Beint í vefskil


Notkun á upplýsingatækni og neti (ICT)


Vefskil fyrir rannsókn á  notkun fyrirtækja á upplýsingatækni og neti (Information and communication technology, ICT). Hagstofa Íslands framkvæmir rannsóknina í samstarfi við Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat.

Spurningar rannsóknarinnar snúa að tæknilegum hliðum netkerfa og tölvubúnaðar, og eru þær því miðaðar að því að starfsmenn sem sinna þeim sviðum svari þeim. Þó gætu fleiri en einn starfsmaður innan fyrirtækis þurft að koma að útfyllingu listans í heild sinni.

Hægt er að vista svör áður en öllum spurningum listans hefur verið svarað. Næst þegar notendanafn og lykilorð er slegið inn opnast listinn á fyrstu spurningunni sem ekki hefur verið svarað.

Heildarniðurstöður verða birtar í töflum á vef Hagstofu Íslands og einnig í Hagtíðindum.  Jafnframt eru heildarniðurstöður sendar til Eurostat og verða þær birtar til samanburðar við niðurstöður annarra landa innan EES. Eingöngu ákveðnir starfsmenn Hagstofu Íslands hafa aðgang að frumgögnum og eru þeir bundnir trúnaði og þagnarskyldu. Ekki verður hægt að rekja svör til einstakra fyrirtækja. Lagaleg skylda hvílir á hagstofum innan Evrópska efnahagssvæðisins að framkvæma ICT rannsókn reglulega.

Nánari upplýsingar veitir:
Árni Fannar Sigurðsson í síma 528 1266