Evrópska hagskýrslusamstarfið

Evrópska hagskýrslusamstarfið er samstarf hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) og hagstofa aðildarlandanna. Samstarfið nær einnig til EFTA-landa og ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Hlutverk Evrópska hagskýrslusamstarfsins er að vera leiðandi í því að samræma evrópska hagskýrslugerð í náinni samvinnu við hagskýrsluyfirvöld hvers lands.

 

Gæðayfirlýsing Evrópska hagskýrslusamstarfsins

 

Ársskýrsla evrópska hagskýrslusamstarfsins 2016

   
 

 

PC-Axis

 

PC-Axis er fjölskylda forrita sem notuð eru af hagstofum víða um heim til þess að miðla tölfræðiupplýsingum. Forritin eru þróuð af hagstofum og því hönnuð með tölfræðiupplýsingar í huga.