Tilraunatölfræði


Eldsneytissala af eldsneytisstöðvum

Samantekt

Hér er tekin saman reiknuð eldsneytissala á bensínstöðvum miðað við meðal verð í hverjum mánuði. Sölunni er skipt upp milli erlendra og íslenskra greiðslukorta. Gögnin gefa góða vísbendingu um samgöngur á ökutækjum í rekstri Íslendinga og aksturs erlendra ferðamanna á sama tíma.

Lýsing

Birtar upplýsingar eru byggðar á gögnum frá íslenskum færsluhirðum. Gögnin innihalda upplýsingar um alla kredit- og debetkortanotkun, en ná ekki yfir kaup með reiðufé, inneignarkortum eða viðskiptakortum sem gætu verið á vegum annarra en lykil færsluhirða. Í daglegum færslum eru viðskipti á eldsneytisdælu aðgreinanleg frá greiðslum sem fara fram inni á bensínstöð, en í mánaðarlegum gögnum er slíkt ekki eins aðgreinanlegt. Eldsneytisverð er byggt á söluverði á um 70 bensínstöðvum. Meðal eldsneyti er greint út frá tölum um dreifingu á eldsneyti á bensínstöðvar.

Markmið

Vonast er til að birting á tímanlegum gögnum um eldsneytissölu gefi góða vísbendingu um hvernig akstur og samgöngur þróast í rauntíma og hvernig neyslumynstur breytist eftir fordæmalausum aðstæðum í kringum yfirstandandi faraldur.

Eldsneytissala 34% lægri í mars 2020 samanborið við 2019

Síðast uppfært: 24. apríl 2020

Eldsneytissala - rúmmál

Reiknuð sala á eldsneyti (í rúmmetrum) í lok mars 2020 var 42% lægri en meðal dagleg sala í mars 2019. Meðal sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra. Samkomubann tók gildi á miðnætti 15. mars 2020, en í aðdraganda þess var sala eldsneytis um 8% hærri en meðal salan í mars 2019. Dagana fyrir samkomubann voru rúm 9% af sölu á erlend greiðslukort, en um miðjan mánuðinn var hlutur þeirra undir 1% af heildar sölu. Eftir að samkomubann var sett á dró úr sölu eldsneytis nokkuð stöðugt á milli vikna, en nokkur aukning í sölu mælist í byrjun apríl.


Eldsneytissala - hlutfall rúmmáls

Hlutur eldsneytis sem keyptur hefur verið á erlend greiðslukort hefur verið á bilinu 8-10% af heildar sölu í desember-janúar, en náð allt að 30% af sölu í júlí og ágúst. Í mars á síðasta ári var hlutur eldsneytis sem keyptur var á erlend greiðslukort yfir 15% af heildar sölu. Sala á erlend greiðslukort var um 8% í upphafi mánaðar. Í upphafi apríl var hlutur erlendra greiðslukorta 0,7%.


Eldsneytissala - hlutfall rúmmáls af greiðslukortaveltu

Heildar sala eldsneytis á bensínstöðvum í desember-febrúar er almennt í kringum 17 þúsund rúmmetrar á mánuði. Þetta magn er um 45% af sölumagni í júli-ágúst, sem hefur verið í kringum 30 þúsund rúmmetrar. Heildar salan í mars 2020 mældist 14.345 rúmmetrar sem er 12,6% minna en lægsta mánaðarsala frá janúar 2016 til janúar 2020.

Sala á öðrum vörum en eldsneyti getur reiknast með í gögnunum, en hér er áætlað að slík sala nemi aðeins um 6% af heildar veltu á bensínsstöðvum (utan veitingastaða, þvottastöðva og annarrar þjónustu). Gögnin ná heldur ekki til greiðslu með inneignarkortum, peningum eða greiðsluaðferðum sem fara ekki í gegnum íslenskar greiðslumiðlanir. Rúmlega 70% af sölutölum eru hinsvegar frá bensínsjálfsölum.