Deildarstjóri samskipta og miðlunar

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða öflugan stjórnanda til að leiða nýja deild samskipta og miðlunar. Deildin fer með útgáfumál fyrir stofnunina og veitir sérfræðingum hennar ráðgjöf og stuðning á sviði miðlunar og samskipta.

Í starfinu felst daglegur rekstur deildarinnar,  stefnumörkun, áætlunargerð og forgangsröðun verkefna.  Mikilvægur hluti starfsins verður einnig að byggja upp kunnáttu innan Hagstofunnar á almannatengslum, innleiða nýja og framsækna hætti í miðlun upplýsinga og vera helsti sérfræðingur stofnunarinnar á sviði samskiptamála.

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Stjórnunarfærni
 • Starfsreynsla úr fjölmiðlum
 • Reynsla af almannatengslum er mikill kostur
 • Reynsla og þekking á vefumsjón er kostur
 • Þekking og áhugi á nýjungum á sviði samskiptamiðla
 • Mjög góð samskiptafærni
 • Þekking á tölfræði og framsetningu gagna er kostur
 • Lausnamiðað og umbótasinnað viðhorf

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2018 og skulu umsóknir berast í pósti á: Starfsumsókn,  Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 5281000.

 

Sérfræðingur í hagspá og greiningum

Hagstofa Íslands leitar að starfsmanni í rannsóknadeild stofnunarinnar. Deildin greinir þróun efnahagsmála, gerir þjóðhagsspá og hefur umsjón með opinberri útgáfu hennar. Starfsmaðurinn mun vinna við greiningu á efnahagsmálum, túlkun hagtalna og gerð þjóðhagsspár Hagstofu Íslands.

Hæfniskröfur

 • Háskólagráða í hagfræði, framhaldsmenntun er mikill kostur
 • Reynsla af greiningarstörfum
 • Þekking á hagrannsóknum
 • Mjög gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði íslensku og ensku
 • Góð kunnátta á gagnavinnsluhugbúnað (t.d. Excel, Eviews eða sambærilegt)
 • Góð þekking og mikill áhugi á efnahagsmálum
 • Hlutlægni og fagmennska
 • Samviskusemi, skipulögð vinnubrögð og frumkvæði
 • Góð samskipta- og miðlunarfærni

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2018 og skulu umsóknir berast til:  Starfsumsókn,  Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknafrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 5281000.