Efnahagur

Hagstofan tekur saman yfirlit yfir fjármál hins opinbera, það er ríkissjóð, sveitarfélög og almannatryggingar. Yfirlitið byggist á ársreikningum, en við úrvinnslu efnisins er frá september 2014 fylgt þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna (SNA 2008) og evrópskri útgáfu þess (ESA2010). Fjármál hins opinbera ná fyrst og fremst til þeirrar starfsemi í hagkerfinu þar sem tekna er aflað með álagningu skatta.