Tilraunatölfræði


Aldursdreifing þeirra sem greinst hafa með Covid-19 miðað við mannfjölda

Samantekt

Birtar eru tölur um hlutfallslega skiptingu þeirra sem höfðu greinst með Covid-19 27. apríl 2020 skipt niður eftir aldri miðað við mannfjölda 1. janúar 2020.

Lýsing

Birtar eru sundurliðaðar upplýsingar um hlutfallslega skiptingu þeirra sem greinst höfðu með Covid-19 eftir aldri.

Markmið

Með því að skoða hlutfall þeirra sem greinst hafa smitaðir af Covid-19 eftir aldursflokkum og hlutfall þeirra af heildarmannfjöldanum má bera saman smitáhættu einstaklinga í samfélaginu eftir aldri. Tölurnar gefa aðrar upplýsingar heldur en talning smita eftir aldursflokkum þar sem mismunandi stærð aldursflokka takmarkar samanburð á milli þeirra.

Hlutfallslega flestir greindir með Covid-19 í aldursflokknum 40-49 ára

Síðast uppfært: 29. apríl 2020

Þann 1. janúar 2020 voru landsmenn 364.134, flestir á aldrinum 20-40 ára.

Með því að skoða hlutfall þeirra sem greinst hafa smitaðir af Covid-19 borið saman við mannfjölda eftir aldursflokkum má bera saman smitáhættu einstaklinga í samfélaginu. Tölurnar gefa þannig aðrar upplýsingar heldur en talning smita eftir aldursflokkum þar sem mismunandi stærð aldursflokka takmarkar samanburð á milli þeirra.

Yngstu aldursflokkarnir eru með hlutfallslega fæst smit miðað við mannfjölda. Sama gildir um elstu aldursflokkana að undanskildum þeim allra elstu en þar vegur hvert smit þungt. Hinsvegar eru aldursflokkarnir þar á milli með hlutfallslega fleiri smit ef miðað er við mannfjöldann, sérstaklega aldursflokkarnir 40-49 ára og 50-59 ára.

Heimild: Hagstofa Íslands og covid.is

Rétt er að hafa í huga að aldursflokkarnir eru ekki jafn fjölmennir. Aldursflokkurinn 1-5 ára er til dæmis mun fámennari en aldursflokkurinn 18-29 ára enda mun færri ár sem tilheyra honum. Í mannfjöldapýramídanum að ofan er aldurshópurinn 25-30 ára stærri en aðrir hópar. Þá hefur stærð aldursflokks og árgangs áhrif á það að þessi hópur er með hlutfallslega flest smit. .


Talnaefni

Mannfjöldi eftir kyni og aldri 1841-2020

Talnaefni varðandi Covid-19 var sótt á upplýsingasíðu Covid-19 á Íslandi þann 27. apríl 2020 kl. 13: https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar


Lýsigögn

Gögnin að baki tölunum byggja á upplýsingum frá Hagstofu Íslands, Eurostat, Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Lýsigögn um mannfjölda