Atvinnuvegir

Hagstofa Íslands vinnur tölfræði um fyrirtæki byggða á stjórnsýslugögnum og beinum gagnasöfnunum frá fyrirtækjum. Tölur yfir starfsmannafjölda, rekstur og afkomu fyrirtækja byggja á staðgreiðsluskrá, virðisaukaskattskrá og rekstrarframtölum fyrirtækja. Tölur yfir fjölda skráðra fyrirtækja, nýskráningar og gjaldþrot auk upplýsinga um stjórnarmenn byggja á upplýsingum úr fyrirtækja- og hlutafélagaskrá Ríkisskattstjóra.