FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 19. JANÚAR 2005

Út er komið hefti í efnisflokknum Sjávarútvegur þar sem birtar eru niðurstöður athugana Hagstofunnar um fiskveiðar og fiskvinnslu fyrir árið 2003.
     Þar kemur m.a. fram að afkoma botnfiskveiða versnaði frá árinu 2002 til ársins 2003 en afkoma botnfiskvinnslu batnaði. Hreinn hagnaður botnfiskveiða, reiknaður samkvæmt árgreiðsluaðferð, minnkaði úr 12½% af tekjum í 11% og hagnaður botnfiskvinnslu jókst úr 3% af tekjum í 3½%. Hagur rækjuvinnslu batnaði en hagur hörpudiskvinnslu versnaði á árinu 2003.  Lítil hörpudiskvinnsla var árið 2003. Hagnaður var áfram á rekstri mjölvinnslu en tap varð á rekstri loðnuskipa á árinu 2003.
     Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2003 voru 255 milljarðar króna, heildarskuldir námu 179 milljörðum og eigið fé var 76 milljarðar.

Hagur fiskveiða og fiskvinnslu 2003 - útgáfur  

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.