Pólskumælandi spyril vantar til starfa við úthringingar vegna rannsókna á vegum Hagstofunnar. Starfið felst í að hafa samband símleiðis við þátttakendur og safna gögnum með viðtölum. Um er að ræða þátttakendur sem tala pólsku sem og íslenskumælandi þátttakendur og því er mikilvægt að viðkomandi hafi gott vald á báðum tungumálum.

Ef þú:

  • átt auðvelt með samskipti við fólk í gegnum síma og hefur ánægju af þeim,
  • ert kurteis, þolinmóður, nákvæmur og ábyrgur einstaklingur,
  • býrð að góðri almennri tölvukunnáttu,
  • hefur gott vald á íslensku, ensku og jafnvel fleiri tungumálum,
  • ert að minnsta kosti orðin/n 18 ára
  • og hefur jafnvel reynslu af spyrla- eða úthringistörfum

máttu gjarnan senda okkur upplýsingar um bakgrunn og reynslu þína sem fyrst á spyrlastarf@hagstofa.is..

Vinnutími er frá 17 til 22 miðvikudaga og fimmtudaga og frá 13 til 18 annan hvern sunnudag. Greidd eru yfirvinnulaun, alls 3.054 kr. á tímann auk orlofs.

Nánari upplýsingar veitir Guðríður Helga Þorsteinsdóttir í síma 528 1223.