Heiti á íslensku:

COICOP- flokkunarkerfið

 

 

Skammstöfun á íslensku:  

COICOP

 

 

Alþjóðleg fyrirmynd:

Classification of Individual Consumption by Purpose

 

 

Skammstöfun á ensku:

COICOP

 

 

Lagastoð/Uppruni:

COICOP er hluti þjóðhagsreikningakerfis SÞ, sem samþykkt var á 27. fundi Hagskýrslu­nefndar SÞ 1993 (SNA 1993). COICOP var samþykkt hjá SÞ í endanlegri mynd í mars 1999. 

 

 

Núverandi staða:

Notað í neyslukönnunum og vísitölu neysluverðs þ.m.t. samræmdri vísitölu neysluverðs í ríkjum EES. Frá 1999 í alþjóðlegum verðsamanburði fyrir PPP.

 

 

Gildistaka á Íslandi:

Tekið í notkun í bráðabirgðaútgáfu fyrir neyslukannanir 1995 og í grunn vísitölu neysluverðs í mars 1997. Lokaútgáfa tekin í notkun 1999 (fyrstu 12 flokkarnir).

 

 

Gildistími:

Óákveðinn

 

 

Tók við af:

Flokkun skv. SNA 68  og ESA 73

 

 

Uppbygging flokkunar fyrir einkaneyslu í COICOP_ICE:

1. þrep: 12 bálkar merktir 2 tölustöfum
2. þrep: 39 undirbálkar merktir 3 tölustöfum
3. þrep: 96 útgjaldaflokkar merktir 4 tölustöfum
4. þrep:  241 undirflokkar merktir 5 tölustöfum
5. þrep: 459 tegundarflokkar merktir 6 tölustöfum
6. þrep: 737 grunnflokkar merktir 7 tölustöfum

 

 

Lýsing:

COICOP er flokkunarkerfi fyrir vöru og þjónustu til þess gert að sundurliða útgjöld heimilanna þannig að unnt sé að skoða hlut einstakra liða í einkaneyslunni og hvernig þeir tengjast tilfærslum vegna félagsþjónustu (social transfers) og raunneyslu heimilanna (households' real consumption).
Flokkunarkerfið í heild skiptist í 14 útgjaldabálka, en Hagstofan notar aðeins fyrstu 12 bálkana. Bálkur13 tekur til útgjalda vegna stofnana og samtaka sem ekki eru rekin í ágóðaskyni (non-profit institutions serving households) og 14. bálkurinn nær yfir útgjöld hins opinbera vegna einkaneyslu.
Alþjóðlega flokkunin skiptir bálkunum 14 í 58 undirbálka sem aftur greinast í 157 útgjaldaflokka. Þannig er neðsta þrep hennar 4 tölustafa flokkun borið saman við 6 stafa flokkun í íslensku gerðinni.

 

 

Skyld flokkunarkerfi:

CPA (Statistical Classification of Products by Activity)

 

 

Notkunarsvið:

Neyslukannanir, vísitala neysluverðs og þjóðhagsreikningar hjá Hagstofunni.