FRÉTT LAUN OG TEKJUR 22. OKTÓBER 2015

 

Launavísitala í september 2015 er 531,0 stig og hækkaði um 1,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,2%.

Launavísitala 2014-2015
Desember 1988=100   Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
  Vísitala launa- mánaðar Breyting frá fyrri mánuði, %
  Síðustu 3 mánuði, % Síðustu 6 mánuði, % Síðustu 12 mánuði, %
 
2014          
September 490,6 0,7 6,7 6,5 6,2
Október 493,8 0,6 7,7 6,5 6,6
Nóvember 494,7 0,2 6,1 6,0 6,6
Desember 494,6 0,0 3,3 5,0 6,6
2015          
Janúar 498,1 0,7 3,5 5,6 6,3
Febrúar 500,8 0,5 5,0 5,6 6,4
Mars 502,1 0,3 6,2 4,7 5,6
Apríl 503,2 0,2 4,2 3,8 5,2
Maí 505,7 0,5 4,0 4,5 5,3
Júní 517,1 2,3 12,5 9,3 7,1
Júlí 523,0 1,1 16,7 10,2 7,9
Ágúst 524,7 0,3 15,9 9,8 7,7
September 531,0 1,2 11,2 11,8 8,2
Skýring: Launavísitala er reiknuð og birt skv. lögum nr. 89/1989. Vísitalan miðast við regluleg laun í hverjum mánuði og er reiknuð og birt um miðjan næsta mánuð.

 

Kaupmáttur launa hækkaði um 1,6% frá fyrri mánuði
Vísitala kaupmáttar launa í september 2015 er 126,5 stig og hækkaði um 1,6% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 6,2%.

 

Um launa- og kaupmáttarvísitölu
Launavísitala er verðvísitala sem byggir á gögnum úr launarannsókn Hagstofu Íslands og sýnir breytingar á verði vinnustundar fyrir fasta samsetningu vinnutíma. Vísitalan tekur mið af breytingum reglulegra launa sem greidd eru fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Tekið er tillit til hvers konar álags-, bónus- og kostnaðargreiðslna sem gerðar eru upp á hverju útborgunartímabili. Hvorki er tekið tillit til tilfallandi yfirvinnu né óreglulegra greiðslna enda er í lögum um launavísitölu ætlast til að breytingar á vinnutíma og samsetningu hans hafi ekki áhrif á vísitöluna.

Vísitala kaupmáttar launa byggir á launavísitölu og vísitölu neysluverðs. Almennt eykst kaupmáttur launa þegar laun hækka umfram verðlag en minnkar þegar verðbólga er meiri en launahækkanir. Hafa þarf í huga að kaupmáttur launa er annar en kaupmáttur ráðstöfunartekna. Hagstofan birtir einnig upplýsingar um kaupmátt ráðstöfunartekna þar sem tekið er tillit til heildarlauna, annarra tekna og tilfærslna, svo sem barna- og vaxtabóta, að frádregnum sköttum. Kaupmáttur ráðstöfunartekna er gefinn út árlega og má finna upplýsingar um hann hér.

Talnaefni

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1250 , netfang laun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.