Tilraunatölfræði


Forsendur og hugmynd að mælikvörðum

Matvælaframboð, matvælaöryggi og sjálfstæði hagkerfis í að afla matar er án efa einn að frum forsendum fyrir lífsgæðum. Það er því áhugavert hversu erfitt það er að finna upplýsingar um framboð, framleiðslu og neyslu matvæla. Þessar upplýsingar eru vissulega til í þjóðfélaginu, þar sem verslanir, dreifingaraðilar, innflytjendur og framleiðendur eru vel meðvitaðir um þá vöru sem fer um reksturinn, en hér um ræðir einnig fjölmarga aðila með ólíkan rekstur. Bein gagnasöfnun frá þessum aðilum yrði því ærið kostnaðarsöm og myndi leggja þónokkra svarbyrgði á aðila sem væru ef til vill að fá lítið til baka. Það væri möguleiki á að fá þessi gögn í gegnum beinan aðgang að kassakerfum, byrgðarstýringarkerfum og afhendingarseðlum, en slík söfnun er tæknilega flókinn, gagnamagnið gríðarlegt og síðast en ekki síst ekki vinsælt hjá gagnaeigendum.

Það er því þess virði að reyna eftir megni að útbúa reiknilíkan sem tekur þau gögn sem Hagstofan hefur nú þegar í fórum sínum vegna annarrar tölfræðivinnslu. Slíkt reiknilíkan getur aldrei náð fullkominni mynd af matvælaframboði, eða flæði matvæla um hagkerfið, en líkanið getur þó komist nær raunveruleikanum en við stöndum í dag. Tilgangur þessa verkefnisins er því að útbúa mælingu á hversu mikil matvæli standa íslensku hagkerfi til boða eftir útflutning sömu vöru. Til viðbótar er vonast til þess að leggja mat á hversu háð þetta matvælaframboð er innflutningi.

Hér var framboð skilgreint samkvæmt eftirfarandi jöfnu:

\[ FA = m(\textrm{IMP})+m(\textrm{P})-m(\textrm{EXP}) \] þar sem m(IMP) er magn (í kg) af innfluttri vöru, m(EXP) er magn í útflutningi og m(P) magn sem kemur úr framleiðslu matvæla.

Matvæli eru hér skilgreind sú vara sem er megin uppistaða matar á borðum meðal Evrópubúans, svo sem kjötvara, mjólkurvara, egg, grænmeti og þessháttar. Með því að skilgreina mat út frá evrópskri hefð er litið framhjá matarhefðum og matvælum sem eru algeng á svæðum Asíu, Afríku, Suðurameríku og Eyjaálfu. Þetta veldur nokkrurri ónákvæmri þar sem litið er framhjá stórum hluta matarhefða og jafnframt nokkuð stórs hluta sláturdýra, svo sem blóðs, fitu, beina og skinns. Hér er ekki ætlunin að líta niður á þessar hefðir eða afskrifa verðmæta útflutningsvöru, svo þurrkaðan fisk, hrogn og mjölvöru, en þessa vöru er yfirleitt ekki hægt að kaupa í verslunum hérlendis.

Hér er einnig skilgreint hugtakið “matarsjálfstæði” sem hlutfallið

\[ D = \frac{m(\textrm{DP})-m( \textrm{EXP})}{m(\textrm{DP})+m(\textrm{IMP})+m(\textrm{IP})} \] Hér er gert ráð fyrir að m(DP) sé magn matvæla sem framleitt er úr innlendu hráefni, en m(IP) er magn matvæla sem framleitt er úr innfluttu hráefni. Hér er hugtakið “innlent hráefni” það hráefni sem fyrirtæki sem eru innan íslenska hagkerfisins sækja úr náttúrunni og afhenda inn í hagkerfið. Veiðar innlendra aðila á erlendum miðum er ekki talin með ef varan er er ekki afhent á Íslandi. Veiðar innlendra aðila á Íslandsmiðum og landanir erlendis er tekin með, en þetta magn kemur þá aftur fyrir í útflutningstölum. Hugtakið “innflutt hráefni” getur verið löndun erlendra rekstraraðila á afla sem kemur frá Íslandsmiðum.

Framleiðendur nota í raun og veru nær alltaf eitthvað af innfluttri vöru til þess að framleiða matvæli úr innlendu hráefni, en hér er þessi aðskilnaður gerður á talnagrindinni þó svo að hann sé ekki til staðar á borðinu.

Þessi D mælikvarði getur verið frá neikvæðri tölu, t.d. þegar m(DP) = 0 og m(EXP) > 0, en slíkt getur auðveldlega komið til þegar innflutt hráefni er notað. Einnig getur raunverulega útflutningsvaran verið þyngri en reiknaða magnið í m(DP), þar sem framleiðslan falist í því að bæta við söltum, sykri, olíu eða vatni í vöruna. Líkanið sem bygg er gerir ekki tilraun til þess að meta allan þann fjölbreytileika sem matvælavinnsla byggist á.

Ef reiknað gildi fyrir D er núll, eða nálægt núlli, er hægt að álykta að varan sé ekki sjálfstæð framleiðsla hagkerfisins og að framleiðsla vörunnar sá háð innflutnigi, eða að varan sé fyrst og fremst framleidd til útflutnings. Reiknað gildi D nálagt einum gefur til kynna að varan sé að mestu sjálfstæð innan hagkerfisins.

Hér er freystandi að draga útflutningin frá í nefnaranum á D, en þetta gerir hins vegar mælikvarðan óþarflega næman fyrir útflutningi, sérstaklega þegar útflutningur og framleiðsla er af sömu stærðargráðu.

Gagnalindir fyrir vinnsluna

Grunn gögn fyrir verkefnið eru þrennskonar:

 1. Upplýsingar um vöruviðskipti sem eru tollafgreidd inn í landið
 2. Upplýsingar um magn hráefnis sem tekið er úr náttúru Íslands. Þessar upplýsingar eru meðal annars
 • Ráðstöfunartölur fiskveiða
 • Framleiðslutölur landbúnaðarins
 • Magntölur frá sláturleyfishöfum
 1. Upplýsingar frá fagaðilum um áætlaða nýtingu hráefna yfir í matvæli. Hér var mikil þekking sótt til sérfræðinga hjá MAST og MATÍS og er höfundur ákaflega þakklátur fyrir áhuga og skemmtilegar samræður sem áttu sér stað í hönnun verkefnisins

Staðfesting á gögnum (validation) styðst síðan við efnahagstölur, svo sem tölur úr virðisaukaskýrslum, skattaframtölum og fjölda starfandi. Þessar tölur voru notaðar til þess að reikna hlutfall fjármagnsveltu á magneiningu, en gert er ráð fyrir að þetta hlutfall sé nokkuð stöðugt milli ára.

Þekktir skekkjuvaldar og ónákvæmni

Ákveðin ónákvæmni er óhjákvæmileg þegar magn matvöru er reiknað úr upplýsingum um afla eða þunga sláturdýra. Magtölur í innflutningur og útflutningur varða oft fullunna matvöru, eða matvöru sem er pækluð, í olíu eða með annað hlutfall beina/fitu en samsetning matvöru sem gert er ráð fyrir að sé framleidd þegar eitt stykki naut: 330 kg er skráð í sláturtölur. Einnig er erfitt að gera ráð fyrir hvort að blóð, gelatín og fita úr sláturdýrum sé almennt nýtt í annarri matvælaframleiðslu og þá í hvaða flokki matvöru sú vara finnst þegar útflutningur er skráður.

Annar þáttur veldur ónákvæmni er matargikksháttur höfundar þegar kemur að því að meta hvort að kolmunni, melta, loðnumjöl, lýsi úr bræðslu, hænufætur eða önnur svipuð framleiðsluvara geti talist matur. Hér veldur hroki ákveðinni skekkju í niðurstöðum. Skekkjan sem verður þegar svínsfætur og sviðakjammar eru felldir úr tölunum er hins vegar óveruleg; þó svo að kindin hafi tvær lundir og einn haus (sem gætu framleitt tvo sviðarkjamma) hefur höfundur snætt mun fleiri lambalundir en sviðakjamma.

Flóknasti þáttur í þessu verkefni er að meta matvælaframleiðslu úr fiskafurðum. Samtals afli fiskiflotans er yfirleitt vel yfir milljón tonn og hefur náð tveimur milljónum tonna. Þar af er uppsjáfarafli (síld, loðna, kolmunni) oft í kringum 300 þúsund tonn, en getur líka verið enginn, eða allt að 1,5 milljónum tonna (árið 1996). Þessi afli fer oft í bræðslu eða vinnslu þar sem óvíst er um hvort að um sé að ræða matvöru. Eðlisþungi vörunnar sem fer í útflutning er því allt annar en þungi fisksins sem veiddist (vinnslan getur fjarlægt allt að 90% af vatni úr afurðinni). Veiðar og vinnsla hefur líka þróast umtalsvert á síðustu árum og nýtni hráefnisins er orðin mun betri en gerðist fyrir 1995. Hér er hins vegar gert ráð fyrir bestu nýtingu hráefnis sem kostur er á, frekar en að reyna að meta raunverulega nýtingu fyrri ára.

Flokkunarkerfi og skilgreining á flæðileiðum matvöru um hagkerfið

Í þessari hönnun er stuðst við flokkunarkerfi efnis úr hagkerfisbundnu efnsflæðireikningunum (e. Economy-Wide Material Flow Accounts; EW-MFA).

Mynd 1: Grunn hugmynd flæðis í EW-MFA

Þessir reikningar skilgreina að vara flæði inn og út úr hagkerfinu eins og sýnt er í myndinni að ofan. Efnistaka úr náttúrunni (e. Domestic Extraction; DE) nær yfir alla hráefnisöflun. Efni flæðir aftur út í náttúruna efir flæðileið sem hér er táknuð sem DPO (e. Domestic Process Output). Efni getur einnig komið inn í hagkerfið sem innflutningur (e. Import; IMP) eða útflutningur (e. Export; EXP).

EW-MFA skilgreinir efni fyrst og fremst eftir úr hvaða hluta umhverfisins varan kemur, eða megin efnisflokk. Þetta er flokkunarkerfi sem er frábrugðið flokkunarkerfum sem eru algeng í hagreikningum, svo sem CPA 2.1 kerfið eða CN kerfið sem byggir meira á hvaða atvinnuflokkur framleiðir eða notar vöruna og eru því betur fallin að því að skilja framleiðni og afkomu fyrirtækja heldur en álag á umhverfið.

Lykil efnisflokkar í EW-MFA eru:

 • MF1-Biomatter: Lífefni, þar sem við búumst við að finna alla matvöru, en hér eru einnig önnur lífefni
 • MF2-Metals (gross ores): Málmar
 • MF3-Non-metallic minerals: Steinefni
 • MF4-Fossil energy materials/carriers: Olíuefni
 • MF5-Other products: Önnur blönduð efni
 • MF6-Waste for final treatment and disposal: Úrgangur til úrvinnslu - hér er gert ráð fyrir að úrgangsefni geti verið verðmæt og “geymd” á ruslahaugum til seinni tíma úrvinnslu.

Lífefnaflokkurinn greinist síðan niður í frekari flokka:

 • MF11-Crops (excluding fodder crops): Uppskera utan fóðurs
 • MF12-Crop residues (used) and fodder crops: Uppskeruleyfar og dýrafóður
 • MF13-Wood: Viður
 • MF14-Wild fish catch, aquatic plants and animals, hunting and gathering: Villtur fiskur, plöntur og dýr úr vötnum og sjó, bráð og söfnun af landi
 • MF15-Live animals and animal products (excluding wild fish, aquatic plants and animals, hunted and gathered animals): Lifandi dýr og dýraafurðir (fyrir utan MF14)
 • MF16-Products mainly from biomass: Vörur aðalega samsettar úr lífmassa

Hver flokkur greinist síðan niður í frekari flokka. EW-MFA flokkarnir passa nokkuð vel beint við lýsingu á matvælum sem er eðlislæg. Hér er hinsvegar gerð nokkur breyting til þess að fara í kringum eina takmörkun í EW-MFA. Flokkarnir sem eru notaðir hér eru:

 • F1 - Samtals fyrir alla efnisflokka
 • F11 - Grænmeti og plöntuafurðir
 • F12 - Dýrafóður og beit
 • F13 - Viður
 • F14 - Fiskur og sjávarafurðir
 • F15 - Kjöt og aðrar húsdýraafurðir
 • F16 - Vörur úr mismunandi lífmassa

Hér eru undirflokkar ekki sýndir

Takmörkun á EW-MFA gagnvart greiningu á matarflæði

EW-MFA reikningarnir eru með nokkrar sérstöður sem gerir það ómögulegt að nota niðurstöðurnar beint til þess að greina matarflæði.

 1. Reikningarnir líta ekki á flæði efnis innan hagkerfisins heldur eingöngu inn og út úr því. Þetta þýðir að framleiðslan er aldrei greind innan hagkerfisins
 2. Húsdýr byrja og enda líf sitt innan hagkerfisins. Það er því ekkert “flæði” á efnum frá landbúnaði inn í hagkerfið fyrir utan uppskeru af landi. Þetta þýðir að húsdýr og fiskeldi eru aldrei reiknuð inn sem flæði úr náttúru, nema að beit er talin með. Vörur frá þessum iðnaði koma vissulega inn í útflutning og innflutning.
 3. Magntölur fisks og dýra sem veidd eru eru skráðar sem lífþungi dýranna. Þungi vöru í inn og útflutnigi eru hins vegar þungi unninnar vöru eftir að vatn, blóð, bein, fita, skinn og annað hefur verið fjarlægt og ef til vill notað í aðrar vörur. Þetta eru því ekki “eins kílógrömm” þó svo að þetta sé í sama efnisflokki. Eurostat er að hanna líkan þar sem inn og útflutningsvörur eru umreiknaðar í “hráefnisþunga” (e. Raw Material Equivalence). Þessi líkanasmíð er ekki nothæf fyrir EW-MFA reikninginn frá Íslandi, þar sem Eurostat lítur ekki á fisk sem mikilvægt hráefni og líkanið samþykkir ekki að orka sé ekki framleidd án aðkomu olíu, gas og kola.

Líkanið sem er smíðað bætir við upplýsingum um landbúnaðarframleiðslu og framleiðslu matvæla til þess að umbreyta hráefnis upplýsingunum í vöruþunga, sem er öfug átt miðað við það sem Eurostat er að hanna.

Möguleg tenging á matarflæði og öðrum hagtölum

Þjóðhagsreikningar gera grein fyrir einkaneyslu á matvælum og drykkjarföngum. Þessi neysla er skráð sem fjármagnsflæði frá heimilum og stofnunum, en slík neysla myndi frekar tengjast neyslu frekar en matarframboði. Einnig er þónokkuð af tölfræði sem unnin er úr veltu og efnahagsreikningum matvælaframleiðenda þar sem hægt er að greina á milli kosntaði við aðal aðföng framleiðslunnar og hagnað af veltu. Í þessum reikningum er hinsvegar ekki góð greining á milli hagnaði í veiðum og hagnaði í vinnslu, enda eru mörg veiðiskip rekin beint af fiskframleiðendum og framleiðsla er stundum í höndum fyrirtækja í veiðum. Þessar tölur ættu hinsvegar að vera nær tengd magntölum sem koma inn í reikningana hér.

Hönnun á gagnastrúktúr

Í fyrstu útgáfu af þessari tilraunatölfræði eru gögn unnin inn í eftirfarandi gagnastrúktúr:

Gagnastrúkút í nodes-flow framsetningu

Myndin sýnir hvernig efnismagn (tonn) flæða (eftir örvum) frá einni “nóðu” (e. node) í aðra. Skilgreiningarnar á nóðunum eru:

 • DE: Efnistaka úr náttúru
 • DF: Landbúnaður með dýrarækt. Þetta geta verið húsdýr eða fiskeldi
 • IMP: Innflutningur
 • DP: Framleiðsla úr innlendu hráefni
 • IP: Framleiðsla úr innfluttu hráefni
 • DPO: Vatn, gas, uppskeruleyfar eða dýrahræ sem ekki eru notuð í neitt annað
 • F: Matvæli
 • M: Ekki matvæli
 • EXP: Útflutningur

Efnið sem flæðir á milli nóða er tilgreint með

 • Efnisflokki
 • Framleiðslustigi (e. state of manufacture)

Í næstu ítrun á líkaninu verður búin til flæðileið frá DE yfir í DF til þess gera grein fyrir beit og fóðurframleiðslu. Einnig verður gerð tiraun til þess að búa flæðileið á milli IMP og DF. Þessar breytingar hafa hins vegar ekki áhrif á upplýsingar um framleiðslu matvæla.

Hér mætti líka útbúa nóðu fyrir byrgðir (STO) sem mögulegt útflæði til þess að tryggja að massi inn í kerfið úr DE og IMP sé sá sami og massi efnis út úr kerfinu um EXP og STO

Í framtíðinni verður gerð tilraun til þess að skilgreina atvinnugreinar í efnisflæðinu. Slíkt ætti að bæta staðfestingu á tölunum út frá rekstrarupplýsingum.

Útkoma reikninga fyrir árið 2020

Niðurstaðan eftir keyrslu líkansins fyrir 2020 er sýnd í Sankey flæðiritinu að neðan

Í flæðiritinu stýrir samtals magn efnis stærð reita. Magn efnisflæðis stýrir þykkt borðanna milli reita. Litur borðanna stýrist af efnisflokki (sem er ekki sýndur á myndinni).

Þessi mynd er tiltölulega flókin, en hægt er að einblína á matarhluta reikninganna með því að taka sérstaklega út F nóðuna og skoða inn og útflæði úr henni. Þá fæst eftirfarandi Sankey mynd:

Tenging á gagnastrúktúr við mælikvarða

Matvælaframboð er nú hægt að reikna með því að velja réttar flæðitölur. Jafna 1 að ofan er því:

\[ FA = \left[ m(\textrm{DP}\rightarrow \textrm{F})+ m(\textrm{IMP}\rightarrow \textrm{F}) + m(\textrm{IP}\rightarrow \textrm{F}) \right] - m (\textrm{EXP}\rightarrow \textrm{F}) \] Þessa stærð er hægt að greina sjónrænt í Sankey ritinu að ofan, sem mismunur á milli innflæðis (vinstri hlið á reitum og útflæðis (hægri hlið á reitum) þegar F reiturinn er skoðaður.

Matarsjálfstæðið er að sama skapi nú:

\[ D = \frac{m(\textrm{DP}\rightarrow \textrm{F})-m(\textrm{F}\rightarrow \textrm{EXP})}{m(\textrm{DP}\rightarrow \textrm{F})+m(\textrm{IMP}\rightarrow \textrm{F})+m(\textrm{IP}\rightarrow \textrm{F})} \] Þessi stærð er ekki jafnt sjónrænt greinanleg á Sankey ritinu, en hún er þykktin á borðanum sem kemur frá DP reitnum á móti heildar innflæðinu inn í F reitinn mínus þykktin á DP borðanum á móti útflæðinu í EXP.

Mælikvarðar fyrir nokkur ár
Ár Efnisflokkur FA kílótonn D
2019 F1 - Samtals fyrir alla efnisflokka 391.74 0.18
2020 F1 - Samtals fyrir alla efnisflokka 302.85 0.12
2021 F1 - Samtals fyrir alla efnisflokka 398.29 0.18
2022 F1 - Samtals fyrir alla efnisflokka -169.46 -1.78
2019 F11 - Grænmeti og plöntuafurðir 137.85 0.16
2020 F11 - Grænmeti og plöntuafurðir 123.29 0.16
2021 F11 - Grænmeti og plöntuafurðir 125.19 0.15
2022 F11 - Grænmeti og plöntuafurðir 84.15 -0.01
2019 F111 - Korn og mjöl 51.34 0.15
2020 F111 - Korn og mjöl 48.57 0.15
2021 F111 - Korn og mjöl 50.41 0.14
2022 F111 - Korn og mjöl 34.40 0.00
2019 F112 - Rótaruppskera 12.83 0.73
2020 F112 - Rótaruppskera 10.66 0.78
2021 F112 - Rótaruppskera 9.24 0.75
2022 F112 - Rótaruppskera 2.64 0.00
2019 F113 - Sykur og sykurafurðir 9.72 0.00
2020 F113 - Sykur og sykurafurðir 8.69 0.00
2021 F113 - Sykur og sykurafurðir 7.99 0.00
2022 F113 - Sykur og sykurafurðir 5.94 0.00
2019 F114 - Baunir og baunaafurðir 0.37 0.00
2020 F114 - Baunir og baunaafurðir 0.36 0.00
2021 F114 - Baunir og baunaafurðir 0.36 0.00
2022 F114 - Baunir og baunaafurðir 0.25 0.00
2019 F115 - Hnetur og hnetuafurðir 0.54 0.00
2020 F115 - Hnetur og hnetuafurðir 0.51 0.00
2021 F115 - Hnetur og hnetuafurðir 0.59 0.00
2022 F115 - Hnetur og hnetuafurðir 0.25 0.00
2019 F116 - Olíur og vara úr olíuplöntum 1.23 0.00
2020 F116 - Olíur og vara úr olíuplöntum 1.34 0.00
2021 F116 - Olíur og vara úr olíuplöntum 1.33 0.00
2022 F116 - Olíur og vara úr olíuplöntum 1.99 0.00
2019 F117 - Grænmeti 29.87 0.17
2020 F117 - Grænmeti 23.79 0.20
2021 F117 - Grænmeti 24.93 0.20
2022 F117 - Grænmeti 15.05 0.00
2019 F118 - Ávextir 31.95 0.00
2020 F118 - Ávextir 29.35 -0.01
2021 F118 - Ávextir 30.33 -0.01
2022 F118 - Ávextir 23.63 -0.02
2019 F119 - Trefjar 0.01 0.00
2020 F119 - Trefjar 0.00 0.00
2021 F119 - Trefjar 0.00 0.00
2019 F14 - Fiskur og sjávarafurðir 96.52 0.10
2020 F14 - Fiskur og sjávarafurðir 23.85 0.00
2021 F14 - Fiskur og sjávarafurðir 122.91 0.13
2022 F14 - Fiskur og sjávarafurðir -265.19 -4.75
2019 F141 - Viltur fiskur 76.93 0.12
2020 F141 - Viltur fiskur 12.34 0.01
2021 F141 - Viltur fiskur 108.06 0.15
2022 F141 - Viltur fiskur -280.32 -7.11
2019 F142 - Aðrar afurðir úr sjó 19.40 -0.19
2020 F142 - Aðrar afurðir úr sjó 11.34 -0.27
2021 F142 - Aðrar afurðir úr sjó 14.86 -0.19
2022 F142 - Aðrar afurðir úr sjó 15.13 -0.39
2019 F143 - Bráð af landi 0.19 1.00
2020 F143 - Bráð af landi 0.17 1.00
2019 F15 - Kjöt og aðrar húsdýraafurðir 136.82 0.91
2020 F15 - Kjöt og aðrar húsdýraafurðir 134.98 0.93
2021 F15 - Kjöt og aðrar húsdýraafurðir 133.26 0.92
2022 F15 - Kjöt og aðrar húsdýraafurðir -2.61 -1.71
2019 F152 - Kjöt og kjötvörur 23.71 0.67
2020 F152 - Kjöt og kjötvörur 23.82 0.77
2021 F152 - Kjöt og kjötvörur 24.45 0.78
2022 F152 - Kjöt og kjötvörur -1.35 -1.49
2019 F153 - Mjólk, fuglsegg og hunang 113.11 0.97
2020 F153 - Mjólk, fuglsegg og hunang 111.16 0.97
2021 F153 - Mjólk, fuglsegg og hunang 108.81 0.96
2022 F153 - Mjólk, fuglsegg og hunang -1.26 -2.44
2019 F16 - Vörur úr mismunandi lífmassa 20.55 -0.66
2020 F16 - Vörur úr mismunandi lífmassa 20.74 -0.68
2021 F16 - Vörur úr mismunandi lífmassa 16.92 -0.76
2022 F16 - Vörur úr mismunandi lífmassa 14.20 -0.75

Tölur geta verið neikvæðar ef öll gögn liggja ekki fyrir

Strúktúr á skilagögnum inn á gagnagrunn

Gögnin hér eru vistuð á niðurbroti sem er nokkuð umfram það sem er nauðsynlegt eða hæft til útgáfu á vefnum. Hægt er að biðja um þessar tölur á þessu niðurbroti, svo fremi sem verið er að vinna með gögnin á viðurkendan hátt í rannsóknarskini. Gögnin eru vistuð með eftirfarandi upplýsingum

 • date (date): Dagsetning fyrir uppgjör á gögnunum
 • mfa_cd varchar(16): Einkenni efnisflokk
 • is_mfa_data bool: Segir til um hvort að gögnin tilheyri sniðmengi EW-MFA vinnslunnar
 • entry_node varchar(16): Nóða sem flæðið hefur uppruna
 • entry_sm varchar(16): Framleiðslustig efnisins þegar það kom inn í upphafsnóðuna
 • exit_node varchar(16): Nóða sem flæðið endar á
 • exit_sm varchar(16): Framleiðslustig efnisins þegar það kemur inn í lokanóðuna.
 • value_tons float: Magn flæðis í tonnum
 • source_descr varchar(64): Strengur sem inniheldur upplýsingar um örgögn (t.d. tollanúmer, fisktegund o.s.frv)
 • source_line varchar(64): Lína í líkans-keyrslunni sem skilaði gögnunum

Hönnun á reiknilíkani

Reiknilíkanið er byggt upp á þremur grunn skrefum:

 1. Umbreytingu á lýsingu yfir í efnisflokk og framleiðslustig. Hér fer lýsingin á efninu eftir því hver gagnalindin er. Upplýsingar geta komið úr mörgum mismunandi gagnalindum. Þetta skref þarf því að tryggja að magntölur séu ekki tvítaldar. Í sumum tilfellum ber gagnalindum ekki saman um magntölur, en þá þarf að gera raunhæft mat á hvora lindina á að nota. Í flestum tilfellum er notuð sú gagnalind sem hefur nákvæmara niðurbrot á upplýsingum.
 2. Síunarskref. Í þessu skrefi er reynt að ákveðið er hversu stór hluti vörunnar er ætluð til manneldis. Vörur eins og korn getur verið ætlað sem útsæði eða til fóðurblöndunar. Ekki var gerð tilraun til þess að meta hvort að uppskera byggs og repjuolíu hér á landi sé hæf til matvælaframleiðslu. Í verslunargrunni var litið á atvinnugrein innflytjenda til þess að meta tilgang innflutnings. Þessi skipting var jöfnuð út yfir þriggja ára tímabil til þess að jafna út flökt í innflutningsmagni. Einnig var litið á sölutölur á mjólkurafurðum til þess að meta hversu stór hluti mjólkur er notaður í framleiðslu á osti, rjóma, smjöri, skyri og öðrum svipuðum vörum.
 3. Útreikningsskref. Magntölur á efni sem er ætlað til matvælaframleiðslu eru margfölduð með umbreytingarfylki sem skiptir efninu milli DPO, M og F nóða. Reikningurinn sér einnig um að breyta framleiðslustiginu og efnisflokk ef slíkt gerist.

Computation design

Í fyrstu ítrun á verkefninu ekki merkt hvaða atvinnugrein er mótttakandi efnisins. Það er líka takmörkuð greining á hvort að framleiðsla hafi breytilega nýtni eftir mánuðum/árstíðum

Nánar um vinnslu eftir gagnalindum

Matur í innflutningi og útflutningi

Flokkun á tollanúmerum niður á efnisflokka er hluti af verkefninu þegar EW-MFA reikningurinn er útbúinn. Hvert tollanúmer á hliðstæðan MF flokk og CP 2.1 flokk auk þess sem EW-MFA kerfið gefur lýsingu um hvernig á að flokka efni eftir framleiðslustigum niður í þrjú stig: Fullunnin vara (SM-FIN), vara í stórumbúðum sem fer til framleiðenda (SM-SFIN) eða hráefni (SM-RAW). Alls eru um 6000 tollanúmer merkt sem lífefni í tollskránni. Fjöldi flokka er aðeins mismunandi eftir árum.

Síunin notar greiningu á hversu stór hluti vörunnar er fluttur inn af iðnaðarfyrirtækjum, landbúnaði, matvælafyrirtækjum eða heildsölum/smásölum. Filtrunin skilar um 2500 vörum beint í matarflokk, en aðrar 200 vörur fá skiptingu milli M og F á meðan að afgangurinn telst ekki til matvæla og fer í M nóðuna.

EW-MFA kerfið skilgreinir flokkinn MF16 fyrir drykkjarvörur (áfenga og óáfenga), súpumix, deig og annarskonar efni sem eru samsett úr margskonar lífefnum. Þessi skilgreining er frekar óheppileg, þar sem þessi flokkur á ekki neina beina tengingu við efnisflæði úr umhverfinu. Fyrir vikikið eru tollagögnin eini uppruni á þessum flokk í fyrstu ítrun á verkefninu.

Magn innflutnings fyrir 2020 eftir skiptingu á milli nóða
mfa_cd F IP M
MF111 34247.348 2459.024 18934.818
MF1110 4548.394 1223.188
MF112 2336.067 149.350
MF113 8717.857 13.469 924.964
MF114 359.658
MF115 514.977
MF116 1085.831 2535.787 42.945
MF117 18921.164 59.316 9.516
MF118 29612.189 969.971
MF119 2.926 4.976
MF1211 2338.195
MF1212 26166.358
MF1221 59310.819
MF131 123092.071
MF132 17460.045
MF1411 1117.422 1878.852
MF1412 40.977 11.380 35320.137
MF1413 992.962 2827.013
MF1414 62684.336
MF1415 0.686
MF1421 15027.406 1935.022
MF1422 31.192 0.038 7.616
MF1423 3.542
MF151 10.338
MF152 2858.596 290.658 68.505
MF153 1119.677 12.090
MF154 316.314
MF16 57480.974 6848.876 38797.543

Framleiðsla úr innfluttu hráefni

Tollflokkar sem koma inn sem hráefni eða hálfunnið efni (t.d. stórsekkir) fá exit_node merkingun a IP. Hlutföll eru síðan fundin fyrir hversu stórt hlutfall af efninu endar sem matur, ekki-matur eða úrgangur. Þetta þýðir t.d. að 100 tonn af ómöluðu korni endar sem 68 tonn af korni til manneldis (F) en hluti af innfluttu korni er í rauninni dýrafóður og er sett í (M) endanóðuna. Hér er ekki gert ráð fyrir miklum töpum á efninu í mölun.

Upplýsingar í tollagögnum eru ekki eins ítarlegar og löndunartölur hjá fiskistofu, þannig að umbreytingarfastar á hráum fiski í matvöru miðast við bestu nýtingu í flökun, sem er um 55%. Við flökun og þurrkun á afskurði fer um 38% af þunga fisksins sem vatn í DPO nóðuna en afgangurinn er sett ur í M nóðuna.

Skipting massa fyrir árið 2020 frá IP
mfa_cd DPO F M
MF111 983.6096 1475.4144
MF1110 1223.1880
MF113 13.4690
MF116 253.5787 2282.208
MF117 59.3160
MF1411 1878.8520
MF1412 11.380
MF1413 2827.0130
MF1421 0.4896 1934.5134 0.019
MF1422 0.0380
MF152 4.6023 286.0557
MF16 8.6947 6832.5053 7.676

Dýr í slátrun

Upplýsingar eru teknar úr framleiðslugrunni landbúnaðarins. Í þessum grunni er sláturþungi (fallþungi) dýrsins skráð. Einnig er skráð hver sláturleyfishafinn er og gæðaflokkun dýralæknis á skrokknum. Þessar upplýsingar eru notaðar til þess að meta hvort skrokkurinn fór í matvælaframleiðslu eða förgun. Matvælaframleiðslan er síðan metin út frá sláturnýtni (dressing percentage) sem sótt var í gagnagrunn Food and Agriculture Organization (FAO). Þessar tölur eru m.a. hlutfall innifla, blóðs, beina og hluta dýrsins sem er fjarlægður í slátruninni.

Ólíkt öðrum stöðum er blóð og fita minna notuð hérlendis en í mörgum öðrum löndum. Lítið magn blóðs er notað í blóðmör, en hér á landi er óheimilt að nota blóð sem áburð eða sem fóðurbætir. Þessi hlutur er því settur í DPO nóðuna.

Ísland flytur út hluta af skinnum, en gæði leðursins er ekki talið mjög gott, þannig að þetta efni endar oft sem efni sem fer í urðun. Hér eru skinn og leður sett í flokkinn MF154 og sett í M nóðuna. Mismunur á þekktum sláturþunga og þeirra matvöru og efnisvöru sem búið er að tilgreina er síðan settur í DPO nóðuna. Hér er litið framhjá mögulegri díselframleiðslu úr fitu og aðra nýtingu sem er í þróun.

Þungi efnis og skipting fyrir árið 2020 frá DF nóðu
mfa_cd tpe DP EXP M
MF151 CATTLE_BEEF 7755
MF151 HORSE 1777
MF151 PIGS 9596
MF151 POULTRY 12626
MF151 SHEEP_TOTAL 18236
MF151 01012100 353
MF151 01012901 316
MF151 01012909 25
MF151 01061909 0
MF151 01069000 0
MF154 ULL 616
Þungi efnis og skipting fyrir árið 2020 frá DP sem átti uppruna sinn í DF nóðunni
mfa_cd tpe DPO F M
MF152 CATTLE_BEEF 4884 2790
MF152 HORSE 1312 437
MF152 PIGS 4594 4761
MF152 POULTRY 4191 8435
MF152 SHEEP_TOTAL 10682 7180
MF154 CATTLE_BEEF 82
MF154 HORSE 28
MF154 PIGS 240
MF154 SHEEP_TOTAL 374

Egg og mjólk frá DF

Upplýsingar eru teknar úr framleiðslugrunni landbúnaðarins. Hér er almennt gert ráð fyrir að egg fari beint í matarflokkinn. Mjólk fer hinsvegar að hluta í ostaframleiðslu, sem fjarlægir stóran hluta vatns (mysu) úr mjólkinni.

Almennt er notast við að 10 kg af mjólk nýtist til þess að framleiða 1,4 kg af osti og 8,6 kg af ostmysu. Ostmysuna er hægt að nota til þess að framleiða mysuost, en í þeirri framleiðslu má gera ráð fyrir að um 9 kg af vatni fari út per 10 kg mysu. Ef miðað er við að smjör sé um 95% fita, þarf um 100 kg af mjólk til þess að framleiða 4,3 kg af rjóma. Þessi framleiðsla er að vísu unnin með því að fleyta rjómann ofan af mjólkinni (sem er þá undanrenna) og hluti af rjómanum (36% fituinnihald) er síðan notaður til þess að framleiða rjóma. Upplýsingar um sölu á mjólkurvörum voru fengnar frá tveimur stórum verslunum í Reykjavík til þess að meta skiptingu á sölu mjólkurvörum. Þungatölur voru síðan notaðar til þess að reikna upp “skipti-matrixu” úr mjólk yfir í þessar vörur, með því að gera ráð fyrir að mögulegt sé að fyrir hluti af vatni(mysu) úr mjólkinni fari í DPO nóðuna í framleiðslunni. Þessi aðferð er nokkuð óvönduð og betra væri að fá upplýsingar frá framleiðendum sjálfum til þess að komast nær raunskiptingu á hráefninu niður í afurðir.

Þungi efnis og skipting fyrir árið 2020 fyrir egg og mjólk í DP nóðunni
mfa_cd tpe DPO F M
MF153 EGG 341 3834 85
MF153 MJOLK 46648 108846

Fiskeldi

Fiskeldi er ört vaxandi landbúnaður hérlendis. Megnið af framleiðsluvörunni fer í útflutning auk þess sem fiskeldi er eini útflutningsaðilil lifandi fiska frá Íslandi. Greining á framleiðsluvörunni er hins vegar óáreiðanleg úr verslunargrunninum, en tölur úr rekstrar og efnahagsyfirliti fiskeldis er hér gagnleg til þess að meta framleiðslu fisks. Góð gögn eru hjá Hagstofunni um framleiðslu í fiskeldi frá og með árinu 2010. Hér er þessi vara sett í flokk F141, sem er þá orðinn með aðra skilgreiningu en MF141 flokkurinn í EW-MFA. Fyrir utan að vera af öðrum uppruna en aðrar fiskitölur eru notaðir sömu stuðlar við heimtur matvæla fyrir þessa vöru eins og eru notaðar fyrir fiskvinnslu.

Fiskvinnsla

Fiskvinnsla getur í grófum dráttum verið tekin sem frádráttur á vatni og beinum úr fiskinum. Magn af vatni sem er fjarlægt fer eftir vinnsluaðferð og fisktegund, en einnig spilar hér inn veiðitími fiskisns, þeim mun nær hrygningu fiskurinn er, þeim mun lausari er hann í sér og nýting verður verri.

Í gagnagrunni fiskistofu eru eftirfarandi upplýsingar aðgengilegar

 • Ár og mánuður þegar fisknum var landað
 • Staðsetning löndunar
 • Veiðisvæði fisksins
 • Ráðstöfun aflans - þetta er sú notkun sem ætluð er fyrir fiskinn þegar kaupandi tekur við honum. Þetta er ekki nauðsynlega raunveruleg vinnsluleið sem er farin í lokin, en þetta gefur samt nokkuð góða mynd af hvað verður um aflann.
 • Veiðarfæri
 • Einkenni báts sem landaði aflanum - þetta er ekki nauðsynlega sama og skipið sem veiddi fiskinn þar sem fisknum getur verið umskipað
 • Tegund fisks

Einnig er skráð hvort báturinn landaði hliðarafurðum, svo sem lifur, marningi, hnökkum o.s.frv. Tegund fisksins er ekki nauðsynlega rétt fyrir þessa afurð.

Allt í allt eru um 14000 mismunandi samsetningar tegunda, veiðarfæra, staðsetningar, veiðisvæðis og ráðstöfun. Þetta eru augljóslega allt of margar samsetningar, þannig að lykil samsetningar eru settar saman útfrá upplýsingum sem fengust frá MAST. Síðan er notað Random Forrest flokkunar algrími til þess að finna “líklegasta” nýtingarstuðulinn. Þetta líkan er síðan rýnt og þjálfað þar til að reiknuð niðurstaða afurða er sambærileg við útflutningstölur þegar þessar upplýsingar eru þekktar og vitað er að neysla afurðarinnar innanlands er hverfandi.

Þessi nálgun á föstum býður upp á líkanagerð sem er aðeins flóknari en fyrir aðrar vörur

Flæði upplýsinga í líkanagerð fyrir fiskvinnslu

Líkanið er með þrjá ákvörðunarpunkta

 1. Töp sem verða við slátrun fisksins (slægingarhlutur) (\(\gamma(i)\)) Gildi þessa fasta er almennt í kringum 91% af þunga fisksins, en getur verið 100% fyrir fisk sem er ekki slægður (t.d. loðna)
 2. Holdnýting (\(k_{ij}\)). Þetta er fylkisgildi sem tilgreinir hversu mikilli matvöru búist er við að viðkomandi vinnsla skili í útflutningstölum. Þannig er gildið hátt þegar fiskurinn fær ráðstöfun “ísað í flug”, þar sem þetta þýðir að fiskurinn fari óunninn úr landi. Ráðstöfunin “í vinnslu” þýðir hins vegar framleiðslu roðlausra úrbeinaðra flaka, nema að enginn fiskur af þessari tegund hafi verið fluttur út á þessu formi.
 3. Afskurðarnýting (\(h_{ij}\)). Þetta fylkisgildi metur hversu mikið af holdi sem er á beingarði og í þunnildum endar sem marningur eða niðursoðið. Þetta er almennt frekar lítill hluti þar sem um er að ræða holdlitla hluti úr fisknum og fastinn ræðst að hluta til á \(k_{ij}\)

Fastar fyrir algengustu tegundir er hægt að finna í eftirfarandi gagnalindum

 1. Fiskhandbók 2. kafli
 2. fiskhandbók 3. kafli
 3. Skýrsla MATÍS á bættri nýtingu
 4. Ferskfiskhandbók MATÍS
 5. Fiskbók MATÍS
Magn fisks sem er landað

Þetta magn er hægt að reikna út frá slægingarhlutnum skv.

\[ m_\textrm{landed} = \gamma_j \cdot m_\textrm{catch} \] Algeng gildi fyrir hluti sem eru fjarlægðir við slátrun eru:

 • Blóð: 5%
 • Innifli: 10%
 • Haus: 21%

Dæmigerð gildi frá Fiskistofu eru:

 • Þorskur, Ýsa, Ufsi: \(\gamma\)=0,84
 • Langa, blálanga, Pike: \(\gamma\) = 0,8
 • Sóli, Skata, Lúða: \(\gamma\)=0,92
 • Síld, Kolmunni, Makríll: \(\gamma\) = 1

Þetta gerir ráð fyrir að fisknum sé landað með haus, annars má búast við að gildi lækki um allt að 20%. Þetta þýðir að efni sem fer í DPO sé þá:

\[ m_{\textrm{discard, ocean}} = (1-\gamma_j) \cdot m_\textrm{catch} \]

Holdmagn í vinnslu

Tegund og ráðstöfun fisks er hér notuð sem rétt mat á nýtingu fisksins. Þar á ofan stýrist ákvörðunin á tíma frá hrigningu en þriðji mælikvarði er veiðisvæði fisksins (fjarlægt frá landi). Í nokkrum tilfellum fer fiskurinn í niðursuðu eða söltun, sem getur þýtt að raunþungi afurðarinnar er hærri en holdþungi sem reiknast. Magn matvæla sem er framleitt er þá:

\[ \begin{array}{rcl} m_\textrm{food} &=& k_{ij} \cdot m_\textrm{landed}\\ &=& k_{ij} \gamma_j \cdot m_\textrm{catch} \end{array} \] \(k_{ij}\) er á bilinu 0 (ekki nýtilegur matfiskur) upp í 1 (heilfrystur í útflutning). Í raun og veru er aðeins um 40% af heildar þunga fisks hold sem er étið. Það er hins vegar hefð fyrir því á mörgum svæðum að hafa haus og hrygg til sýnis á matarborðinu, svo ef svo vill til að neytendur velti fyrir sér hvort að fiskurinn sé að njóta félagsskaparins. Framleiðendur hérlendis hafa hinsvegar yfirleitt meiri áhuga á því að fullvinna fiskinn í öskjur (roðlaust, beinlaus eða með roði, beinlaust) þar sem slík vara er verðmætari á hverja flutta einingu auk þess sem möguegt er að framleiða verðmæti úr hausum, beingarði, skinni og innyflum fisksins.

Nýting fisks fer líka aðeins eftir stærð og holdþéttleika fisksins. Stærri fiskar virðast vera með heldur betri holdnýtingu og fiskur úr köldum sjó er með þéttara hold.

Afskurðarnýting

Þessi vinnsla býr oft til verðmæti úr afurðunum, t.a.m. fiskimauk, fiskisúpu og annað svipað sem eru matvæli. Til viðbótar nýtast gelatín, roð og beingarðar eftir þurrkun, en þessi vara er ekki talin matur í þessari greiningu.

Magnið hér er:

\[ \begin{array}{rcl} m_\textrm{reprocess} &=& m_\textrm{landed} - m_\textrm{food}\\ &=& \gamma_j \cdot m_\textrm{catch} - k_{ij} \gamma_j \cdot m_\textrm{catch} \\ &=& (1-k_{ij})\gamma_j \cdot m_\textrm{catch} \end{array} \]

Hér er gert ráð fyrir að endurnýting sé betri í landvinnslu en þegar varan er unnin á sjó, þar sem verksmiðjutogarar hafa heldur minna pláss til þess að geyma varning sem er minna virði ef annað er að veiðast. Hér gerum við einnig ráð fyrir að hausar, beingarðar og roð verði ekki matur þrátt fyrir vinnslu og endar sem efni (M). Efnisframleiðsla er því:

\[ \begin{array}{rcl} m_\textrm{non-food} &=& h_{ij} \cdot m_\textrm{reprocess} \\ &=& h_{ij} (1-k_{ij}) \gamma_j \cdot m_\textrm{catch} \end{array} \] Gildi fyrir \(h_{ij}\) er hér nær sama gidi og þyngdarhlutfall próteins og fitu í afskurði fisksins. Vatnsinnihald þessa afskurðar er frekar lágt (um 15%) þannig að rýrnun er frekar lítil. Magn efnis sem er fjarlægt er því reiknað skv.:

\[ \begin{array}{rcl} m_\textrm{DPO re-processing} &=& m_\textrm{reprocessed} - m_\textrm{non-food}\\ &=& \left((1-k_{ij}) \gamma_j \cdot m_\textrm{catch} \right) - \left( h_{ij} (1-k_{ij}) \gamma_j \cdot m_\textrm{catch}\right)\\ &=& (1-k_{ij})(1-h_{ij}) \gamma_j \cdot m_\textrm{catch} \end{array} \]

Samtals magn sem fer í DPO er því orðið

\[ \begin{array}{rcl} m_\textrm{DPO} &=& m_\textrm{DPO ocean}+ m_\textrm{DPO re-processing}\\ &=& \left((1-\gamma_j) + (1-k_{ij})(1-h_{ij}) \gamma_j \right) \cdot m_\textrm{catch}\\ \textrm{or}\\ m_\textrm{DPO} &=& m_\textrm{catch} - (m_\textrm{food}+m_\textrm{non-food})\\ &=& \left(1 - k_{ij} \gamma_j + h_{ij} (1-k_{ij}) \gamma_j \right)\cdot m_\textrm{catch}\\ &=& \left(1 - \gamma_j(k_{ij} - h_{ij}k_{ij} + h_{ij}) \right)\cdot m_\textrm{catch} \end{array} \]

Þessar stærðir eru að lokum allar sameinaðar til þess að fá loka skiptingu fisksins niður í mat (F), vöru (M) eða úrgang (DPO)

Loka niðurstaða reikninga

Loka niðurstaða reikninga er gagnasett með 101260 línum sem hafa upplýsingar á mun ítarlegra formi en er nauðsynlegt fyrir fólk með forvitni í meðallagi

Hluti upplýsinga fyrir árið 2020 (10 línur)
year mfa_cd is_mfa_data entry_node exit_node entry_sm exit_sm value_tons source_descr source_line
2020 MF141 TRUE DE DPO SM_RAW WASTE 817.35312 DE|THORSKUR|FRYSTIHUS:FLOKUN|DPO model.fish.processing|1478
2020 MF141 TRUE DE DPO SM_RAW WASTE 16195.11696 DE|THORSKUR|FRYSTIHUS:FRYSTING|DPO model.fish.processing|1478
2020 MF141 TRUE DE DPO SM_RAW WASTE 108.90080 DE|THORSKUR|FRYSTIHUS:HARDFISKUR|DPO model.fish.processing|1478
2020 MF141 TRUE DE DPO SM_RAW WASTE 4.00640 DE|THORSKUR|FRYSTIHUS:HERSLA|DPO model.fish.processing|1478
2020 MF141 TRUE DE DPO SM_RAW WASTE 233.94416 DE|THORSKUR|FRYSTIHUS:INNANLANDSNEYSLA|DPO model.fish.processing|1478
2020 MF141 TRUE DE DPO SM_RAW WASTE 11127.44208 DE|THORSKUR|FRYSTIHUS:ISAD_I_FLUG|DPO model.fish.processing|1478
2020 MF141 TRUE DE DPO SM_RAW WASTE 0.00272 DE|THORSKUR|FRYSTIHUS:REYKING|DPO model.fish.processing|1478
2020 MF141 TRUE DE DPO SM_RAW WASTE 6087.36336 DE|THORSKUR|FRYSTIHUS:SJOFRYSTING|DPO model.fish.processing|1478
2020 MF141 TRUE DE DPO SM_RAW WASTE 6206.19408 DE|THORSKUR|FRYSTIHUS:SOLTUN|DPO model.fish.processing|1478
2020 MF141 TRUE DE DPO SM_RAW WASTE 870.98560 DE|THORSKUR|FRYSTIHUS:UNNID_I_GAM|DPO model.fish.processing|1478

Þessi gögn eru nokkuð torflesin, þannig að samtölur eru reiknaðar með því að sleppa upplýsingum um reikningslínuna sjálfa (source_desrc):

Reiknaðar samtölur (10 línur)
year mfa_cd entry_node exit_node entry_sm exit_sm value_tons
2020 MF111 DP F SM_RAW SM_FIN 7287.0000
2020 MF111 F EXP SM_FIN SM_FIN 89.0570
2020 MF111 IMP F SM_FIN SM_FIN 34202.1200
2020 MF111 IMP F SM_SFIN SM_SFIN 45.2280
2020 MF111 IMP IP SM_RAW SM_RAW 2459.0240
2020 MF111 IMP M SM_FIN SM_FIN 645.8530
2020 MF111 IMP M SM_RAW SM_RAW 18288.9650
2020 MF111 IP DPO SM_RAW WASTE 983.6096
2020 MF111 IP F SM_RAW SM_FIN 1475.4144
2020 MF111 M EXP SM_FIN SM_FIN 8.4160

Þetta skilar 5153 línum. Hér getur entry_sm og exit_sm skilgreiningin þvælst fyrir. Þetta eru fyrst og fremst gagnlegar upplýsingar í vinnslu gagnanna, sleppt í loka útgáfu gagnanna.

Samtölur án SM einkenna (10 línur)
year mfa_cd entry_node exit_node path value_tons
2020 MF111 DP F DP-F 7287.0000
2020 MF111 F EXP F-EXP 89.0570
2020 MF111 IMP F IMP-F 34247.3480
2020 MF111 IMP IP IMP-IP 2459.0240
2020 MF111 IMP M IMP-M 18934.8180
2020 MF111 IP DPO IP-DPO 983.6096
2020 MF111 IP F IP-F 1475.4144
2020 MF111 M EXP M-EXP 243.0380
2020 MF1110 F EXP F-EXP 123.7630
2020 MF1110 IMP F IMP-F 4548.3940

Eitt ár úr þessum gögnum, sem eru 3416 línur fyrir árið 2021 eru sýnd í Sankey línuritunum að ofan.

Áframhaldandi hönnun reikninga

Þessi tölfræði er á tilraunastigi. Í henni eru margvísilegar nálganir gerðar til þess að fá einhverja raunhæfa (en ekki nauðsynlega rétta) nálgun á hvert er matarflæði inn í hagkerfi Íslands. Höfundur þessa verkefnis er meira en viljugur að vinna með hverjum þeim sem telur sig hafa næga þekkingu (og jafnvel skoðun) á hlutum til þess að endurbæta þetta verkefni. Sérstaklega væri gagnlegt að fá samvinnu við að

 1. Finna betri nýtingarstuðla í fiskvinnslutölum þannig að hráefni til útflutnings og matvæla sé betur lýst. Í þessu verkefni var ekki litið krítískt á mismunandi gæði afla eftir veiðisvæðum eða árstíðum, sérstaklega með tilliti til eldri gagna. Mikil þróun hefur orðið í nýtingu sjávarafurða hérlendis undanfarin 20 ár og væri mikið unnið með því að finna hvernig þessi þróun getur komið inn í reikningana.
 2. Finna betri nýtingastuðla á mjólkurframleiðslu frá hráefni til matvæla
 3. Finna einhverja aðferð til þess að útbúa flæðileið úr DE (hráefni úr náttúru), IMP (innflutningur) og DP (framleiðsla úr innlendu hráefni) inn í DF (innlend dýrarækt) nóðuna. Það er vel skilið að dýrarækt sé mjög hráefnisfrek framleiðsla. Í þessu líkani er hinsvegar litið framhjá þessu efnisflæði.
 4. Finna betri nýtingarstuðla á kjötframleiðslu, þá sérstaklega með tilliti til mögulegrar byrgðarsöfnunar þar sem sláturvertíðin er mjög árstíðarbundin