Sérfræðingar á fyrirtækjasviði

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða þrjá metnaðarfulla og áhugasama starfsmenn til starfa á fyrirtækjasviði

Á fyrirtækjasviði er framleidd tölfræði um

 • Afkomu og rekstur fyrirtækja eftir atvinnugreinum
 • Gistinætur og ferðamál
 • Nýsköpun fyrirtækja og útgjöld til rannsókna- og þróunar
 • Umhverfismál
 • Sjávarútveg og landbúnað

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf í hagfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af vinnslu gagna í gagnagrunnsumhverfi er nauðsynleg
 • Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu og framsetningu gagna er æskileg
 • Hæfni í greiningu ársreikninga er kostur
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Góð samskiptafærni
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf  í september/október 2017. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 19. júní 2017 og skulu umsóknir berast til: Starfsumsókn,  Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 528-1000.