FRÉTT FJÁRMÁL HINS OPINBERA 15. MARS 2007

Út eru komin Hagtíðindi í efnisflokknum þjóðhagsreikningar um fjármál hins opinbera á 4. ársfjórðungi 2006. Í þeim fjórðungi nam tekjuafgangur hins opinbera 20 milljörðum króna sem er nokkru betri afkoma en á 4. ársfjórðungi 2005 er hún mældist 18,6 milljarðar króna. Tekjuafgangur ársins 2006 nam 60,7 milljörðum króna sem svarar til 5,3% af landsframleiðslu en á árinu 2005 nam tekjuafgangurinn hins vegar 53,6 milljörðum króna eða 5,2% af landsframleiðslu. Þessi hagstæða afkoma skýrist fyrst og fremst af góðri tekjuafkomu ríkissjóðs en tekjuafkoma sveitarfélaganna var einnig jákvæð þessi ár eða sem svarar hálfri prósentu af landsframleiðslu.

Fram til þessa hefur ekki reynst unnt að birta miklar sundurliðanir á ársfjórðungsupplýsingum um fjármál hins opinbera en nú hefur verið úr því bætt eins og fram kemur í töflum 5 til 8 í Hagtíðindunum.

Fjármál hins opinbera á 4. ársfjórðungi 2006 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.