Útgjöld til fræðslumála á Íslandi 1980-2020


  • Hagtíðindi
  • 30. mars 2022
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Heildarútgjöld til fræðslumála á Íslandi námu 232 milljörðum króna, eða 7,9% af landsframleiðslu, árið 2020. Til samanburðar námu heildarútgjöld til fræðslumála, á föstu verðlagi ársins 2020, 66,3 milljörðum króna árið 1980, eða 4,6% af landsframleiðslu, og 150 milljörðum árið 1998 eða 6,8% af landsframleiðslu. Af heildarútgjöldum til fræðslumála árið 2020 nam hlutur hins opinbera 91,6% og hlutur einkaaðila 8,4%. Hlutur einkaaðila í heildarútgjöldum hefur dregist lítillega saman frá 1998 en þá var hann 9,6%. Hlutur sveitarfélaga í útgjöldum hins opinbera til fræðslumála hefur farið vaxandi á tímabilinu en hann var 59.8% árið 1998 og 65,2% árið 2020.

Til baka