FRÉTT MANNFJÖLDI 23. MARS 2010

Hagstofan hefur uppfært talnaefni á vefsíðu sinni þar sem fólksflutningum 1987–2008 eru gerð skil eftir flutningsdegi. Birtar eru tölur um fjölda fólks í flutningum eftir því hvaðan og hvert er flutt, um flutninga eftir sveitarfélögum og um flutninga eftir fjölda fólks sem flytur saman.

Gögnin hafa verið yfirfarin og leiðrétt frá fyrri útgáfu í mars 2009. Bætt hefur verið við einu ári (1987) framan við tímaröðina. Ennfremur hefur verið tekið tillit til leiðréttinga sem skráðar hafa verið á árinu 2009 og eiga við fyrri ár.

Nokkur munur er á fólksflutningum með þessari uppgjörsaðferð og samkvæmt árlegu uppgjöri Hagstofunnar um búferlaflutninga. Þar er gert upp eftir skráningarári, en hér er miðað við flutningsár. Uppgjör eftir flutningsári veldur því að ekki er hægt að birta tölur fyrir síðasta ár vegna þess að margar tilkynningar eiga eftir að berast. Aðferðin hentar aftur á móti mun betur til rannsókna, t.d. til athugana á árstíðasveiflum.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.