Markmið jafnlaunastefnu Hagstofu Íslands er að allir starfsmenn stofnunarinnar njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að ómálefnalegur launamunur sé ekki til staðar.

Hagstofustjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfi Hagstofu Íslands. Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að þeim lagalegu kröfum og öðrum kröfum sem fylgja jafnlaunakerfinu sé framfylgt. Starfsmannastjóri er fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunakerfið og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012.

Markmið Hagstofunnar er að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem konur og karlar hafi jöfn tækifæri í starfi.

Til þess að ná því markmiði mun Hagstofan:

  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012, það skjalfest og því viðhaldið.
  • Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem í gildi eru og hafa áhrif á jafnlaunakerfið.
  • Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og þannig kanna hvort mælist munur á launum eftir kyni. Niðurstöður greininganna skulu kynntar starfsfólki.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Gera innri úttekt og halda rýni stjórnenda árlega.
  • Kynna stefnuna fyrir öllum starfsmönnum stofnunarinnar og skal hún vera aðgengileg á innri vef Hagstofunnar. Stefnan skal einnig vera aðgengileg almenningi á ytri vef stofnunarinnar.

Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu Hagstofu Íslands.

Samþykkt af yfirstjórn Hagstofu Íslands þann 12.3.2019