Hagskýrslusvæði í manntalinu 2011
Í skýrslu þessari er gerð grein fyrir flokkun manntalsgagna í manntalinu 2011 eftir hagskýrslusvæðum. Skilgreind eru þrjú stig þar sem skipting landsins í höfuðborgarsvæði og landsbyggð myndar efsta stigið, skipting landsins í fjóra landshluta annað stigið, en áframhaldandi skipting landsbyggðarinnar í sjö landsvæði hið þriðja. Auk þessarar svæðaflokkunar er gerð grein fyrir skiptingu landsins í 42 talningarsvæði þar sem stærstu sveitarfélögunum er skipt upp í minni svæði, en minnstu sveitarfélögin tekin saman í stærri svæði.