Fréttir og tilkynningar

22 Sep
22. september 2023

Skammtímahagvísar ferðaþjónustu í september

Tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum ársfjórðungi 2023 námu ríflega 160 milljörðum króna samanborið við 113 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2022. Á 12 mánaða tímabili frá júlí 2022 til júní 2023 voru tekjur af erlendum ferðamönnum rúmlega 544 milljarðar króna samanborið við tæplega 332 milljarða fyrir sama tímabil árinu áður.

22 Sep
22. september 2023

Launavísitala hækkaði um 0,3% í ágúst

Launavísitala í ágúst 2023 hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði. Á sama tíma hækkaði vísitala grunnlauna um 0,1%. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,8% og vísitala grunnlauna um 10,4%. Talnaefni hefur verið uppfært.

22 Sep
22. september 2023

Samræmd vísitala neysluverðs í ágúst

Samræmd vísitala neysluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu í ágúst 2023 hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði. Á einu ári hefur vísitalan hækkað um 5,9%. Talnaefni hefur verið uppfært.

21 Sep
21. september 2023

Hrein fjáreign innlendra aðila jákvæð um 1.008 milljarða 2022

Heildarfjáreignir innlendra aðila námu tæplega 37.702 milljörðum króna við árslok 2022 samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum fjármálareikninga eða sem nemur 993% af vergri landsframleiðslu (VLF). Heildarskuldbindingar námu um 36.694 milljörðum króna eða 967% af VLF. Hrein fjáreign innlendra aðila var því jákvæð um 1.008 milljarða króna í lok árs 2022 en var jákvæð um 1.440 milljarða árið áður.

Lykiltölur

-

Vísitala neysluverðs í og til verðtryggingar í Sæki vísitölu neysluverðs og vísitölu neysluverðs til verðtryggingar...

-

Launavísitala í Sæki launavísitölu...

-

Byggingarvísitala (á útreikningstíma, desember 2021=100) í Sæki byggingarvísitölu...

-

Vísitala framleiðsluverðs í Sæki vísitölu framleiðsluverðs...

-

Mannfjöldi 1. janúar Sæki mannfjölda...

- %

Hagvöxtur Sæki hagvöxt...

- %

Atvinnuleysi í Sæki atvinnuleysi...

- %

Verðbólga í , 12 mánaða breyting vísitölu neysluverðs Sæki verðbólgu, 12 mánaða breytingu vísitölu neysluverðs...

Myndrit

Birtingaráætlun

  • 25. september 2023 Vísitala framleiðsluverðs í ágúst 2023
  • 25. september 2023 Vísitala byggingarkostnaðar, mæling í september 2023
  • 26. september 2023 Nýskráningar í ágúst 2023
  • 26. september 2023 Gjaldþrot og fyrri virkni fyrirtækja í ágúst 2023
  • 26. september 2023 Starfsfólk á Háskólastigi 2012-2022/23
  • 27. september 2023 Vinnumarkaðurinn í ágúst 2023
  • 27. september 2023 Starfsemi safna 2021
  • 28. september 2023 Vísitala neysluverðs í september 2023
  • 29. september 2023 Vöruviðskipti í ágúst 2023