Félagsvísar: Byrði húsnæðiskostnaðar 2014
Byrði húsnæðiskostnaðar var að jafnaði hæst hjá leigjendum á almennum markaði árið 2014. Það ár varði dæmigerður leigjandi á almennum markaði 24,3% af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæðiskostnað og 18,7% þeirra vörðu meira en 40% af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæði. Byrðin hækkaði hratt hjá leigjendum eftir 2007.