Íbúar

Með konungsbréfi árið 1735 var biskupum Íslands gert að safna árlegum skrám frá prestum um giftingar. Upplýsingum um lögskilnaði var byrjað að safna árið 1856 og skilnuðum að borði og sæng árið 1959. Upplýsingum um staðfesta samvist og samvistarslit var byrjað að safna frá árinu 1996. Reglubundin skýrslugerð um stofnun og slit sambúðar hófst árið 2004, en nær aftur til 1991.