FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 14. FEBRÚAR 2014

Fiskafli íslenskra skipa dróst saman um 22,9% á föstu verði í janúar 2014 samanborið við janúar árið áður. Í tonnum talið dróst afli saman um 57,4% og hefur mikill samdráttur í loðnuafla þar mest að segja. Botnfiskafli dróst lítilega saman í janúar milli ára eða um 3,7% sem skýrir afhverju samdráttur aflans á föstu verði er mun lægri í prósentum talið heldur en samdráttur aflans í tonnum.

Fiskafli
  Janúar   Febrúar - janúar  
  2014 2013 % 2013-2014 2012-2013 %
Fiskafli á föstu verði1
Vísitala 62,0 80,4 -22,9 92,2 89,7 2,8
Fiskafli í tonnum2
Heildarafli 62.509 146.863 -57,4 1.282.035 1.402.923 -8,6
Botnfiskafli 34.173 35.480 -3,7 452.908 424.433 6,7
  Þorskur 20.153 20.173 -0,1 236.310 208.483 13,3
  Ýsa 4.324 4.692 -7,8 45.294 46.649 -2,9
  Ufsi 3.015 3.056 -1,3 57.366 51.453 11,5
  Karfi 3.608 4.334 -16,8 59.740 56.750 5,3
  Annar botnfiskafli 3.072 3.226 -4,8 54.197 61.098 -11,3
Flatfiskafli 1.147 1.510 -24,0 24.928 24.378 2,3
Uppsjávarafli 26.845 109.874 -75,6 789.721 939.517 -15,9
  Síld 1.206 204 491,2 158.539 193.453 -18,0
  Loðna 19.516 109.642 -82,2 363.710 530.258 -31,4
  Kolmunni 6.123 28 21.767,9 113.147 63.376 78,5
  Makríll 154.320 152.413 1,3
  Annar uppsjávarfiskur 0 5 17 -72,2
Skel-og krabbadýraafli 343 14.411 14.506 -0,7
Annar afli 68 89 -23,7
1 Afli á föstu verði er reiknaður út til þess að finna breytingu á verðmæti heildaraflans að gefinni þeirri forsendu að verðhlutföll milli einstakra fisktegunda séu þau sömu og á ákveðnu viðmiðunartímabili sem hér er fiskveiðiárið 2012-2013.
2 Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

 

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.