OECD 3.322 Bandaríkjadölum (USD) á mann til heilbrigđismála áriđ 2011 miđađ viđ jafnvirđisgildi dollars (PPP). Á Íslandi námu útgjöldin 3.305 USD á mann, í Noregi 5.669 USD, í Danmörku 4.448 USD, í Svíţjóđ 3.925 USD og í Finnlandi 3.374 USD ţetta sama ár. Í Bandaríkjunum voru útgjöldin hins vegar mest eđa 8.508 USD á mann.

 

Fjórir af hverjum fimm telja sig viđ góđa heilsu
Fjórir af hverjum fimm fullorđnum á Íslandi (78%) töldu sig vera viđ góđa heilsu áriđ 2011 í samanburđi viđ 69% fullorđinna í ríkjum OECD ađ međaltali. Er ţetta hlutfall almennt lćgra međal tekjulágra en tekjuhćrri. Lífslíkur íslenskra karla viđ fćđingu voru 80,7 ár, hćstar OECD-ríkja og lífslíkur kvenna 84,1 ár eđa í 8. sćti OECD-ríkja.

Ţriđjungur dauđsfalla í ríkjum OECD er vegna hjarta- og ćđasjúkdóma og fjórđungur af völdum  krabbameina. Aldursstöđluđ dánartíđni vegna blóđţurrđarsjúkdóma lćkkađi um 42% ađ međaltali í ríkjum OECD tímabiliđ 1990-2011 en 47% á Íslandi (1990-2009). Dánartíđni af völdum sjúkdóma í heilaćđum lćkkađi einnig, en ţó minna hér (41%) en í löndum OECD ađ međaltali (51%). Á sama tíma dróst dánartíđni vegna krabbameina í heild saman ađ međaltali um 14% í ríkjum OECD en um 16% á Íslandi.

Áriđ 2011 var tíđni ungbarnadauđa lćgst á Íslandi eđa sem svarar 1,6 látnum á fyrsta ári af 1000 lifandi fćddum. Međaltal OECD-landa var 4,1. Börn međ lága fćđingarţyngd (undir 2500 grömmum) voru einnig hlutfallslega fćst hér á landi.

Áćtlađ er ađ á árinu 2011 hafi 3,3% einstaklinga á aldrinum 20-79 ára á Íslandi veriđ međ sykursýki. Er ţetta lćgsta hlutfall á međal OECD-landa ţar sem međaltaliđ er áćtlađ 6,9%.

Reykingar minnka en ofţyngd eykst
Ţó margt hafi áunnist í ađ bćta heilsufar ţjóđa ţá eiga lífsstílsţćttir eins og reykingar, áfengisneysla, offita, óhollt matarćđi og hreyfingarleysi enn stóran ţátt í sjúkdómabyrđinni í ríkjum OECD.

Reykingar drógust saman um 20% ađ međaltali í löndum OECD síđastliđinn áratug, en nokkru meira hér á landi. Áriđ 2011 reyktu rúm 14% fullorđinna á Íslandi daglega samanboriđ viđ 21% í löndum OECD ađ međaltali. Almennt reykir hćrra hlutfall karla en kvenna en á Íslandi, í Danmörku, Noregi og á Bretlandi voru reykingar svipađar hjá kynjunum.

Reykingar og áfengisdrykkja 15 ára ungmenna voru međ ţví minnsta hér á landi miđađ viđ 26 lönd OECD árin 2009-2010 en hlutfall of ţungra ungmenna var heldur hćrra hér (17%) en međaltal OECD (15%).

Rúmlega helmingur fullorđinna er nú talinn of ţungur eđa of feitur í 20 af 34 löndum OECD, ţ.á m. á Íslandi. Áriđ 2011 var hlutfall of feitra hćst í Bandaríkjunum eđa rúm 36% en lćgst í Kóreu og Japan, um 4%. Á sama tíma var ţetta hlutfall 21% á Íslandi en 10-17% á hinum Norđurlöndunum. Samkvćmt skýrslu OECD voru sjö ađildarlönd međ hćrra hlutfall of feitra en Ísland.

Hlutfall hjúkrunarfólks hćrra á Íslandi en međaltal OECD
Á Íslandi voru 3,5 starfandi lćknar á hverja 1000 íbúa áriđ 2011 eđa svipađ og á hinum Norđurlöndunum ţar sem hlutfalliđ var 3,3-3,9. Međaltaliđ fyrir OECD var 3,2. Ţriđjungur lćkna hér á landi var konur samanboriđ viđ 44% í ríkjum OECD ađ međaltali.

Samanlagđur fjöldi hjúkrunarfrćđinga og sjúkraliđa var 15 á hverja 1000 íbúa á Íslandi sem er svipađ og í Belgíu og Danmörku en var 13 í Noregi, 11 í Svíţjóđ og 10 í Finnlandi. Međaltal fyrir OECD lönd var níu. Ljósmćđur voru hlutfallslega flestar á Íslandi miđađ viđ önnur OECD-lönd.

Tíđni keisaraskurđa lćgst á Íslandi
Komur til lćkna voru 6,1 á íbúa á Íslandi en 6,7 ađ međaltali í ríkjum OECD. Legur (útskriftir) á sjúkrahúsum voru hlutfallslega fćrri og međallegutími styttri (2009) en ađ međaltali í löndum OECD (2011). Voru fleiri kransćđavíkkanir framkvćmdar hér á 100.000 íbúa en ađ međaltali í löndum OECD. Tíđni keisaraskurđa hefur víđa aukist á síđustu árum en ţađ á ekki viđ um Ísland. Var tíđni ţeirra lćgst hér á landi áriđ 2011, tćplega 15% af lifandi fćddum en hćst 49% í Mexíkó. Var hlutfalliđ 27% ađ međaltali í ríkjum OECD.

Lyfjanotkun er mjög breytileg milli landa. Áriđ 2011 var notkun sykursýkislyfja nćstminnst á Íslandi af löndum OECD eđa 39 dagskammtar á hverja 1000 íbúa á dag en međaltaliđ fyrir OECD var 60. Helst ţađ í hendur viđ lága tíđni sykursýki hér á landi samanboriđ viđ önnur lönd. Notkun ţunglyndislyfja var aftur á móti mest á Íslandi, 106 dagskammtar á hverja 1000 íbúa á dag eđa nćstum helmingi meiri en ađ međaltali í ríkjum OECD (56). Notkun blóđfitulćkkandi lyfja og lyfja viđ háţrýstingi var hér undir međaltali OECD.

Gćđi heilbrigđisţjónustunnar
Frá árinu 2007 hafa sérstakir gćđavísar veriđ birtir í Health at a Glance en ţeir gefa vísbendingar um gćđi heilbrigđisţjónustunnar. Gćđavísunum hefur fjölgađ og ţeir ná nú yfir fleiri sviđ ţjónustunnar en val gćđavísa takmarkast af ýmsum ţáttum, s.s. samanburđarhćfi upplýsinga og ađgengi ađ ţeim. Ţetta ber ađ hafa í huga ţegar upplýsingar eru skođađar frá einstökum ríkjum.

Á Íslandi er árangur af međferđ viđ kransćđastíflu, mćldur sem hlutfall látinna innan 30 daga eftir innlögn, sá sjötti besti. Á árinu 2011 létust 5,7 af hverjum 100 sjúklingum, 45 ára og eldri, sem voru lagđir inn vegna bráđrar kransćđastíflu. Ţetta hlutfall var lćgra í Svíţjóđ, Noregi og Danmörku en ţađ var hćrra ađ međaltali í löndum OECD eđa 7,9. Á árinu 2011 létust 7,4 af hverjum 100 sjúklingum, 45 ára og eldri, innan 30 daga eftir innlögn vegna heilaáfalls tengt blóđţurrđ á Íslandi. Međaltal OECD-ríkjanna var 8,5.

Ísland er í fjórđa sćti ţegar kemur ađ leiđréttum lífshorfum eftir greiningu brjóstakrabbameina á síđustu árum, en reikna má međ ađ 87,5% ţeirra kvenna sem greinast međ brjóstakrabbamein lifi í 5 ár eđa lengur. Bestar lífshorfur eru í Bandaríkjunum, 89,3%. Međaltal OECD-ríkjanna er 84,4%.

Ađgengi ađ heilbrigđisţjónustu
Hlutur heimila í heilbrigđisútgjöldum var 18% á Íslandi áriđ 2011 en 20% ađ međaltali í löndum OECD. Samanburđur 24 Evrópulanda áriđ 2011 sýnir ađ algengara var ađ fólk sleppti ţví ađ fara til tannlćknis en lćknis ţó ţess vćri ţörf. Var hlutfall ţeirra sem ekki fóru til tannlćknis hćst á Íslandi (13,7%) og ţví nćst á Ítalíu, í Portúgal, Póllandi og Svíţjóđ og var mun hćrra hjá tekjulágum en tekjuháum.

Hlutur heimila í tannlćknakostnađi í heild var hlutfallslega hár á Íslandi miđađ viđ önnur OECD lönd eđa 82% samanboriđ viđ 55% ađ međaltali í löndum OECD áriđ 2011. Á hinum Norđurlöndunum var hlutfalliđ á bilinu 57-73%.

Hjúkrunarrými á Íslandi fleiri en almennt í löndum OECD
Áriđ 2011 bjuggu 4% 65 ára og eldri á stofnunum sem veita langtíma hjúkrun í ríkjum OECD ađ međaltali. Sambćrilegt hlutfall hér á landi var 6% (2010), um 5% í Finnlandi, Noregi og Svíţjóđ en rúm 4% í Danmörku.

Á sama tíma voru á Íslandi 70 hjúkrunarrými (á hjúkrunarheimilum og sjúkrahúsum) á hverja 1000 íbúa 65 ára og eldri en međaltal 19 OECD-ríkja var 49. Hćst var hlutfalliđ í Lúxemborg (79) og Svíţjóđ (73) en lćgst á Ítalíu (19).Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getiđ heimildar.

Nánari upplýsingar veitir Sigríđur Vilhjálmsdóttir í síma 528 1054.

 

Leita Leit

Byggir á LiSA CMS. Eskill -LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi