FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 31. JANÚAR 2024

Heildarafli ársins 2023 var tæplega 1.379 þúsund tonn sem er 3% minni afli en árið 2022. Uppsjávarafli var 946 þúsund tonn og dróst saman um 1% frá fyrra ári. Botnfiskafli nam 403 þúsund tonnum sem er 7% minni afli en árið 2022.

Af botnfisktegundum var þorskaflinn tæp 221 þúsund tonn, ýsa um tæp 70 þúsund tonn og ufsi rúmlega 42 þúsund tonn. Flatfiskafli var 24 þúsund tonn sem er 10% aukning frá fyrra ári. Skelfiskafli var tæplega 6 þúsund tonn sem er 6% samdráttur samanborið við árið 2022.

Aflamagn í desember 2023 var rúm 46 þúsund tonn sem er 4% minni afli en í desember 2022. Botnfiskafli í mánuðinum var um 27 þúsund tonn og dróst saman um 3%. Þar af var þorskaflinn um 17 þúsund tonn rétt eins og í desember 2022. Uppsjávarafli var rúm 18 þúsund tonn sem er 2% minni afli en í desember 2022.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.