Sérfræðingar í umhverfistölfræði

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða tvo metnaðarfulla og áhugasama starfsmenn í ný störf á fyrirtækjasviði. Á fyrirtækjasviði er framleidd tölfræði um afkomu og rekstur fyrirtækja eftir atvinnugreinum, gistinætur og ferðamál, nýsköpun, umhverfismál, sjávarútveg og landbúnað.

 Störfin fela í sér uppbyggingu og þróun tölfræði um umhverfismál og  framleiðslu umhverfisreikninga. Um er að ræða frábært tækifæri til að taka þátt í mótun nýrrar tölfræði um brýnt málefni.

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf í hagfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af vinnslu gagna í gagnagrunnsumhverfi er nauðsynleg
 • Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu og framsetningu gagna er æskileg
 • Gagnrýn hugsun og frumkvæði
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Góð samskiptafærni
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2017 og skulu umsóknir berast til: Starfsumsókn,  Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út.

 Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 528-1000.

 

Sérfræðingur í gagnasöfnun

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa í gagnasöfnunardeild. Deildin hefur umsjón með gagnasöfnun og framkvæmir úrtaksrannsóknir á vegum Hagstofu Íslands.

 Starfið felur í sér sérhæfð tæknileg verkefni við undirbúning, framkvæmd og frumúrvinnslu gagna vegna úrtaksrannsókna sem og innsöfnun gagna frá fyrirtækjum og stofnunum. Jafnframt kallar starfið á teymisvinnu við hönnun, innleiðingu og spurningalistagerð vegna nýrra gagnasafnana í samræmi við viðurkenndar aðferðir og verklagsreglur í hagskýrslugerð.

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
 • Reynsla af vinnu og forritun í gagnagrunnum (svo sem SQL) er nauðsynleg
 • Góð þekking á tölfræðihugbúnaði (svo sem R, SPSS, STATA) er æskileg
 • Reynsla af gagnasöfnun er kostur
 • Góð ritfærni á íslensku og ensku
 • Góð samstarfs- og samskiptahæfni
 • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð

 Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2017 og skulu umsóknir berast til:  Starfsumsókn,  Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is.  Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

 Nánari upplýsingar um starfið veita Helga Hauksdóttir og Stefán Logi Sigurþórsson í síma 5281000.

 

Starfsmaður við gagnasöfnun

Hagstofa Íslands leitar að þjónustuglöðum og kraftmiklum einstaklingi sem hefur ánægju af samskiptum til starfa í gagnasöfnunardeild. Deildin hefur umsjón með gagnasöfnun og framkvæmir úrtaksrannsóknir á vegum Hagstofu Íslands.

Starfið felur í sér samskipti við gagnaveitendur Hagstofu Íslands, í gegnum síma eða með pósti. Í því felst meðal annars að sannfæra gagnaveitendur um mikilvægi þess að skila inn gögnum og leiðbeina þeim við skilin. Að auki felst starfið í því að slá inn gögn, gera grunnathugun á gögnum og koma að hreinsun gagna.

Hæfniskröfur

 • Reynsla af gagnasöfnun, símasölu eða annarri þjónustu við notendur í gegnum síma
 • Góð almenn tölvuþekking er nauðsynleg
 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun er kostur
 • Reynsla af vinnu við gagnagrunna er kostur
 • Góð enskukunnátta og færni í að vinna með texta er kostur
 • Þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfni
 • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð skipulögð vinnubrögð

 Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.  Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2017 og skulu umsóknir berast til:  Starfsumsókn,  Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út.

 Nánari upplýsingar um starfið veita Helga Hauksdóttir og Stefán Logi Sigurþórsson í síma 5281000.