Samfélag

Hagstofa Íslands hefur rannsakað lífskjör hér á landi frá árinu 2004. Lífskjararannsókn Hagstofunnar er hluti af samræmdri lífskjararannsókn Evrópusambandsins (EU-SILC). Meginmarkmið rannsóknarinnar er að greina lágtekjuhópa og þá sem er hætt við félagslegri einangrun. Í rannsókninni er bæði aflað upplýsinga um einstaklinga og heimili.