Fréttir og tilkynningar

16 Jan
16. janúar 2019

Mánaðarlegur vöru- og þjónustujöfnuður fyrir október 2018

Í október 2018 er áætlað verðmæti útflutnings fyrir vöru- og þjónustuviðskipti 124,4 milljarðar en ætlað verðmæti innflutnings fyrir vöru- og þjónustuviðskipti er 112,0 milljarðar. Vöru og þjónustujöfnuður er því áætlaður jákvæður um 12,4 milljarða í október 2018.

15 Jan
15. janúar 2019

Virðisaukaskattskyld velta í september og október 2018

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu, var 4.491 milljarðar á tímabilinu nóvember 2017 til október 2018, sem er 8,5% hækkun miðað við næstu 12 mánuði þar á undan. Á tímabilinu september-október 2018 var veltan 788 milljarðar eða 6,2% hærri en sömu mánuði árið áður.

15 Jan
15. janúar 2019

Fjöldi launþega í október 2018

Frá nóvember 2017 til október 2018, voru að jafnaði 18.230 launagreiðendur á Íslandi og hafði þeim fjölgað um 602 (3,4%) frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Á sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 193.600 einstaklingum laun sem er aukning um 6.200 (3,3%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr.

15 Jan
15. janúar 2019

Heildarafli árið 2018 var um 1.259 þúsund tonn

Samkvæmt bráðabirgðatölum var afli íslenskra skipa árið 2018 rúm 1.259 þúsund tonn sem er 82 þúsund tonnum meiri afli en landað var árið 2017. Aukið aflamagn á milli ára má rekja til meiri botnfisks- og kolmunnaafla.

10 Jan
10. janúar 2019

Aflaverðmæti í september 10,9 milljarðar

Aflaverðmæti úr sjó nam 10,9 milljörðum í september sem er samdráttur um 2,2% samanborið við september 2017. Á 12 mánaða tímabili, frá október 2017 til september 2018, nam aflaverðmæti úr sjó tæpum 124 milljörðum króna sem er 13,2% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Fréttasafn

Lykiltölur

Vísitala neysluverðs í og til verðtryggingar í

Launavísitala í

Byggingarvísitala í

Vísitala framleiðsluverðs í

Helstu vísitölur

Mannfjöldi 1. janúar

%

Hagvöxtur

%

Atvinnuleysi í

%

Verðbólga í , 12 mánaða breyting vísitölu neysluverðs

Myndrit

Created with Highcharts 3.0.7Viltu hlaða niður grafiAðfluttir erlendir ríkisborgararKarlarKonur200320052007200920112013201520170 þús2,5 þús5 þús7,5 þús10 þús2005Karlar: 3.208
Created with Highcharts 3.0.7Viltu hlaða niður grafiHagvöxtur %20032005200720092011201320152017-10-5051015
Created with Highcharts 3.0.7Viltu hlaða niður grafiAtvinnuleysiÁrsmeðaltal %KarlarKonur200320052007200920112013201520170246810
Created with Highcharts 3.0.7Viltu hlaða niður grafiVísitala neysluverðs í desemberÁrshækkun síðustu 12 mánuði %2003200520072009201120132015201705101520

Birtingaráætlun

  • Farþegar um Keflavíkurflugvöll í desember 2018 17. janúar 2019
  • Bílaleigubílar eftir skráningu í janúar 2019 17. janúar 2019
  • Samræmd vísitala neysluverðs í desember 2018 18. janúar 2019
  • Vísitala byggingarkostnaðar fyrir febrúar 2019 21. janúar 2019
  • Skólahald í grunnskólum 2017-2018 21. janúar 2019
  • Lýðfræði fyrirtækja 21. janúar 2019
  • Starfandi í samkvæmt skrám - þriðji ársfjórðungur 2018 22. janúar 2019
  • Lýðfræði fyrirtækja – fjöldi starfsmanna og rekstrartekjur fyrirtækja á fyrsta rekstrarári 23. janúar 2019
  • Mánaðarleg launavísitala í desember 2018 og tengdar vísitölur 23. janúar 2019