FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 04. DESEMBER 2015

Gistinætur á hótelum í október voru 238.000 sem er 30% aukning miðað við október 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 88% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 40% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 12%.

Flestar gistinætur á hótelum í október voru á höfuðborgarsvæðinu eða 165.900 sem er 29% aukning miðað við október 2014. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 34.400. Erlendir gestir með flestar gistinætur í október voru; Bretar með 44.300, Bandaríkjamenn með 28.800 og Þjóðverjar með 12.700 gistinætur.

Á tólf mánaða tímabili nóvember 2014 til október 2015 voru gistinætur á hótelum 2.718.740 sem er fjölgun um 20% miðað við sama tímabil ári fyrr.

62% nýting herbergja á hótelum í október 2015
Nýting herbergja var best á höfuðborgarsvæðinu í október eða um 77%.

Gistinætur á hótelum

  Október    Nóvember - október   
  2014 2015 % 2013-2014 2014-2015 %
             
Alls 182.734 238.047 30 2.270.140 2.718.739 20
Höfuðborgarsvæði 128.520 165.914 29 1.523.717 1.782.563 17
Suðurnes 8.809 11.630 32 107.361 130.162 21
Vesturland og Vestfirðir 5.676 8.334 47 99.364 124.938 26
Norðurland 11.536 12.311 7 167.056 186.268 12
Austurland 3.733 5.476 47 80.672 103.889 29
Suðurland 24.460 34.382 41 291.970 390.919 34
             
Íslendingar 33.255 29.214 -12 339.839 318.942 -6
Erlendir gestir 149.479 208.833 40 1.930.301 2.399.797

24

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Talnaefni

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.