Hagskinna er eitt viðamesta rit Hagstofunnar frá upphafi. Bókin kom út árið 1997 og í henni eru tölulegar upplýsingar um íslenskt samfélag og þróun þess eins langt aftur í fortíðina og heimildir ná. Elstu tölur í ritinu eru frá byrjun 17. aldar en talnaefnið nær til ársins 1990. Meðal efnis má finna tölur um mannfjölda, atvinnuskiptingu, vöruskipti við útlönd, laun, neyslu, verðlag, vísitölur, fjármálastarfsemi, þjóðarframleiðslu, félags- og heilbrigðismál, skólamál, menningarstarfsemi o.fl.

Hagskinna var einnig gefin út á geisladiski en hann er fyrir löngu uppseldur.