Frétt

fimmtudagur 9. september 2010
Nr. 178/2010

Starfsfólk í háskólum í nóvember 2009


Starfsmönnum í skólum á háskólastigi fćkkar og eru nú tćplega 3.000
Starfsmönnum í skólum á háskólastigi hefur fćkkađ um 125 frá síđasta skólaári (4,1%) og stöđugildum um 54 (2,3%). Á sama tímabili fjölgađi nemendum í skólum á háskólastigi um 5,8%. Frá ţví ađ gagnasöfnun Hagstofu Íslands hófst fyrir áratug hefur stöđugildum starfsfólks í skólum á háskólastigi fjölgađ ár frá ári ţar til nú. Starfsmenn í nóvember 2009 voru 2.923 í 2.285 stöđugildum. Í ţessum tölum eru allir starfsmenn taldir, jafnt ţeir sem sinna kennslu sem öđrum störfum. Starfsmenn sem sinna kennslu voru 1.950 í 1.341 stöđugildum en í nóvember 2008 voru ţeir 2.039 í 1.334 stöđugildum. Starfsmönnum viđ kennslu hefur ţví fćkkađ um 89, eđa 4,4%, en stöđugildum starfsmanna viđ kennslu hins vegar fjölgađ um sjö (0,5%) á tímabilinu.

 

Lektorum, ađjúnktum og stundakennurum fćkkar mest en prófessorum fjölgar
Rúmlega helmingur (55,4%) starfsfólks viđ kennslu eru ađjúnktar og stundakennarar. Stöđugildi ţessa hóps eru 520 af 1.341 stöđugildi starfsmanna viđ kennslu eđa 38,8%. Frá fyrra ári hefur lektorum í hópi starfsmanna fćkkađ um 38 (12,4%) og ađjúnktum og stundakennurum um 113 (9,2%). Á sama tíma hefur fjölgađ um 15 í hópi prófessora (5,3%). Ţá hefur ţeim starfsmönnum fćkkađ á milli ára sem vinna minna en 0,75 stöđugildi en ţeim hefur fjölgađ sem vinna 0,75-1,25 stöđugildi. Líklegt er ađ í kjölfar samdráttar hafi lausráđnum starfsmönnum fćkkađ en fastráđiđ starfsfólk međ lengri starfsaldur haldi stöđu sinni. Prófessorar, dósentar og lektorar eru á bilinu 12-14% háskólakennara hver starfsstétt fyrir sig. Ađ međtöldum ađjúnktum og stundakennurum eru stöđugildi allra ţessara starfshópa viđ kennslu 93,9% stöđugilda viđ kennslu en 6,1% eru mönnuđ af sérfrćđingum, sérhćfđu starfsfólki og stjórnendum.

Ţegar háskólakennarar eru taldir eftir starfsheiti og kyni má sjá ađ kynjamunur er mestur međal prófessora. Karlar eru 75,4% prófessora en konur 24,6%. Í hópi dósenta eru karlar 64,0% og í hópi lektora eru karlar 50,6%. Međal lausráđinna stundakennara og ađjúnkta eru konur fleiri eđa 53,5% en karlar eru 46,5%.

 


Starfsfólki yfir sextugt fjölgađi frá fyrra ári en fćkkađi í öđrum aldursflokkum
Starfsmönnum háskóla sem eru sextugir og eldri fjölgađi um 19 frá nóvember 2008 en í öđrum aldursflokkum fćkkađi. Ef ađeins er litiđ á starfsfólk viđ kennslu fjölgađi einnig í aldurshópi kennara undir ţrítugu. Starfsmenn háskóla eru flestir á aldrinum 40-49 ára eđa 803 í 630 stöđugildum. Nćst flestir eru á aldrinum 50-59 ára eđa 787 í 660 stöđugildum. Samtals er rúmur helmingur (54,4%) starfsmanna skóla á háskólastigi á aldrinum 40-59 ára.

 

Um gögnin
Gögn um starfsfólk í háskólum eru fengin frá Fjársýslu ríkisins og frá skólunum. Til starfsfólks á háskólastigi telst allt starfsfólk sem var í launađri vinnu í nóvember 2009 hjá háskólum og sérskólum á háskólastigi. Til starfsfólks viđ kennslu teljast ţeir sem stunduđu einhverja kennslu á viđmiđunartímanum. Kennarar sem ekki voru viđ kennslu í nóvember, s.s. vegna barneigna eđa námsleyfis, eru ekki taldir međal kennara, en teljast ţó međ í heildarfjölda starfsfólks ef ţeir fengu laun á tímabilinu. Menntun starfsfólks byggist á hćstu gráđu eđa prófi sem starfsmađur hefur lokiđ.

TalnaefniÖllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getiđ heimildar.

Nánari upplýsingar veitir Konráđ Ásgrímsson í síma 528 1043.

 

Leita Leit

Byggir á LiSA CMS. Eskill -LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi