Um okkur

Hagstofa Íslands safnar upplýsingum fyrir margvísleg rannsóknarverkefni. Leitast er við að afla öruggra og nákvæmra gagna um íslenskt samfélag eins og það er nú og þróun þess. Niðurstöðurnar eru birtar í skýrslum og á vef Hagstofunnar og er þeim ætlað að nýtast til upplýsinga um þjóðfélagið og breytingar þess, til rannsókna og sem grundvöllur að stefnumótun og ákvarðanatöku

Gögnum til hagskýrslugerðar er safnað víða að, m.a. úr opinberum skrám, frá stofnunum, sveitarfélögum, fyrirtækjum og frá heimilum og einstaklingum sem taka þátt í úrtaksrannsóknum Hagstofunnar. Hagstofan framkvæmir ekki markaðs- eða skoðanakannanir heldur aðeins tölfræðilegar rannsóknir.

Mikilvægi þátttöku

Mikilvægt er að allir sem lenda í úrtaki svari rannsóknunum svo niðurstöður þeirra séu réttar og áreiðanlegar. Með því að taka þátt ertu að hjálpa okkur að búa til hágæða tölfræði sem styður við rannsóknir, ákvarðanatöku og upplýsta þjóðfélagsumræðu.

Trúnaður

Trúnaður ríkir um þau gögn sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og ekki er hægt að rekja einstaka svör til þátttakenda í birtum niðurstöðum. Hagstofa Íslands er með vottað stjórnkerfi upplýsingaöryggis í samræmi við staðalinn ISO/IEC 27001, en sú vottun nær til allrar starfsemi stofnunarinnar. Aðeins þeir sérfræðingar sem vinna að viðkomandi rannsókn hafa aðgang að gögnunum og eru þeir bundnir þagnarskyldu og hafa undirritað trúnaðarheit.

Fyrir frekari upplýsingar

Ef þú hefur spurningar getur þú sent tölvupóst á gagnasofnun@hagstofa.is eða hringt í síma 528-1000.