Þjóðhagsspá á vori 2015
Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði 3,8% árið 2015, 3,2% árið 2016 og rétt undir 3% árin 2017 til 2019 þegar dregur úr stóriðjutengdri fjárfestingu. Aukning einkaneyslu er áætluð 3,8% árið 2015, 3,3% árið 2016, u.þ.b. 3% árin 2017 og 2018 en eitthvað minni árið 2019. Samneysla eykst um 1,5 til 1,8% á ári árin 2015 til 2018 og heldur meira en það í lok spátímans.