Vinnumarkaðsrannsókn

Hagstofa Íslands rannsakar reglulega vinnumarkaðinn til að fá áreiðanlegar upplýsingar um störf fólks, vinnutíma, atvinnuleit, menntun og fleira. Rannsóknin nær líka til þeirra sem eru í námi, heimavinnandi eða eru ekki í launuðum störfum. Rannsóknin hefur verið framkvæmd frá árinu 1991. Á árunum 1991 – 2002 voru tvær rannsóknir á ári, í maí og nóvember og svo samfelld allt árið frá og með árinu 2003.

Vinnumarkaðsrannsóknin er langsniðsrannsókn þar sem haft er samband við hvern einstakling í úrtakinu 5 sinnum á 18 mánaða tímabili. Með því erum við að skoða breytingar á stöðu fólks á milli ólíkra tímabila. Um 4.000 manns eru valdir í úrtak á hverju ári úr Þjóðskrá. Viðtölin taka um það bil 5 mínútur og líða 3-6 mánuðir á milli þar til við höfum samband aftur.