Heildarútflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi 2015 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 189,9 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 99,5 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 90,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi en var jákvæður um 77,8 milljarða á sama tíma árið 2014 á gengi hvors árs.
Ferðaþjónusta var stærsti þjónustuliður í bæði inn- og útflutningi og var afgangur af henni 49,5 milljarðar. Útflutningur hennar nam 86,4 milljörðum og innflutningur 36,9 milljörðum. Afgangur vegna ferðaþjónustu var 36,6 milljarðar á sama ársfjórðungi árið 2014 á gengi hvors árs.
Mestur afgangur var hinsvegar af samgöngu- og flutningaþjónustu eða 55,5 milljarðar. Útflutningur þeirra nam 73,1 milljarði og innflutningur 17,6 milljörðum.
Önnur innflutt viðskiptaþjónusta nam 26,5 milljörðum og útflutningur 7,8 milljörðum á þriðja ársfjórðungi. Halli var því mestur af þeirri þjónustu eða 18,7 milljarðar.
Samhliða þessari útgáfu hefur brúartafla sem samræmir staðla vöruviðskipta og greiðslujafnaðar verið uppfærð.
Þjónustuviðskipti við útlönd 2015 | ||||
Alls | 1. ársfj. 2015 | 2. ársfj. 2015 | 3. ársfj. 2015 | |
Verðmæti í milljónum króna | ||||
Útflutt þjónusta | 442.658,0 | 100.690,7 | 152.019,9 | 189.947,5 |
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara | 14.807,2 | 6.278,5 | 5.080,6 | 3.448,1 |
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. | 4.350,6 | 1.341,6 | 1.370,2 | 1.638,8 |
3. Samgöngur og flutningar | 163.032,9 | 36.650,4 | 53.250,4 | 73.132,1 |
4. Ferðalög | 171.831,8 | 30.696,7 | 54.732,0 | 86.403,0 |
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð | 2.224,3 | 338,6 | 638,6 | 1.247,1 |
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta | 1.592,2 | 453,4 | 619,2 | 519,5 |
7. Fjármálaþjónusta | 12.343,7 | 4.084,8 | 4.148,3 | 4.110,5 |
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. | 21.999,6 | 4.445,5 | 15.114,5 | 2.439,5 |
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta | 21.456,7 | 6.695,2 | 7.003,6 | 7.757,9 |
10. Önnur viðskiptaþjónusta | 24.773,9 | 8.389,1 | 8.609,3 | 7.775,5 |
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta | 2.676,3 | 790,2 | 930,2 | 955,8 |
12. Opinber þjónusta ót.a. | 1.568,9 | 526,5 | 522,8 | 519,6 |
Innflutt þjónusta | 273.347,2 | 80.290,9 | 93.508,6 | 99.547,7 |
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara | 0,0 | 0,0 | 0,0 | 0,0 |
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. | 15.202,7 | 4.986,1 | 5.402,9 | 4.813,7 |
3. Samgöngur og flutningar | 47.989,2 | 13.266,2 | 17.114,0 | 17.609,0 |
4. Ferðalög | 95.696,8 | 24.651,6 | 34.136,9 | 36.908,3 |
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð | 586,9 | 206,8 | 156,7 | 223,4 |
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta | 3.843,2 | 1.554,7 | 1.096,2 | 1.192,4 |
7. Fjármálaþjónusta | 7.516,4 | 2.566,5 | 2.491,8 | 2.458,2 |
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. | 9.883,4 | 3.324,0 | 3.404,3 | 3.155,1 |
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta | 15.883,3 | 6.214,4 | 4.907,2 | 4.761,6 |
10. Önnur viðskiptaþjónusta | 71.002,7 | 21.751,4 | 22.798,5 | 26.452,7 |
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta | 4.465,0 | 1.421,8 | 1.397,6 | 1.645,6 |
12. Opinber þjónusta ót.a. | 1.277,6 | 347,3 | 602,6 | 327,7 |
Þjónustujöfnuður | 169.310,8 | 20.399,8 | 58.511,3 | 90.399,8 |
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara | 14.807,2 | 6.278,5 | 5.080,6 | 3.448,1 |
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. | -10.852,1 | -3.644,5 | -4.032,7 | -3.174,9 |
3. Samgöngur og flutningar | 115.043,7 | 23.384,1 | 36.136,4 | 55.523,1 |
4. Ferðalög | 76.135,0 | 6.045,1 | 20.595,1 | 49.494,7 |
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð | 1.637,4 | 131,8 | 481,9 | 1.023,6 |
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta | -2.251,0 | -1.101,2 | -477,0 | -672,8 |
7. Fjármálaþjónusta | 4.827,2 | 1.518,3 | 1.656,6 | 1.652,3 |
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. | 12.116,2 | 1.121,5 | 11.710,2 | -715,5 |
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta | 5.573,5 | 480,8 | 2.096,4 | 2.996,3 |
10. Önnur viðskiptaþjónusta | -46.228,8 | -13.362,3 | -14.189,2 | -18.677,2 |
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta | -1.788,8 | -631,6 | -467,4 | -689,8 |
12. Opinber þjónusta ót.a. | 291,4 | 179,2 | -79,7 | 191,9 |