Félagsvísar: Lífskjör og lífsgæði barna
Árið 2014 bjuggu 11,4% barna á heimilum sem áttu mjög erfitt með að láta enda ná saman, 10% á heimilum undir lágtekjumörkum og 7,7% á heimilum sem skorti efnisleg gæði. Hlutfall barna sem bjó á heimilum sem áttu mjög erfitt með að láta enda ná saman lækkaði um 2,9 prósentustig á milli ára, hlutfallið undir lágtekjumörkum um 2,2 prósentustig og hlutfallið sem skorti efnisleg gæði um 0,6%.