Vöruviðskipti óhagstæð um 231,8 milljarða árið 2021
Fluttar voru út vörur fyrir 762,4 milljarða króna árið 2021 og inn fyrir 994,3 milljarða króna cif (926,5 milljarða króna fob). Vöruviðskiptin 2021, reiknuð á cif verðmæti, voru því óhagstæð um 231,8 milljarða króna. Vöruskiptahallinn 2021 var 86,6 milljörðum króna meiri en árið 2020 þegar vöruviðskiptin voru óhagstæð um 145,3 milljarða á gengi hvors árs.