Deildarstjóri gagnaþjónustu

Hefur þú brennandi áhuga á gögnum og hefur metnað til þess að verða leiðandi á því sviði?
Hagstofan leitar að deildarstjóra gagnaþjónustu á gagnasviði stofnunarinnar. Gagnaþjónustan gegnir mikilvægu hlutverki í stafrænni vegferð Hagstofunnar og er ætlað að hagnýta nýjar gagnalindir, leiða samskipti við gagnaveitendur og nútímavæða innsöfnun gagna hjá stofnuninni. Deildarstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri deildarinnar og stýrir öflugum hópi sem ber ábyrgð á gögnum og meðhöndlun þeirra í samræmi við stefnu og hlutverk Hagstofunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Áhersla er lögð á verkefnamiðaða starfshætti, samvinnu, stafrænt vinnulag og skilvirkni. Starfið felur í sér fjölþætt samstarf á innlendum og erlendum vettvangi. Um er að ræða mikilvægt starf á nýlega stofnuðu gagnasviði og mun deildarstjórinn taka virkan þátt í uppbyggingu og þróun sviðsins.

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur.
 • Mjög góð samskipta- og samstarfsfærni.
 • Leiðtogafærni, reynsla af stjórnun kostur.
 • Mikil þekking á sviði gagnamála og góð tækniþekking.
 • Góð þekking á tölfræði er kostur.
 • Frumkvæði, fagmennska og drifkraftur.
 • Skipulagsfærni og vönduð vinnubrögð.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og FHSS áður Kjaranefnd hafa gert.

Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út. Allir sem telja sig hæfa í starfið eru hvattir til að sækja um óháð kyni og uppruna. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Hagstofu Íslands við ráðningar í störf.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 11. mars 2024.


Nánari upplýsingar um starfið veita

Ólafur Arnar Þórðarson, olafur.a.thordarson@hagstofa.is, sími 5281000.

Inga Guðrún Birgisdóttir, inga.g.birgisdottir@hagstofa.is, sími 5281096.


Smelltu hér til að sækja um starfið

Deildarstjóri gagnagæða

Hefur þú brennandi áhuga á hagnýtingu gagna og því að auka virði þeirra?
Hagstofa Íslands auglýsir eftir deildarstjóra gagnagæða á gagnasviði. Deild gagnagæða gegnir mikilvægu hlutverki í stafrænni vegferð Hagstofunnar og felst starfið í daglegri stjórnun og faglegri forystu deildarinnar. Deildarstjóri leiðir öflugan hóp í því að auka virði gagna Hagstofunnar með skilvirkni í gagnavinnslu í samræmi við stefnu og hlutverk stofnunarinnar þar sem áhersla er lögð á nútímavæðingu gagnasamskipta, sjálfvirknivæðingu ferla og samræmda högun gagna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Áhersla er lögð á verkefnamiðaða starfshætti, samvinnu, stafrænt vinnulag og skilvirkni. Starfið felur í sér fjölþætt samstarf á innlendum og erlendum vettvangi. Um er að mikilvægt starf á nýlega stofnuðu gagnasviði Hagstofunnar og mun deildarstjórinn taka virkan þátt í uppbyggingu og þróun sviðsins.

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur.
 • Mjög góð samskipta- og samstarfsfærni.
 • Leiðtogafærni, reynsla af stjórnun kostur.
 • Mikil þekking á sviði gagnamála og góð tækniþekking.
 • Þekking á tölfræði er kostur.
 • Frumkvæði, fagmennska og drifkraftur.
 • Skipulagsfærni og vönduð vinnubrögð.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og FHSS áður Kjaranefnd hafa gert.

Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út. Allir sem telja sig hæfa í starfið eru hvattir til að sækja um óháð kyni og uppruna. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Hagstofu Íslands við ráðningar í störf.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 11. mars 2024.


Nánari upplýsingar um starfið veita

Ólafur Arnar Þórðarson, olafur.a.thordarson@hagstofa.is, sími 5281000.

Inga Guðrún Birgisdóttir, inga.g.birgisdottir@hagstofa.is, sími 5281096.


Smelltu hér til að sækja um starfið