Skammtímahagvísar ferðaþjónustu í september
Tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum ársfjórðungi 2023 námu ríflega 160 milljörðum króna samanborið við 113 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2022. Á 12 mánaða tímabili frá júlí 2022 til júní 2023 voru tekjur af erlendum ferðamönnum rúmlega 544 milljarðar króna samanborið við tæplega 332 milljarða fyrir sama tímabil árinu áður.