Rúmlega 80% kennara í framhaldsskólum höfðu kennsluréttindi haustið 2020. Hlutfall kennara með kennsluréttindi hefur lækkað lítillega síðustu ár en það var 86,1% haustið 2011.
Hagstofa Íslands hefur gefið út þjóðhagsspá í ritröð sinni Hagtíðindum. Spáin tekur til áranna 2023 til 2028. Hagvöxtur reyndist vera 6,4% á síðasta ári og var m.a. drifinn áfram af aukningu einkaneyslu og bata í útflutningi. Í ár eru horfur á að hagvöxtur verði 3,8%. Reiknað er með hægari vexti innlendrar eftirspurnar en að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar verði jákvætt.
Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2023, er 580,7 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,59% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 481,9 stig og hækkar um 0,52% frá febrúar 2023.
Hagstofa Íslands hefur undirritað samkomulag um samstarf við embætti landlæknis en með samkomulaginu er stefnt að því að bæta samstarf stofnananna á sviði hagskýrslugerðar.