Frétt

mánudagur 24. nóvember 2008
Nr. 195/2008

Greiðslujöfnunarvísitala 2008


Greiðslujöfnunarvísitala samkvæmt lögum nr. 133/2008, „um breytingu á lögum nr. 63/1985, um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga, með síðari breytingum“

Hagstofa Íslands birtir nú útreikning á greiðslujöfnunarvísitölu samkvæmt lögum „um breytingu á lögum nr. 63/1985, um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga, með síðari breytingum“, sem samþykkt voru á Alþingi 17. nóvember 2008. Samkvæmt 6. gr. laganna skal greiðslujöfnunarvísitalan vera „samsett af launavísitölu, sbr. lög um launavísitölu, sem vegin er með atvinnustigi“, en þar er átt við „hlutfall sem miðast við 100% að frádregnu atvinnuleysi í hlutfalli af vinnuafli í viðkomandi mánuði samkvæmt uppgjöri Vinnumálastofnunar“.

Útreikningsaðferðir við greiðslujöfnunarvísitölu eru því ákvarðaðar í lögunum en ekki af Hagstofu Íslands. Ennfremur er þar kveðið á um hvaða gögn skuli notuð við útreikninginn. Vísað er á vef Vinnumálastofnunar varðandi fyrirspurnir um skilgreiningar og aðferðir við útreikning á atvinnustigi. Upplýsingar um aðferðir við útreikning launavísitölu er að finna á vef Hagstofu Íslands. Öðrum fyrirspurnum um vísitöluna er vísað til félags- og tryggingamálaráðuneytis.

Grunntími nýrrar greiðslujöfnunarvísitölu er nóvember 2008 og er hún reiknuð aftur til janúar 2008. Greiðslujöfnunarvísitala sem birt er í einum mánuði gildir til greiðslujöfnunar frá og með fyrsta degi næsta mánaðar. Launavísitala sem áður var notuð til greiðslujöfnunar tekur frá nóvember 2008 sömu breytingum í hverjum mánuði og hin nýja greiðslujöfnunarvísitala. Framvegis mun Hagstofa Íslands uppfæra vísitölur til greiðslujöfnunar í veftöflu næsta virka dag eftir birtingu launavísitölu Hagstofu Íslands. Greiðslujöfnunarvísitala frá janúar 2008 til desember 2008 er eins og hér segir:

Janúar 93,0
Febrúar 93,2
Mars 94,2
Apríl 95,0
Maí 96,1
Júní 97,0
Júlí 97,4
Ágúst 98,5
September 99,2
Október 99,6
Nóvember 100,0
Desember 99,7

TalnaefniÖllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Hjálmarsson í síma 528 1010.

 

Leita Leit

Byggir á LiSA CMS. Eskill -LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi