Hagstofa Íslands stendur ekki fyrir sjálfstæðri gagnasöfnun um orkumál en hefur eigi að síður birt slík gögn síðan 1960. Orkustofnun lætur í té tölur um vinnslu og notkun og safnar jafnframt tölum um sölu á raforku frá raforkufyrirtækjum. Upplýsingar eru einnig unnar um skiptingu raforkunnar í notkunarflokka.