Fjármál hins opinbera á 3. ársfjórðungi 2018


  • Hagtíðindi
  • 13. desember 2018
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Tekjuafkoma hins opinbera var jákvæð um 1,8 milljarða króna á 3. ársfjórðungi 2018. Nam tekjuafgangurinn 0,2% af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 0,6% af heildartekjum hins opinbera. Fyrstu níu mánuði ársins nam tekjuafgangurinn 30,6 milljörðum eða 3,5% af tekjum tímabilsins. Heildartekjur hins opinbera jukust um 6,0% á 3. ársfjórðungi 2018 í samanburði við 3. ársfjórðung 2017. Á sama tíma var aukning í heildarútgjöldum hins opin-bera 6,8%. Útgjaldaaukningin skýrist helst af hærri launakostnaði og aukinni fjárfestingu. Magnbreyting samneyslu hins opinbera á 3. ársfjórðungi frá sama tíma árið áður var 3,4%.

Til baka