Sérfræðingar á efnahagssviði

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða tvo metnaðarfulla og áhugasama sérfræðinga í deild þjóðhagsreikninga og opinberra fjármála en deildin vinnur meðal annars tölur um landsframleiðslu og undirþætti hennar og afkomu hins opinbera.

Starfið felur í sér umsjón með úrvinnslu, greiningu og útgáfu talna um þjóðhagsreikninga og fjármál hins opinbera. Einnig fellur undir starfið þróun aðferða, afurða og framleiðsluferla. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og fela í sér mikil samskipti og samstarf við hagsmunaaðila og stofnanir.  

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf í hagfræði, viðskiptafræði, verkfræði, eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga
  • Reynsla af vinnslu gagna í gagnagrunnsumhverfi er kostur
  • Þekking á þjóðhagsreikningum og fjármálum hins opinbera er kostur
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórn er kostur
  • Þekking á reiknishaldi fyrirtækja og stofnana er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Geta til að vinna sjálfstætt, skipulega og undir álagi
  • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 11. september 2017 og skulu umsóknir berast til: Starfsumsókn,  Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veita Ólafur Arnar Þórðarson og Gunnar Axel Axelsson í síma 5281000.