Fréttir og tilkynningar

26 Okt
26. október 2021

Mikil veltuaukning í framleiðslugreinum

Meiri velta var í flestum atvinnugreinum á tímabilinu júlí-ágúst 2021 en á sama tímabili 2020 samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Árið 2020 var mikið um lokanir og takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins og því er athyglisvert að bera saman veltu haustið 2021 og veltu haustið 2019, þ.e. fyrir faraldurinn.

26 Okt
26. október 2021

Launafólk hjá gjaldþrota fyrirtækjum 59% færra á þriðja ársfjórðungi

Af 149 fyrirtækjum í fyrirtækjaskrá Skattsins, sem tekin voru til gjaldþrotaskipta á þriðja ársfjórðungi 2021, voru 39 með virkni á fyrra ári eða 36% færri en á þriðja ársfjórðungi 2020. Launafólki á fyrra ári hjá fyrirtækjum sem urðu gjaldþrota á þriðja ársfjórðungi 2021 fækkaði um 59% frá sama tímabili 2020.

25 Okt
25. október 2021

Flestir dóu úr blóðrásarsjúkdómum og æxlum 2011-2020

Yfir tíu ára tímabil frá 2011 til 2020 dóu flestir á Íslandi úr blóðrásarsjúkdómum eða 6.946 landsmenn sem svarar til tæplega þriðjungs allra látinna (32%). Þar á eftir létust 6.170 úr æxlum eða 28,4% látinna.

22 Okt
22. október 2021

Laus störf á þriðja ársfjórðungi voru 8.380

Áætlað er að 8.380 störf hafi verið laus á þriðja ársfjórðungi 2021 samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru um 222.797 störf mönnuð á íslenskum vinnumarkaði og hlutfall lausra starfa því 3,6%.

Lykiltölur

-

Vísitala neysluverðs í og til verðtryggingar í Sæki vísitölu neysluverðs og vísitölu neysluverðs til verðtryggingar...

-

Launavísitala í Sæki launavísitölu...

-

Byggingarvísitala í Sæki byggingarvísitölu...

-

Vísitala framleiðsluverðs í Sæki vísitölu framleiðsluverðs...

-

Mannfjöldi 1. janúar Sæki mannfjölda...

- %

Hagvöxtur Sæki hagvöxt...

- %

Atvinnuleysi í Sæki atvinnuleysi...

- %

Verðbólga í , 12 mánaða breyting vísitölu neysluverðs Sæki verðbólgu, 12 mánaða breytingu vísitölu neysluverðs...

Myndrit

Andartak...
Andartak...
Andartak...
Andartak...

Birtingaráætlun

  • 27. október 2021 Vísitala framleiðsluverðs í september 2021
  • 27. október 2021 Vísitala neysluverðs í október 2021
  • 27. október 2021 Útskrifaðir nemendur úr framhaldsskólum og háskólum 2019-2020
  • 28. október 2021 Vinnumarkaðurinn í september 2021
  • 29. október 2021 Aflaverðmæti í ágúst 2021
  • 29. október 2021 Gistinætur í september 2021
  • 29. október 2021 Vöruviðskipti, janúar-september 2021
  • 01. nóvember 2021 Framleiðsla í landbúnaði í september 2021
  • 04. nóvember 2021 Vinnumarkaðurinn á 3. ársfjórðungi 2021