Árið 2014 voru 26.801 virk fyrirtæki með tæplega 111 þúsund starfsmenn. Rekstrartekjur þessara fyrirtækja námu rúmlega 3.300 milljörðum króna. Af virkum fyrirtækjum eru 23.718 með færri en 5 starfsmenn og alls 25.180 með færri en 10 starfsmenn. Hjá fyrirtækjum með færri en 10 starfsmenn starfa samtals 32.150 og rekstrartekjur þessara fyrirtækja námu tæpum 708 milljörðum króna árið 2014. Til samanburðar voru einungis 143 fyrirtæki með fleiri en 100 starfsmenn, hjá þeim störfuðu tæplega 42 þúsund og rekstrartekjur námu 1.527 milljörðum króna.
Hagstofa Íslands birtir nú fyrsta skipti tölfræði um skipulag og rekstur fyrirtækja. Tölfræðin byggir á samræmdri aðferðafræði og er samanburðarhæf við fyrirtækjatölfræði í öðrum löndum Evrópu. Tölfræðin byggir á rekstrarframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Hún nær til einkageirans utan landbúnaðar, fjármála- og vátryggingastarfsemi. Opinber stjórnsýsla, heilbrigðis- og félagsþjónusta, fræðslustarfsemi, menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi ásamt starfsemi félagasamtaka er undanskilin. Í þessari útgáfu eru birtar tölur fyrir árin 2012 til 2014 en unnið er að því að lengja tímaraðir aftur til ársins 2008.
Gögnin eru brotin niður eftir atvinnugrein fyrirtækja og fjölda launþega. Birtar eru upplýsingar um fjölda fyrirtækja, fjölda starfsmanna, fjölda launþega, veltu, framleiðsluverðmæti, vinnsluvirði á þáttaverði, vergan rekstrarafgang, heildarkaup á vörum og þjónustu, kaup á vörum og þjónustu til endursölu í óbreyttu ástandi, birgðabreytingar, launakostnað, laun, launatengd gjöld, kostnað vegna almannatrygginga og greiðslur fyrir langtímaleigu og rekstrarleigu á vörum. Upplýsingar um nákvæmari skilgreiningar á breytum eru aðgengilegar í lýsigögnum.
Fjöldi fyrirtækja eftir starfsmannafjölda 2014 | ||||||
Starfsmannafjöldi | ||||||
Alls | 0-4 | 5-9 | 10-49 | 50-100 | > 100 | |
Alls | 26.801 | 23.718 | 1.462 | 1.325 | 150 | 146 |
03/10.2 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða | 1.459 | 1.227 | 94 | 96 | 20 | 22 |
B/C Framleiðsla, án fiskvinnslu; vinnsla hráefna úr jörðu | 1.808 | 1.355 | 177 | 218 | 28 | 30 |
D/E Veitustarfsemi | 146 | 111 | 7 | 16 | 4 | 8 |
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð | 4.556 | 4.143 | 259 | 142 | 8 | 4 |
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á ökutækjum | 3.875 | 3.137 | 377 | 297 | 37 | 27 |
H Flutningar og geymsla | 1.556 | 1.450 | 38 | 46 | 7 | 15 |
I Rekstur gististaða og veitingarekstur | 1.295 | 877 | 144 | 246 | 18 | 10 |
J Upplýsingar og fjarskipti | 2.101 | 1.929 | 71 | 77 | 12 | 12 |
L Fasteignaviðskipti og fasteignaleiga | 2.809 | 2.751 | 39 | 19 | – | – |
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi | 4.342 | 4.119 | 119 | 88 | 7 | 9 |
N Önnur leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta | 1.529 | 1.349 | 97 | 65 | 9 | 9 |
95/96 Önnur þjónustustarfsemi | 1.325 | 1.270 | 40 | 15 | – |
–
|
Fjöldi starfsmanna eftir stærð fyrirtækja 2014 | ||||||
Starfsmannafjöldi | ||||||
Alls | 0-4 | 5-9 | 10-49 | 50-100 | > 100 | |
Alls | 110.948 | 22.565 | 9.585 | 26.478 | 10.402 | 41.918 |
03/10.2 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða | 10.526 | 1.042 | 636 | 2.127 | 1.382 | 5.339 |
B/C Framleiðsla, án fiskvinnslu; vinnsla hráefna úr jörðu | 16.378 | 1.571 | 1.173 | 4.453 | 1.807 | 7.374 |
D/E Veitustarfsemi | 2.251 | 76 | 47 | 344 | 284 | 1.500 |
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð | 9.820 | 4.552 | 1.683 | 2.406 | 548 | 631 |
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á ökutækjum | 23.790 | 3.589 | 2.433 | 5.664 | 2.634 | 9.470 |
H Flutningar og geymsla | 10.229 | 1.467 | 250 | 1.034 | 461 | 7.017 |
I Rekstur gististaða og veitingarekstur | 11.472 | 1.052 | 958 | 5.153 | 1.270 | 3.039 |
J Upplýsingar og fjarskipti | 8.258 | 1.655 | 485 | 1.656 | 857 | 3.605 |
L Fasteignaviðskipti og fasteignaleiga | 1.565 | 1.054 | 248 | 263 | – | – |
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi | 8.461 | 3.784 | 792 | 1.638 | 475 | 1.772 |
N Önnur leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta | 6.174 | 1.258 | 610 | 1.451 | 684 | 2.171 |
95/96 Önnur þjónustustarfsemi | 2.024 | 1.465 | 270 | 289 | – |
– |
Heildarrekstrartekjur fyrirtækja eftir atvinnugreinum 2014 | ||||||
milljónir króna | Starfsmannafjöldi | |||||
Alls | 0-4 | 5-9 | 10-49 | 50-100 | > 100 | |
Alls | 3.323.272 | 473.507 | 234.397 | 749.476 | 339.190 | 1.526.702 |
03/10.2 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða | 355.125 | 19.095 | 19.497 | 68.655 | 40.389 | 207.489 |
B/C Framleiðsla, án fiskvinnslu; vinnsla hráefna úr jörðu | 585.305 | 23.688 | 31.844 | 90.721 | 51.737 | 387.316 |
D/E Veitustarfsemi | 145.274 | 4.336 | 6.260 | 10.310 | 21.962 | 102.407 |
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð | 172.323 | 64.471 | 29.649 | 47.311 | 16.764 | 14.128 |
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á ökutækjum | 1.069.151 | 144.474 | 82.203 | 287.009 | 155.925 | 399.540 |
H Flutningar og geymsla | 358.758 | 20.249 | 5.050 | 86.930 | 7.533 | 238.996 |
I Rekstur gististaða og veitingarekstur | 109.813 | 12.675 | 9.326 | 47.792 | 11.219 | 28.800 |
J Upplýsingar og fjarskipti | 172.666 | 24.552 | 8.675 | 37.200 | 13.910 | 88.330 |
L Fasteignaviðskipti og fasteignaleiga | 87.074 | 72.258 | 5.793 | 9.022 | – | – |
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi | 125.194 | 47.056 | 10.568 | 29.147 | 7.509 | 30.914 |
N Önnur leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta | 130.923 | 33.168 | 23.516 | 33.214 | 12.243 | 28.782 |
95/96 Önnur þjónustustarfsemi | 11.666 | 7.486 | 2.015 | 2.166 | – | – |