FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 30. NÓVEMBER 2011

Útflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi 2011 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 108,6 milljarðar en innflutningur á þjónustu 81,4 milljarður króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á þriðja ársfjórðungi var því jákvæður um 27,3 milljarða króna.

Samgöngur er stærsti þjónustuliður í útflutningi á þjónustu og afgangur vegna þeirrar þjónustu var um 22,5 milljarðar. Önnur þjónusta er stærsti liður í innflutningi og nam halli á þeirri þjónustu um 9,8 milljörðum. Afgangur á ferðaþjónustu var um 14,6 milljarðar.

Þjónustuviðskipti við útlönd 2011      
  1. ársfj. 2011 2. ársfj. 2011 3.ársfj. 2011 Alls
Verðmæti í milljónum króna        
Útflutt þjónusta 58.287,3 89.871,4 108.624,2 256.782,8
Samgöngur 28.149,1 37.472,4 48.976,7 114.598,2
Ferðalög 10.043,7 22.119,9 37.978,1 70.141,7
Önnur þjónusta 20.094,5 30.279,0 21.669,5 72.043,0
         
Innflutt þjónusta 62.253,8 71.543,9 81.371,3 215.169,0
Samgöngur 17.266,4 20.007,1 26.439,3 63.712,7
Ferðalög 16.967,7 22.435,1 23.422,2 62.825,0
Önnur þjónusta 28.019,8 29.101,7 31.509,8 88.631,2
         
Þjónustujöfnuður -3.966,6 18.327,5 27.252,9 41.613,8
Samgöngur 10.882,7 17.465,3 22.537,4 50.885,4
Ferðalög -6.924,0 -315,2 14.555,8 7.316,7
Önnur þjónusta -7.925,3 1.177,3 -9.840,3 -16.588,3

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.