Fréttir og tilkynningar

28 Nóv
28. nóvember 2022

Fleiri íbúðir í byggingu árið 2021

Árið 2021 voru 5.042 íbúðir í byggingu á landinu öllu sem er aukning um 1.148 á milli ára. Af heildarfjölda voru 2.892 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Hafist var handa við byggingu 4.338 íbúða á landinu öllu árið 2021 og 3.190 íbúðir fullgerðar. Talnaefni hefur verið uppfært.

28 Nóv
28. nóvember 2022

Nítján fyrirtæki með virkni á fyrra ári gjaldþrota í október

Af 33 fyrirtækjum, sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins og voru tekin til gjaldþrotaskipta í október 2022, voru 19 með virkni á fyrra ári. Þar af voru átta í byggingarstarfsemi, tvö í heild- og smásöluverslun en engin gjaldþrot voru skráð í einkennandi greinum ferðaþjónustu. Níu gjaldþrot voru í öðrum atvinnugreinum. Talnaefni hefur verið uppfært.

25 Nóv
25. nóvember 2022

Þjónustujöfnuður jákvæður um 110,1 milljarð á þriðja ársfjórðungi

Verðmæti þjónustuútflutnings á þriðja ársfjórðungi 2022 er áætlað 263,2 milljarðar króna en verðmæti þjónustuinnflutnings 153,1 milljarður. Fyrir vikið er gert ráð fyrir því að þjónustujöfnuður hafi verið jákvæður um 110,1 milljarð króna en hann var jákvæður um 63,7 milljarða á sama tíma árið áður.

24 Nóv
24. nóvember 2022

Innflytjendur 16,3% íbúa landsins

Innflytjendur á Íslandi voru 61.148 eða 16,3% mannfjöldans þann 1. janúar 2022. Innflytjendum heldur áfram að fjölga og voru þeir 15,5% landsmanna (57.126) í fyrra. Frá árinu 2012 hefur hlutfallið farið úr 8,0% mannfjöldans upp í 16,3%. Innflytjendum af annarri kynslóð fjölgaði einnig á milli ára, voru 6.117 í byrjun árs 2021 en 6.575 1. janúar síðastliðinn.

Lykiltölur

-

Vísitala neysluverðs í og til verðtryggingar í Sæki vísitölu neysluverðs og vísitölu neysluverðs til verðtryggingar...

-

Launavísitala í Sæki launavísitölu...

-

Byggingarvísitala (á útreikningstíma, desember 2021=100) í Sæki byggingarvísitölu...

-

Vísitala framleiðsluverðs í Sæki vísitölu framleiðsluverðs...

-

Mannfjöldi 1. janúar Sæki mannfjölda...

- %

Hagvöxtur Sæki hagvöxt...

- %

Atvinnuleysi í Sæki atvinnuleysi...

- %

Verðbólga í , 12 mánaða breyting vísitölu neysluverðs Sæki verðbólgu, 12 mánaða breytingu vísitölu neysluverðs...

Myndrit

Birtingaráætlun

  • 29. nóvember 2022 Vísitala framleiðsluverðs í október 2022
  • 29. nóvember 2022 Vísitala neysluverðs í nóvember 2022
  • 29. nóvember 2022 Aflaverðmæti á 3. ársfjórðungi 2022
  • 30. nóvember 2022 Þjóðhagsreikningar á 3. ársfjórðungi 2022
  • 30. nóvember 2022 Gistinætur í október 2022
  • 30. nóvember 2022 Vöruviðskipti, nóvember 2021-október 2022
  • 01. desember 2022 Framleiðsla í landbúnaði október 2022
  • 02. desember 2022 Staðgreiðsluskyldar greiðslur í október 2022
  • 02. desember 2022 Starfandi samkvæmt skrám í október 2022