
Ný útgáfa af kennslukerfi Háskóla Íslands er komin út (https://beta.tutor-web.net), en þar geta nemendur í framhalds- og háskólum nýtt sér raunveruleg gögn í verkefnum og æfingum. Eldri útgáfan (http://tutor-web.net) verður áfram aðgengileg. Allur hugbúnaður sem kerfið notar er frjáls og opinn.
Verkefnið að tengja opinbera tölfræði við "tutor-web" var styrkt af European Research Council (ERC). Númer styrks: 825696 — 2018-IS-Literacy.
Tímaritið Teaching Statistics hefur birt greinina "Using real data for statistics education in an open-source learning environment". Hægt er að nálgast greinina hér https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/test.12237