FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. JÚNÍ 2016

Fiskafli íslenskra skipa í maí 2016 var rúmlega 106 þúsund tonn, sem er 26% minni afli en í maí í fyrra. Uppsjávarafli minnkaði um 41%, fór úr 90 þúsund tonnum niður í tæp 58 þúsund tonn. Botnfiskafli í maí jókst um 8%, fór úr tæpum 40 þúsund tonnum í tæp 43 þúsund tonn, þar af jókst þorskafli um 20%. Á 12 mánaða tímabili hefur aflamagn minnkað um rúmlega 214 þúsund tonn á milli ára, sem er mest megnis vegna minni uppsjávarafla. Aflinn í maí metinn á föstu verði var 5,5% meiri en í maí 2015.

Fiskafli            
  Maí   Júní-maí  
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala 92,7 97,8 5,5 .. .. ..
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 144.352 106.187 -26 1.310.565 1.096.010 -16
Botnfiskafli 39.874 42.920 8 421.237 453.673 8
  Þorskur 19.034 22.761 20 236.208 257.520 9
  Ýsa 3.002 3.102 3 35.019 41.835 19
  Ufsi 5.648 4.963 -12 49.614 46.770 -6
  Karfi 4.976 5.456 10 55.548 62.357 12
  Annar botnfiskafli 7.215 6.638 -8 44.849 45.191 1
Flatfiskafli 3.809 3.245 -15 18.497 25.100 36
Uppsjávarafli 99.044 57.948 -41 860.980 604.717 -30
  Síld 3 22 633 154.869 112.368 -27
  Loðna 0 0 - 353.713 101.089 -71
  Kolmunni 98.927 57.703 -42 181.602 221.660 22
  Makríll 114 223 96 170.740 169.568 -1
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 - 57 32 -43
Skel-og krabbadýraafli 1.624 2.057 27 9.827 12.448 27
Annar afli 2 17 881 23 72 211

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.