Þjóðhagsspá
Rannsóknadeild Hagstofu Íslands gefur út þjóðhagsspá sem að jafnaði er gefin út að vori, sumri og vetri. Í þjóðhagsspá er metin efnahagsleg framvinda næstu ára. Staða hagkerfisins greind og spáð fyrir helstu hagstærðum á borð við hagvöxt, fjárfestingu, verðbólgu og þróun á vinnumarkaði. Við gerð þjóðhagsspár er notast við upplýsingar frá öðrum deildum Hagstofunnar en einnig er aflað gagna utan hennar. Helstu upplýsingar eru fengnar úr þjóðhagsreikningum, tölum um vinnumarkað og vísitölur neysluverðs og launa. Rannsóknadeild hefur sama aðgang að gögnum annarra deilda og aðilar utan Hagstofunnar og fær aðgang samkvæmt sömu reglum og gildir um þá.
Talnaefni
- Þjóðhagsspá í júní 2024 28. JÚNÍ 2024
- Þjóðhagsspá í apríl 2024 16. APRÍL 2024
- Þjóðhagsspá í nóvember 2023 17. NÓVEMBER 2023
- Þjóðhagsspá að sumri 30. JÚNÍ 2023
- Þjóðhagsspá í mars 29. MARS 2023