Deildarstjóri á greiningasviði
Hefur þú brennandi áhuga á félagsmálatölfræði og vísitölum og vilt vera leiðandi á því sviði?
Laust er til umsóknar starf deildarstjóra á nýju greiningasviði sem gegnir mikilvægu hlutverki í miðlun traustra og áreiðanlegra upplýsinga í samræmi við stefnu og hlutverk Hagstofunnar. Deildarstjóri sinnir daglegri stjórnun og fer með faglega forystu í verkefnum deildarinnar sem ber ábyrgð á fjölbreyttum tölfræðilegum greiningum og hagtölum á sviði félagsmála og vísitalna.
Áhersla er lögð á verkefnamiðaða starfshætti, samvinnu, stafrænt vinnulag og skilvirkni. Starfið felur í sér samstarf á innlendum og erlendum vettvangi. Um nýtt starf er að ræða og mun deildarstjórinn hafa tækifæri til að hafa áhrif á þróun starfsins.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Þekking og reynsla af tölfræðilegri greiningu.
- Samskipta- og samstarfsfærni.
- Skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð.
- Sjálfstæði, frumkvæði og drifkraftur.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
- Leiðtogahæfni og reynsla af stjórnun verkefna.
- Góð tækniþekking.
- Reynsla af hagskýrslugerð.
- Reynsla af alþjóðastarfi er kostur.
Um er að ræða fullt starf. Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru skv. gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2023 og skal sótt um á ráðningarvef ríkisins, www.starfatorg.is.
Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út. Öll kyn eru hvött til að sækja um. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Hagstofu Íslands við ráðningar í störf.
Nánari upplýsingar um starfið veita Emma Ásudóttir Árnadóttir, emma.a.arnadottir@hagstofa.is og Lárus Blöndal, larus.blondal@hagstofa.is eða í síma 5281000.
Deildarstjóri á gagnasviði
Hefur þú brennandi áhuga á gagnamálum og vilt vera leiðandi á því sviði?
Laust er til umsóknar starf deildarstjóra á nýju gagnasviði sem gegnir mikilvægu hlutverki í stafrænni vegferð Hagstofunnar. Deildarstjóri sinnir daglegri stjórnun og fer með faglega forystu í verkefnum deildarinnar sem ber ábyrgð á gögnum og meðhöndlun gagna í samræmi við stefnu og hlutverk Hagstofunnar.
Áhersla er lögð á verkefnamiðaða starfshætti, samvinnu, stafrænt vinnulag og skilvirkni. Starfið felur í sér samstarf á innlendum og erlendum vettvangi. Um nýtt starf er að ræða og mun deildarstjórinn hafa tækifæri til að hafa áhrif á þróun starfsins.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Þekking á sviði gagnamála og góð tækniþekking.
- Samskipta- og samstarfsfærni.
- Skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð.
- Sjálfstæði, frumkvæði og drifkraftur.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
- Leiðtogahæfni og reynsla af stjórnun verkefna.
- Þekking á tölfræði.
- Leiðtogahæfni og reynsla af stjórnun verkefna.
- Reynsla af hagskýrslugerð er kostur.
Um er að ræða fullt starf. Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru skv. gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2023 og skal sótt um á ráðningarvef ríkisins, www.starfatorg.is.
Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út. Öll kyn eru hvött til að sækja um. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Hagstofu Íslands við ráðningar í störf.
Nánari upplýsingar um starfið veita Emma Ásudóttir Árnadóttir, emma.a.arnadottir@hagstofa.is og Margrét Kristín Indriðadóttir, margret.k.indridadottir@hagstofa.is eða í síma 5281000.